Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta fer fram í Háskólabíói og við komumst af með tvær athafnir,“ seg- ir Elísabet Siemsen, rektor Mennta- skólans í Reykjavík (MR). Vísar hún í máli sínu til brautskráningar stúd- enta úr skólanum í þessari viku. Líkt og í öðrum löndum hefur kór- ónuveiran haft umtalsverð áhrif á skólahald og útskriftir hjá mennta- skólum hér á landi. Hafa útskriftir verið haldnar með breyttu sniði auk þess sem færa hefur þurft nokkrar athafnir. Að sögn Elísabetar verður útskrift MR á sínum stað í ár en þó með örlítið breyttu sniði. „Við kom- umst af með tvær hátíðir. Nemendur fá að taka með sér tvo forráðamenn og síðan verður hátíðinni streymt. Að auki verður salnum hólfaskipt og forráðamenn sem óska eftir tveggja metra reglu verða í viðeigandi hólfi,“ segir Elísabet og bætir við að ýmsar sviðsmyndir hafi verið skoðaðar þeg- ar óvissan var sem mest. Um tíma kom til greina að halda átta útskrift- ir. „Við ákváðum strax að halda okk- ur við Háskólabíó. Fyrsta sviðs- myndin var átta mismunandi athafnir. Þegar ástandið fór hins vegar að skýrast var ljóst að við gát- um verið með tvær athafnir. Ég er mjög glöð með það,“ segir Elísabet. Nemendur vilja staðkennslu Eins og áður hefur verið fjallað um var fjarkennsla nýtt í fjölda skóla hér á landi meðan á heimsfaraldr- inum stóð. Var MR þar ekki undan- skilinn. Aðspurð segir Elísabet að næstu vikur verði nýttar í að kanna hvernig skólanum tókst til í þeim efnum. „Við eigum eftir að funda og sjá hvað fór vel og hvað gekk ekki nægilega vel. Það er alveg ljóst að þetta verður viðbót við möguleika okkar við kennslu til framtíðar. Við höfum séð kosti og galla þess að ná svona til krakkanna,“ segir Elísabet en tekur fram að nemendur séu síður hrifnir af fjarkennslu. „Nemendurn- ir vilja hafa staðnám. Það sást best þegar þau komu að ná í stúdentshúf- urnar í skólann. Það minnti einna helst á jólin, gleðin var slík. Það er nú svo að nemendur eru íhaldssamir í eðli sínu, en fjarkennslan gefur okkur auðvitað ýmsa möguleika. Þetta verður þó skoðað betur í haust,“ segir Elísabet. Héldu útskrift um helgina Hjá Verzlunarskóla Íslands fór brautskráning fram nú um helgina. Athöfnin var með talsvert breyttu sniði samanborið við síðustu ár. Að sögn Inga Ólafssonar, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, var athöfnin haldin í skólanum sjálfum en ekki í Háskólabíói eins og undanfarin ár. „Óvissan var mikil á þessum tíma og við veltum því fyrir okkur að færa þetta. Útskrift kallar hins vegar á undirbúning og við ákváðum að halda okkur við dagsetninguna,“ segir Ingi. Spurður hvort grípa hafi þurft til sérstakra ráðstafana til að gera at- höfnina að veruleika kveður Ingi já við. Voru nemendur beðnir um að koma sjálfir á bílum og leggja á bíla- planinu við skólann. Þaðan gengu nemendur inn í skólann þar sem þeir fengu skírteinin afhent. Var útsend- ingu frá athöfninni jafnframt streymt á heimasíðu skólans. Útskriftir með breyttu sniði  Menntaskólinn í Reykjavík verður með tvær athafnir í Háskólabíói  Nemendur síður hrifnir af fjar- kennslu og kjósa að mæta í skólann  Útskrift nemenda úr Verzlunarskóla Íslands fór fram um helgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útskrift Brautskráning stúdenta úr framhaldsskólum hér á landi nú á vor- dögum verður með talsvert öðru sniði en síðustu ár. Lítið brotfall var meðal nem- enda Verzlunarskóla Íslands og MR á nýafstaðinni önn. „Það eru ívið færri en venjulega sem eiga rétt á endurtökuprófum. Það er í raun ekkert brottfall,“ segir Elísabet og bætir við að jafnan sé brottfall úr skólanum lítið. „Það eru nokkrir sem falla á fyrsta ári og reyna aftur við það eða fara í aðra skóla,“ segir Elísabet. Svipað er upp á teningnum hjá Verzlunarskóla Íslands. Að sögn Inga var brottfallið ekk- ert. „Það hætti enginn auk þess sem allir mættu í út- skriftina. Kennararnir hjá okk- ur eru mjög vanir fjarkennslu og hafa þar af leiðandi verið að nota þessa tækni mjög mik- ið,“ segir Ingi. Allir mættu í útskriftina LÍTIÐ BROTTFALL „Eftir að samkomubanninu létti hefur fólk verið að njóta þess að vera úti við. Fyrir vikið hefur ver- ið fjölgað komum til okkar með ýmis útivistarslys,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Margir hafa nýtt sér góðviðris- daga á suðvesturhorninu að undanförnu til útivistar. Eins og verða vill fylgja slíku ýmiss konar slys; trampólínslys, hjólaslys og al- menn útivistaróhöpp. Jón Magnús segir í samtali við Morgunblaðið að oft komi toppur í þess háttar slysum snemma sumars. Þrátt fyr- ir að útivist landsmanna hafi verið óvenju áberandi að undanförnu séu slys ekki fleiri en starfsfólk bráðadeildar eigi að venjast í byrj- un sumars. Rafskútur eru áberandi á götum höfuðborgarsvæðisins þessa dag- ana. Til að mynda er vinsælt að leigja slíkar skútur til styttri ferða. Jón Magnús bendir á að mikilvægt sé að gæta fyllsta ör- yggis á þeim eins og við aðra ferðamáta. „Það er jafn brýnt að vera með hjálm á rafskútum og þegar maður ferðast á rafhjólum og reiðhjólum. Við höfum séð eitthvað af slysum sem tengjast þessum rafskútum en sem betur ekki mjög alvarleg slys. Í stærri borgum erlendis eru dæmi um lífshættuleg slys þar sem rafskútum er ekið í veg fyrir bíl.“ hdm@mbl.is Brýnt að vera með hjálm á rafskútum  Mörg dæmi um útivistarslys nýlega Morgunblaðið/Eggert Rafskútur Vinsæl farartæki í dag. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er meira og meira að gera með hverjum deginum sem líður. Röðin var 50 metra löng þegar mest lét um helgina. Þetta var brjálað á föstu- dags- og laugar- dagskvöld – og allir ánægðir,“ segir Michele Gaeta ís- gerðarmaður. Michele opnaði fyrir tveimur vik- um gelato-ísbúð á jarðhæð gömlu Moggahallarinnar í Aðalstræti 6. Nefnist búðin Gaeta. Viðtökurnar hafa verið afar góðar og þegar veðurguðirnir léku við lands- menn á laugardaginn kynntust margir gelato-ísnum í fyrsta sinn. Einhverjir höfðu á orði að þarna yrði ferðaávísun stjórnvalda eytt í sumar. Michele er 27 ára og flutti til Ís- lands fyrir ári. Þegar hann fór að sakna gelato-íssins ákvað hann að setja á stofn eigin búð hér í samstarfi við vini sína í Bologna. Um er að ræða 25 ára gamalt fjölskyldu- fyrirtæki sem rekur nú tíu gelato- búðir þar í landi svo ekki þarf að efast um kunnáttuna. „Gelato-ísinn er öðruvísi en ís- lenski ísinn. Hann hefur silkikennd- ari og mýkri áferð ásamt því að vera þéttari í sér en rjómaísinn,“ segir Michele sem framleiðir allan ísinn á staðnum fyrir augum viðskipta- vinarins. Hann flytur inn ítalskt hrá- efni á borð við pistasíur frá Sikiley en lofar íslenska hráefnið sem hann segir að passi vel í gelato. „Mjólkin og rjóminn og auðvitað skyrið!“ Hægt er að velja úr 24 tegundum af gelato-ís á Gaeta. „Það er mjög gaman að sjá ánægjuna í andliti við- skiptavina. Það veitir mér mikla ánægju,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinsældir Michele Gaeta opnaði gelato-ísbúð í Aðalstræti fyrir tveimur vikum og viðtökurnar hafa frábærar. Íslendingar óðir í ítalskan ís í Aðalstræti  Michele Gaeta framleiðir og selur gelato í Moggahöllinni Úrval Ísunnendur geta valið úr 24 tegundum af nýlöguðum gelato.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.