Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLUÚRVALI 50 ára Kristín er Sigl- firðingur, er leikskóla- kennari að mennt frá KÍ og er aðstoðarleik- skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar. Maki: Freysteinn Ragn- arsson, f. 1967, vinnur á Vélaverkstæði SR. Börn: Svanhildur Hanna, f. 1988, Karl Ragnar, f. 1991, og Steinar Freyr, f .1996. Barnabörnin eru orðin fimm. Foreldrar: Jóhanna Hlín Ragnarsdóttir, f. 1954, hárgreiðslumeistari með eigin stofu, Rakara- og hárstofuna, á Akureyri, og Karl Smári Magnússon, f. 1952, d. 1974. Stjúpfaðir er Karl Eskil Pálsson, f. 1957, fréttamaður á N4. Kristín María Hlökk Karlsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fylgdu málum vel eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriði. Sinntu því sem augljóslega þarfnast úrlausnar strax. Þú dettur í lukkupottinn í kvöld. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver mun treysta þér fyrir leyndar- máli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi. Erfitt samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu líta í eigin barm og athuga hverju þú getur breytt. Vertu á varðbergi gagnvart sölumönnum. Þig vantar ekkert. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar að stökkva á einhver tækifæri án þess að hafa athugað málavexti. Mundu að sálarró skiptir þig öllu máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér finnst þú eiga erfitt með að setja þér markmið í lífinu. Þú ert í gleðivímu eftir prófin og átt skilið að svetta úr klaufunum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að þrá er yndisleg tilfinning og að vita hvað maður vill er jafnvel enn betra. Þér fer fram í því að biðja aðra um hjálp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í dag kemur upp þetta skemmtilega augnablik þegar þú skyndilega veist allt sem þú þarft að vita. Einhver leitar til þín í von um ráð. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú veist hvað í þér býr þótt aðrir geri það ef til vill ekki ennþá. Taktu við stjórninni í erfiðu máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert það örugg/ur að þú get- ur hoppað í störf sem þú hefur ekki unnið áður. Láttu þér í léttu rúmi liggja þótt þú heyrir kjaftasögur um þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Veltu þér ekki upp úr gömlum málum því öllum verða á mistök. Taktu heimboði sem þú færð, þú sérð ekki eftir því. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að halda sálarrónni hvað sem á dynur og teldu upp að tíu áður en þú lætur nokkuð út úr þér. Margir vilja hitta þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú heldur þig auðvitað innan þess ramma, sem yfirmenn þínir hafa sett þér. Vanhugsuð ummæli gætu leitt til rifrilda. Haltu varlega áfram og búðu þig undir að breyta um stefnu fyrirvaralaust. skóla Austurbæjar og þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk kandídatsprófi í guðfræði Há- skóla Íslands í upphafi árs 1979. Valdimar lagði stund á kennimann- lega guðfræði við Union Theological Seminary í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum 1983-1985 sem lauk með Doctor of Ministry-gráðu við þann skóla vorið 1985. Hann stund- aði kennaranám við HÍ veturinn 1990-1991 og lauk kennaraprófi um vorið. Valdimar vígðist til Reykhóla- prestakalls í febrúar árið 1978, var skipaður sóknarprestur í Staðar- prestakalli á Suðureyri í Ísafjarðar- prófastsdæmi vorið 1995 og gegndi því kalli til ársins 2011. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og gegndi margvíslegum störfum á þeim vett- vangi. „Ég vann m.a. um árabil ásamt Sveini Guðmundssyni í Mið- húsum og fleirum að því brýna hags- munamáli íbúa í Austur-Barða- strandarsýslu að Gilsfjörður yrði þveraður.“ Valdimar var formaður dvalarheimilis aldraðra, Barma- hlíðar, á Reykhólum. Hann kenndi við grunnskólann í Stykkishólmi og Framhaldsskóla Vesturlands 1986- leikið mikið með mörgum leik- félögum og hefur leiðin frekar legið niður en hitt hvað varðar leiklistar- frama frá uppfærslunni góðu í Gúttó um árið.“ Nám og störf Valdimar gekk fyrst í Háagerðis- skóla, síðan barnaskóla Austur- bæjar, tók landspróf við Gagnfræða- V aldimar Hreiðarsson er fæddur 26. maí 1950 í Reykjavík við bakka Elliðaár og ól sinn aldur til fullorðinsára í aust- urbæ Reykjavíkur. „Á æskuheimil- inu voru listir og bókmenntir í heiðri hafðar,“ segir Valdimar. „Pabbi átti gott safn listaverka eftir íslensku meistarana og hann var vel að sér í íslenskum bókmenntum. Meðal rit- höfunda var Laxness í sérstöku uppáhaldi og þar að auki var hann vel að sér í íslenskum ljóðbók- menntum. Hann var ósínkur á til- vitnanir í þennan fjársjóð íslenskra bókmennta auk þess sem hann þekkti marga rithöfunda og ljóð- skáld persónulega. Kunni hann margar skemmtilegar sögur af þeim. Ekki var hljóðfæri á heimilinu en þess í stað veglegur Radionette- radíófónn. Þar var að finna gott safn hljómplatna auk þess sem þar var segulbandstæki og mikill fjöldi seg- ulbandsspólna með miklu tónlistar- efni. Á tveimur spólum voru senni- lega meginhluti allra góðu gömlu íslensku gamanvísnanna. Þessar gamanvísur voru að mestum hluta úr gömlum revíum og söngleikjum eins og Ævintýri á gönguför og svo auðvitað íslensku revíunum. Var ákaflega vinsælt að hlusta á þessi lög og ekki ofsagt að við krakkarnir höfum kunnað mikið af þessum lög- um utan að. Ekki var snobbað fyrir bókmenntum og listum á heimilinu, heldur var litið á menninguna sem eðlilegan hluta af lífinu. Við sáum allar stóru uppfærslur Þjóðleikhússins á þessum hefð- bundnu barnaleikritum. Þar að auki sáum við fjöldann allan af leikritum sem voru ekki fyrst og fremst ætluð börnum. Meira að segja man ég eftir ferðum til Hafnarfjarðar til að sjá nýjustu Bergman-myndirnar. Rek ég áhuga minn á leikhúsi og leik- ritun til alls þessa. Fyrstu spor mín í leikhúsi steig ég á sviði Gúttó við Tjörnina. Nokkrir krakkar færðu upp leikritið Rauðhettu. Lék ég úlf- inn. Fullt hús var í Gúttó á sýning- unni og óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Síðan þetta var hef ég Valdimar Hreiðarsson, fyrrverandi sóknarprestur – 70 ára Með foreldrum og systkinum Frá vinstri: Birna, Þórdís Jóna Sigurðar- dóttir, Erna, Sigurður Arnór, Hreiðar Jónsson og Valdimar. Garðyrkja í Grímsnesi og Taílandi Hjónin Valdimar og Thanita eftir skírn í Unaðsdalskirkju. 1990, við Menntaskólann á Ísafirði árin 1991-1996, við grunnskólann á Suðureyri 1996-2017 og var frétta- ritari DV á norðanverðum Vest- fjörðum um árabil. „Ég lagði gjörva hönd á margt með námi, Var oft há- seti á bát hjá Sigurði bróður mínum auk þess sem ég stundaði margs konar aðra sjómennsku. Þar að auki vann ég alls konar almenna verka- mannavinnu í landi með námi.“ Áhugamálin „Í æsku voru helstu áhugamálin ljósmyndun og stangveiðar og hefur það lítið breyst. Þar fyrir utan hef ég alla ævi verið að gutla á gítar með takmörkuðum árangri þó, enda var tími ekki mikill fyrir áhugamál. Enn er ég þó að gutla á gamla kassagítarinn. Garðyrkja og skógrækt hafa alltaf staðið huga mínum nærri. Á ég spildu í Grímsnesinu og hygg gott til glóðarinnar að gróðursetja þar trjá- plöntur. Við hjónin dveljum nú orðið mikið í fæðingarlandi hennar, Taí- landi. Eigum við hús á austur- ströndinni í grennd við Pattaya sem er í um 150 km fjarlægð frá höfuð- borginni Bangkok. Hér er þokka- legur garður þar sem við ræktum skrautplöntur, ávaxtatré og græn- meti. Er það gefandi iðja. Hér ölum við önn fyrir myndarlegri katta- fjölskyldu, móður og fjórum börnum hennar. Hef ég stundum hugsað að ef fólk væri almennt jafn vandað í umgengni og dýrin eru hvert við annað svona yfirleitt væri lífið tals- vert auðveldara. Nú var að bætast lítill hvolpur í hópinn og mun reyna verulega á kettina hvað varðar til- litssemi og hófstillingu í umgengni við aðrar dýrategundir.“ Fjölskylda Eiginkona Valdimars er Thanita Chaemlek, f. 12.1. 1964, hárgreiðslu- kona frá Kanchanaburi í Taílandi. Foreldrar hennar: Hjónin Baazer Chaemlek múrsteinagerðarmaður, nú látinn, og Thongbai Chaemlek, f. 1930, búsett í Taílandi. Fyrri maki Valdimars er Eygló Bjarnadóttir, f. 22.12. 1957, ráðgjafi og prestur í Bandaríkjunum. 40 ára Elva ólst upp í Reykjavík en býr í Hafnarfirði. Hún er með MS-gráðu í sál- fræði frá HÍ og er sál- fræðikennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Maki: Gísli Hrafnkelsson, f. 1982, hug- búnaðarverkfræðingur hjá Tempo. Synir: Brynjar Ingi, f. 2004, Andri Fannar, f. 2010, og Bjarki Hrafn, f. 2019. Foreldrar: Ágúst Birgisson, f. 1957, tæknifræðingur hjá Verkfræðistofunni Víðsjá, og Jóhanna Hermansen, f. 1954, skrifstofumaður hjá Öryrkjabandalaginu og listakona. Þau eru búsett í Reykjavík. Elva Björk Ágústsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Bjarki Hrafn fæddist á hádegi 20. september 2019 í Reykja- vík. Hann vó 4.100 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Elva Björk Ágústsdóttir og Gísli Hrafnkelsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.