Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Úti um heimsbyggðina velta stjórn- endur sviðslistastofnana fyrir sér hvenær hægt verði að bjóða upp á allrahanda sýningar og tónleika að nýju. Vegna COVID-19-faraldursins er óvissan mikil. Samhliða fregnum af því að óttast sé að einhverjar stofnanir verði gjaldþrota á næstu mánuðum er það mat sífellt út- breiddara að ekki verðið boðið upp á skipulagða dagskrá fyrir almenn- ing fyrr en á næsta ári. Í samantekt um stöðuna í The New York Times segir að í síaukn- um mæli sé nú horft til fyrstu mán- aða næstu árs þegar rætt sé hvenær sýningar geti hafist vestanhafs. Talsmaður samtaka sinfóníu- hljómsveita segir að flestir stjórn- endur í þeim geira horfi ekki lengur til haustsins, óvissan með veiruna sé svo mikil og þá geri kvaðir um fjar- lægð á milli gesta það vart mögulegt að láta viðburði standa undir sér. Metropolitan-óperan tekur um 4.000 gesti en með kröfunni um nær tvo metra milli gesta geta að há- marki 400 verið í salnum. Stjórnandi óperunnar segir enga leið að setja upp sýningar við þær aðstæður. „Ég held að 2020 sé farið,“ segir listrænn stjórnandi Steppenwolf- leikhússins í Chicago. Og Guthrie- leikhúsið í Minneapolis hefur til- kynnt að í stað þeirra 12 uppsetn- inga sem voru á dagskránni næsta vetur sé nú stefnt á að setja upp þrjár og ekki byrja fyrr en í mars. Engir danshópar munu sýna í haust á sviði en stjórnendur Lincoln Center í New York vonast til að fá leyfi til að setja upp minni sýningar utandyra. Forstjóri Kennedy- miðstöðvarinnar í Washington DC segir að horft sé til þess að vera mögulega með minni sýningar inn- an við gler, sem gestir utandyra gætu fylgst með. „En það verður langt þar til við finnum eitthvað sem má kalla nýtt normal-ástand,“ segir hún. Ekki hægt að byrja að sýna fyrr en 2021  Óvíst hvenær sýningar á sviði hefjast AFP Lokað Sviðslistastofnanirnar í Lin- coln Center í New York eru lokaðar en vilja fá að sýna á torginu. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Um nýliðna helgi var opnuð samsýn- ingin Sóttqueen í Ásmundarsal og eins og nafnið gefur til kynna er inn- blástur listamanna sóttur í hina for- dæmalausu tíma sóttkvía og sam- komubanns vegna COVID-19-- farsóttarinnar. Postprent stendur fyrir sýningunni en það er svokallað prent-„kollektíf“ sem þýða mætti sem samvinnuhóp eða samyrkjubú, rekið af Þórði Hans Baldurssyni myndlistarnema og Viktori Weiss- happel Vilhjálmssyni sem er graf- ískur hönnuður. Auglýstu þeir eftir verkum fyrir sýninguna á Facebook og sögðust forvitnir að sjá hvers konar list yrði til á tímum sóttkvíar og samkomubanns. Áttu áhuga- samir að senda inn teikningar, ljós- myndir eða grafík sem svo yrði birt á Instragram og eina skilyrðið að verkin tengust ástandinu sem þá var en þá stóð yfir samkomubann. Nú hefur fjöldi innsendra verka ratað á veggi Ásmundarsalar og uppheng- ingin í hinum frjálslega salon-stíl. Ljúfsár opnun Þórður Hrafn var svo óheppinn að vera í sóttkví þegar sýningin var sett upp og opnuð en hann var þá nýkominn frá Hollandi þar sem hann nemur myndlist. Þórður kom fyrir rúmri viku og sýningin var opnuð um nýliðna helgi. Hann er spurður að því hvernig hafi verið að skipuleggja og setja upp mynd- listarsýningu án þess að geta verið á staðnum. Þórður hlær og segist sem betur fer hafa verið með góða samstarfs- menn. „En það var ákveðin tog- streita að vilja hafa hlutina eins flotta og mögulegt er en geta ekkert lagt fram sjálfur og þurfa að skipa öðrum fyrir,“ segir Þórður og hlær við. Hann hafi fengið að vera með í ráðum eins og hægt var og eins og tæknin leyfði. Við opnun fékk hann að taka einn rúnt um salinn í spjald- tölvu og heilsa gestum. „Það var ljúfsárt,“ segir hann um þá reynslu. – Gastu ekki skálað við gesti heiman frá þér? „Jú, ég gerði það, ég var úti á svölum. Ég bý á Grett- isgötu og sé næstum því yfir í Ás- mundarsal,“ segir Þórður og hlær. Hann segir að gaman hafi verið að sjá hversu margir sendu inn verk og hversu fjölbreytt þau voru. „Það er gaman að sjá þetta koma saman sem eina heild, þetta meikar alveg sens.“ Sýningar af þessu tagi sjást ekki oft í fínni sýningarsölum borgar- innar, verkin unnin hratt og upp- setning frjásleg og sýnendur ekki allir myndlistarmenn, sumir graf- ískir hönnuðir og aðrir ljósmynd- arar, svo dæmi séu tekin. Sum verk- anna eru spaugileg en önnur fúlasta alvara, eins og gefur að skilja. Til í fleiri sýningar Þórður er spurður hvort þeir Viktor gætu hugsað sér að setja upp fleiri sýningar af þessu tagi; með því að óska eftir verkum út frá einni, skýrri og einfaldri hugmynd og hengja upp frjálslega. „Það er klár- lega eitthvað sem við myndum vilja gera en stjörnurnar röðuðust alveg rétt upp í þessu. Þetta er klárlega einhvers konar konsept sem ég væri til í að endurtaka með einhverjum hætti,“ segir Þórður. Þeir Viktor stofnuðu Postprent árið 2008 og geta listamenn komið sínum verkum á framfæri á vefsíðu fyrirtækisins sem er á slóðinni post- prent.is. Hægt er að kaupa verk af ýmsu tagi þar eða öllu heldur út- prentanir af þeim. Fylgdist með af svölunum heima  Samsýning Postprents, Sóttqueen, er fordæmalaus á fordæmalausum tímum  Öll verkin tengjast sóttkví og samkomubanni á tímum COVID-19  Einn skipuleggjenda er ennþá í sóttkví Samstarfsmenn Viktor Weisshappel og Þórður Hrafn Baldursson. Morgunblaðið/Eggert Kórónuveirusýning Á sýningunni Sóttqueen í Ásmundarsal má sjá fjölda verka sem fjalla með einum eða öðrum hætti um ástand undanfarinna vikna, samkomubann og sóttkví vegna COVID-19-farsóttarinnar. Best fyrir Verk Nicholas Grange. Spritt Verk eftir Margréti Lóu Stef- ánsdóttur á sýningunni Sóttqueen. Ljósmynd/Salka Rósinkranz Ármúla 24 • S. 585 2800 www.rafkaup.is MANOLA ljósakróna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.