Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Mikið er búið að
ræða um þennan veiru-
vanda sem hrjáð hefur
heimsbyggðina und-
anfarna mánuði. Það
sem mér finnst merki-
legast við umræðuna
er að alltaf líta menn á
útbreiðslu veirunnar
út frá því hvað hún sé
smitandi. Vissulega er
hún það, en veiran þarf
einhvern til að aðstoða sig við að
komast til næsta manns og þar leikur
ferðaþjónustan stórt hlutverk. Menn
eru einnig sammála um að svona
megi ekki koma fyrir aftur, samt
staðráðnir í að hefja sama leikinn
sem fyrst, að dæla inn í landið eins
mörgum ferðamönnum og mögulegt
er. Ferðamenn eru ekki hagkvæm-
asta vörutegundin í viðskiptum,
vegna þess að þeir borga ekki það
mikið fyrir að koma inn í landið að
gjaldið dekki allan þann mikla kostn-
að sem þarf til að hafa þá þjónustu
sem nauðsynleg er. Þess vegna er
hagnaðurinn aðallega hjá ákveðnum
aðilum sem voru þegar með þjón-
ustuaðstöðu. Þeir sem þurftu að
byggja upp dýra gistiaðstöðu lepja
nú dauðann úr skel og þjóðfélaginu
blæðir fjárhagslega í björgunar-
aðgerðum og mannfólkið fórnar
frelsinu í von um að halda lífi. Stærsti
kostnaðarliðurinn er endurbætur á
skoðunarstöðum og vegakerfinu,
sem ætti að greiðast af ferðaþjónust-
unni, en lendir eingöngu á þjóðinni. Á
meðan svo er er ferðaþjónustan þjóð-
hagslega skaðleg. Samgöngu-
ráðherra telur sig hafa fundið leið til
að losa þjóðina undan þessu kostn-
aðarfargi með því að setja á veggjöld
sem bíleigendur greiði um leið og
farið er inn á gjaldskylda vegi. Það er
spurning hver verður ábyrgur fyrir
bílaleigubílunum? Gagnvart Íslend-
ingum mun þetta horfa svolítið öðru-
vísi við. Hinn venjulegi íslenski bíl-
eigandi greiðir gjaldið af sínum bíl,
ríkið mun greiða fyrir embættis-
menn og fyrirtæki fyrir sína bíla, þar
kemur fram misfella því fyrirtækin
munu færa þennan
kostnað yfir á þá þjón-
ustu sem þeir veita og
auka þar með gjaldið
hjá þeim sem kaupa af
þeim þjónustu. Skatt-
greiðendur hafa lagt
þessa vegi og mín skoð-
un er sú að þeir eigi að
viðhalda vegunum með
sama hætti. Ef nýlagnir
og viðhald vega er of
mikið álag fyrir þjóðina,
hlýtur þessi kostnaður
að vera of hár fyrir innan við helming
þjóðarinnar. Ferðamenn eru marg-
falt fjölmennari notendur en íslenska
þjóðin og eiga að borga þjóðinni fyrir
nýtinguna og þær skemmdir sem
þeir valda. Að vorkenna ferðamönn-
um að greiða veggjald er ekki eðli-
legur hugsunarháttur. Mér finnst
eins og alþingismenn gætu verið með
tengslaþráð við ferðaþjónustuna sem
trufli ákvarðanir þeirra. Ég tel að
stjórnarskráin hafi ákveðna skoðun á
þessu atriði. Það undarlegasta í öllu
þessu ferðaþjónustustússi og veiru-
fári er að það hefur ekki verið minnst
á okkar grundvallaratvinnuvegi, sem
settu okkur á bekk með ríkustu þjóð-
um í heimi, áður en ferðaþjónustu-
kóngar og -drottningar kollsteyptu
nánast allri heimsbyggðinni fjár-
hagslega og heilsufarslega. Þarna á
ég við sjávarútveg, fiskvinnslu, land-
búnað og iðngreinar. Værum við ekki
betur sett núna ef við hefðum lagt
rækt við þessar greinar og haft
ferðaþjónustuna sem aukagrein í
samræmi við þann fjölda sem byggir
þetta land?
Eftir Guðvarð
Jónsson
Guðvarður Jónsson
» Værum við ekki bet-
ur sett núna ef við
hefðum lagt rækt við
þessar greinar og haft
ferðaþjónustuna sem
aukagrein í samræmi
við þann fjölda sem
byggir þetta land?
Höfundur er eldri borgari.
Hvað gerist næst?
Hrafnseyrargöng
ættu göngin að heita
sem verið er að grafa
milli Arnarfjarðar og
Dýrafjarðar.
Lítið vit er í öðru
því skammt frá þeim
er hinn sögufrægi
staður Hrafnseyri.
Þar fæddist Jón Sig-
urðsson 17. júní 1811.
Hann var fremstur í
flokki þeirra sem börðust fyrir
sjálfstæði Íslands. Vopn hans voru
hárbeitt rök en ekki drápstól.
Hrafnseyri er kennd við Hrafn
Sveinbjarnarson, mikinn héraðs-
höfðingja, mannvin og lækni, sem
raunar var fyrsti menntaði lækn-
irinn á Íslandi. Um hann segir í
samnefndri sögu:
„Svá var bú Hrafns gagnauðigt,
at öllum mönnum var þar heimill
matr, þeim er til sóttu ok erenda
sinna fóru, hvárt sem þeir vildu
setit hafa lengr eða skemr.
Alla menn lét hann flytja yfir
Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann
átti ok skip á Barðaströnd. Þat
höfðu allir þeir, er þurftu yfir
Breiðafjörð. Ok af slíkri rausn
Hrafns var sem brú væri á hvár-
umtveggja firðinum fyrir hverjum,
er fara vildi.
Svá fylgdi hans
lækningu mikill guðs
kraftr, at margir
gengu heilir frá hans
fundi, þeir er banvæn-
ir kómu til hans fyrir
vanheilsu sakir …“
Engin rök eru fyrir
því að kenna nýju
göngin við Dýrafjörð
eða Arnarfjörð, aðeins
kjánaskapur. Við eig-
um að varðveita sögu-
fræga staði svo fólk
minnist þeirra á ferð-
um sínum um landið. Hætt er við
því að Hrafnseyri gleymist þegar
hún er ekki lengur við alfaraleið.
Það má aldrei verða.
Á Hrafnseyri er safn sem opnað
var árið 2011 þegar tvö hundruð
ár voru frá fæðingu Jóns Sigurðs-
sonar. Sagt er frá ævi Jóns og
starfi hans. Í mörg ár hafa forn-
minjar verið rannsakaðar á
Hrafnseyri. Á vefnum Hrafns-
eyri.is segir:
„Sumarið 2012 var einnig grafið
í gamla kirkjugarðinum sem
stendur við hlið núverandi kirkju.
Í kirkjugarðinum er greinileg rúst
af kirkju.
Í vetur voru sýni úr kirkjugarð-
inum send til aldursgreiningar.
Greind voru sýni úr einstaklingi
sem jarðaður hafði verið fast við
kirkjugarðsvegg. Í ljós kom að
þessi einstaklingur hefur látist á
fyrrihluta 11. aldar og því allar
líkur á að kirkja og kirkjugarður
hafi risið á Hrafnseyri stuttu eftir
kristnitöku.“
Þetta er aldeilis stórmerkilegt
og ekki víst að allir átti sig á því
hversu merkilegur staður Hrafns-
eyri er. Auðvitað eigum við að
ferðast til Vestfjarða í sumar og
framar öllu að staldra við á
Hrafnseyri, skoða safnið, fjörðinn
og fjöllin, allt umhverfið, sem er
stórbrotið.
Áætlað er að göngin verði tekin
í notkun haustið 2020. Vonandi
ber þjóðin gæfu til þess að þau
verði nefnd Hrafnseyrargöng. Að
því væri sómi og virðing fyrir
sögufrægum stað. Við eigum að
kenna mikil mannvirki við sögu-
fræga staði og gæta þeirra þannig
að þeir falli aldrei í gleymsku.
Hrafnseyrargöng
ættu göngin að heita
Eftir Sigurð
Sigurðarson
Sigurður Sigurðarson
» Auðvitað eigum við
að ferðast til Vest-
fjarða í sumar og fram-
ar öllu að staldra við á
Hrafnseyri, skoða safn-
ið, fjörðinn og fjöllin.
Höfundur er rekstrarráðgjafi og
áhugamaður um ferðalög á Íslandi.
sigurdursig@me.com
Nú þegar kórónuveiran hótar að fara að
fella okkur, líkt og spænska veikin gerði
fyrir einni öld, fer fólk að halda sig
meira heima við og forðast sem flesta
mannmarga vinnustaði og fjölda-
samkomur vegna smithættunnar.
Þá hentar að leggjast í bóklestur.
Og menn geta þá t.d. lesið sér meira
til um spænsku veikina okkar 1918 í
bókum og netmiðlum; og jafnvel leitað í
ljóðabókum mínum í söfnum að ljóði
sem heitir Fullveldið 1918; en það byrj-
ar svo:
Einsog kóróna úr kopar
er Ísland Íslendinganna að rísa:
Koparblikið í köldu skammdeginu,
með sægræna spanskgrænu um kring.
En það er enn dönsk kóróna,
og húrrahrópin við Stjórnarráðið:
bergmálandi við hvítu útveggina
minna mest á spænsku veikina:
Sem kom upp úr skotgröfunum í Evrópu
einsog hóstandi hvít vofa frelsisins.
Tryggvi V. Líndal.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Spænska veikin aftur?
Gamlar bækur á uppboði.
Í frétt á bls. 6 í
Morgunblaðinu 25. maí
er sagt frá samningum
Vegagerðarinnar við
Reykjavíkurborg
vegna brúar á gatna-
mótum Bústaðavegar
og Reykjanesbrautar,
þar segir svo:
„Síðan hefur sú
breyting orðið, að sam-
kvæmt samgöngu-
sáttmála ríkis og borgar er gert ráð
fyrir að hin nýja borgarlína aki frá
Mjódd inn í Vogabyggð. Því blasir
það verkefni við að finna leið fyrir
borgarlínu almenningssamgangna
um gatnamótin.“
Þetta hljómar sakleysislega. En nú
liggur landið þannig að beinasta leið-
in frá Mjódd og niður í Vogabyggð er
beint áfram eftir Reykjanesbraut-
inni. Eru Reykjavík-
urborg og Vegagerðin
að semja um þetta?
Hvort strætó eigi nú að
keyra þarna beint áfram
eftir að ljósin eru farin,
eða hvað?
Eða er Reykjavíkur-
borg einfaldlega að
þrjóskast við að leyfa
nauðsynlegar umbætur
á þjóðvegakerfi höfuð-
borgarsvæðisins eins og
hún er vön? Er þarna á
ferðinni ný Teigskógarþræta í þess-
um tilgangi? Það stendur ekki í grein
Morgunblaðsins en annað er tæplega
hægt að skilja.
Borgarlína: Samið
um beint áfram
Eftir Jónas
Elíasson
Jónas Elíasson
»Er þarna á ferðinni ný
Teigskógarþræta?
Höfundur er prófessor.
Gatnamót Myndin sýnir tillögu Vegagerðarinnar sem rætt er um í greininni.