Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Þór Steinarsson Helgi Bjarnason Sóttvavarnalæknir segir að þeir sem greinast smitaðir af kórónuveirunni séu sífellt minna veikir. Telur hann að það kunni að stafa af því að þeir séu búnir með sín veikindi. „Það gæti líka verið að þróttur sé að fara úr veirunni, hugsanlega. Veikindin hafa verið að minnka eftir því sem liðið hefur á tímann frá 28. febrúar. Það gæti gefið okkur vísbendingar um að veiran sé ekki eins ágeng og slæm en tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir á upplýsingafundi al- mannavarna í gær. Fundurinn var sá síðasti í bili. Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, ákvað að lækka al- mannavarnastig frá neyðarstigi nið- ur á hættustig vegna kórónuveiru- faraldursins. Neyðarstigi almanna- varna var lýst yfir 6. mars sl., eftir að fyrsta smit var staðfest hér á landi. Létt var á samkomutakmörk- unum í gær. Nú mega tvö hundruð koma saman í stað fimmtíu, ýmis starfsemi er leyfið og tveggja metra reglan nú sögð valkvæð. Fylgst með þróuninni Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist hér á landi í fyrradag, sam- kvæmt upplýsingum sem birtar voru á vefnum covid.is um hádegi í gær. Tólf sýni voru tekin og öll greind á sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans. Aðeins sex hafa greinst jákvæðir það sem af er maímánuði. Þórólfur sagði á fundinum í gær að það benti til þess að lítið smit væri í samfélag- inu. Tók hann fram að fróðlegt yrði að sjá hvort rýmkun takmarkana um samkomur og leyfi til að stunda ýmsa starfsemi yrði til þess að smit ykist mikið næstu þrjár vikurnar. Áfram verður fylgst með. Þrátt fyrir að rannsóknir sýni að ákveðin lyf komi í veg fyrir alvarleg veikindi eða fækki dauðsföllum vegna covid-19 er ekki tímabært að tala um byltingu í þeim efnum eða fagna sigri í stríðinu gegn kórónu- veirunni, að mati Þórólfs. Hann var spurður hvort hægt væri að líta svo á að sjúkdómurinn væri ekki eins lífshættulegur og hann var í byrjun faraldurs í ljósi þess að búið væri að finna lyf sem virkuðu gegn sjúk- dómnum auk þess sem aðgerðir lækna væru orðnar þróaðri. Þórólfur sagði að þau lyf sem hefðu sýnt jákvæða virkni gegn sjúkdómnum virkuðu á afmarkaðan hóp sjúklinga og þau væru aðallega notuð á veikustu einstaklingana. Finna þyrfti lyf sem væri hægt að gefa sjúklingum snemma í ferlinu til að koma í veg fyrir alvarlegar afleið- ingar sjúkdómsins og við værum enn sem komið er langt frá því. „Þetta lofar góðu en það er allt of snemmt að fara að fagna sigri,“ sagði hann. Börn smita síður Með því að keyra saman gögn frá Íslenskri erfðagreiningu og gögn frá rakningarteymi almannavarna er búið að staðfesta það sem sóttvarna- læknir sagði í byrjun faraldurs um smit meðal barna. Þetta sagði Alma D. Möller landlæknir á upplýsinga- fundinum. Gögnin sýna að börn fá kórónu- veiruna síður í sig, smita síður frá sér og veikjast minna en fullorðnir. Þessu hefur Þórólfur haldið fram síðan faraldurinn skall á hér á landi en yfirvöld voru gagnrýnd nokkuð fyrir að loka ekki fyrir skólastarf í leikskólum og grunnskólum. Í máli Ölmu kom einnig fram að embætti landlæknis vaktaði ákveðna heilsuþætti landsmanna og ekkert benti til þess að faraldurinn hefði haft neikvæð áhrif á heilsuhegðun eða líðan landsmanna í mars og apr- íl. Þannig mætu fleiri andlega heilsu sína góða eða mjög góða, fleiri væru sjaldan eða aldrei einmana og færri glímdu við mikla streitu eða svefn- leysi. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 23 Útlönd 1 0 Austurland 8 26 Höfuðborgarsvæði 1.315 421 Suðurnes 77 39 Norðurland vestra 35 9 Norðurland eystra 46 74 Suðurland 179 99 Vestfirðir 97 25 Vesturland 44 41 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 58.856 sýni hafa verið tekin 10 einstaklingar eru látnir Enginn á sjúkrahúsi eða á gjörgæslu 3 einstaklingar eru í einangrun 3 eru með virkt smit Fjöldi smita frá 28. febrúar til 24. maí 1.804 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.804 3 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 57% 8,6% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,51% sýna tekin hjá ÍE 20.370 hafa lokið sóttkví757 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit mars 1.791 einstaklingar hafa náð bata Veiran ekki eins ágeng og slæm  Sóttvarnalæknir telur að vægari einkenni gefi vísbendingar um að þróttur sé að fara úr veirunni  Lítið smit í samfélaginu  Almannavarnastig lækkað í gær úr neyðarstigi í hættustig Morgunblaðið/Eggert Kveðjustund Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð var opnuð á ný í gær eftir takmarkanir á umgengni á undanförnum mánuðum, eftir síðasta upplýsingafund almannavarna. Við það tækifæri flutti þríeykið, Víðir, Alma og Þórólfur, lagið Ferðumst innanhúss ásamt höfundi nýja textans, Leifi Geir Hafsteinssyni, fyrir samstarfsfólkið. Ferðafélag Íslands Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 2. júní kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf Stjórnin. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Hljóðið var bara gott í mönnum. Þetta er fyrsti fjarfundurinn sem haldinn er í EES-ráðinu en einn af fjölmörgum slíkum sem ég hef tekið þátt í. Allir eru að eiga við það sama en málin mjakast í rétta átt, rétt eins og hjá okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson ut- anríkisráðherra um fund EES- ráðsins í gær. Hann tekur fram að fjarfundir hafi augljósa kosti en einnig þann galla að menn ræða ekki saman með sama hætti og þegar fólk standi augliti til auglitis. Utanríkisráðherrar Íslands, Nor- egs og Liechtenstein og fulltrúar Evrópusambandsins sátu fundinn. Viðbrögð ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu við kórónuveirufaraldrinum voru í brennidepli. Guðlaugur sagði frá stöðunni hér á landi og hvernig tekist hefði að bæla faraldurinn niður en sagði einnig frá efnahagslegum áhrifum heims- faraldursins. „Ég legg áherslu á mik- ilvægi góðs samstarfs milli ríkja EES-svæðisins í baráttunni við far- aldurinn, meðal annars hvað varðar gagnkvæma aðstoð við heimflutning íbúa sem staddir eru erlendis og með því að efla bein samskipti milli ein- stakra ráðherra EFTA-ríkjanna inn- an EES annars vegar og ESB-ríkja hins vegar,“ sagði Guðlaugur Þór. Síðri aðgangur Fram kemur í tilkynningu utanrík- isráðuneytisins að í ljósi náinna tengsla milli Íslands og ESB hafi ráð- herra sagt óeðlilegt að íslenskar sjáv- arafurðir njóti ekki fulls tollfrelsis við útflutning til ESB-ríkja og sambæri- legar afurðir frá ýmsum ríkjum sem hafi minni tengsl við sambandið. „Þótt við höfum mjög góðan mark- aðsaðgang með sjávarafurðir ríkir ekki fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur Þór við Morgunblaðið, nánar að- spurður um þessi ummæli. Með orð- um sínum er hann að vísa til samn- inga ESB við Kanada og Japan um fullan markaðsaðgang. „Ég hef tekið þetta upp á fundum sem ég hef átt með fulltrúum ESB, bæði í tvíhliða viðræðum og á EES-fundum,“ segir Guðlaugur. Hann benti fulltrúum ESB einnig á að útganga Breta úr ESB breytti þeim forsendum sem voru við gerð samnings Íslands og ESB um við- skipti með búvörur enda færi útflutn- ingur á íslenskum landbúnaðar- vörum á grundvelli samningsins að verulegu leyti til Bretlands. Guðlaug- ur Þór vekur athygli á því í samtali að samningurinn sé um gagnkvæm við- skipti. Þegar stór hluti tollabanda- lagsins fari út sé eðlilegt að endur- skoða hlutina. Engin lína komin í viðræður Utanríkisþjónustan hefur verið að vinna að því að fá gagnkvæma aflétt- ingu lokana á landamærum eftir 15. júní, þegar tilslakanir verða gerðar hér, með skilyrðum. Guðlaugur segir að málið sé enn í deiglunni. Rætt hafi verið óformlega við margar þjóðir. Almennt vilji ríkin stíga varlega til jarðar í þessu efni. Hann segir að ekki séu komnar neinar skýrar línur í málin, hvorki í samtölum við hinar Norðurlandaþjóðirnar né aðrar þjóð- ir. Leggur áherslu á sam- starf EES í baráttunni  Viðbrögð við heimsfaraldrinum í brennidepli í EES-ráðinu Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.