Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2020 Færeyingurinn Adrian Just- inussen hefur komið víða við í umfjöllun íslenskra íþróttafjöl- miðla um helgina enda kannski ekki óeðlilegt þar sem hann setti ótrúlegt heimsmet á sunnudag- inn. Hann skoraði nefnilega þrennu úr aukaspyrnum á aðeins átta mínútum í færeysku efstu deildinni, sem er eiginlega lygi- legt. Gamla serbneska kempan Sinisa Mihajlovic átti metið áður, gerði aukaspyrnuþrennu með Lazio á rúmum tuttugu mínútum árið 1998. Frændi okkar bætti því met- ið um einar 15 mínútur! Það er ekki algengt að klárir auka- spyrnusérfræðingar fái þrjár spyrnur nálægt marki andstæð- ings í einum og sama leiknum, hvað þá á átta mínútum. Íslendingurinn Heimir Guð- jónsson þjálfaði Justinussen síð- ustu tvö ár í Færeyjum og bar honum vel söguna í útvarpsþætti Fótbolta.net. Einnig sagði hann frá því að markaskorarinn væri viti sínu fjær af flughræðslu og hefði hreinlega afboðað sig í verkefni erlendis hennar vegna. Hollendingurinn fljúgandi, Dennis Bergkamp, einn besti framherji allra tíma, er sennilega frægasta dæmið um sparkvissan en flughræddan knattspyrnu- mann. Sá þurfti að skreiðast með öðrum, hægari samgöngum í stóra Evrópuleiki með Arsenal á sínum tíma og stundum missti hann hreinlega af þeim. Justinussen er þó að reyna að vinna bug á hræðslunni sam- kvæmt Heimi og vonandi tekst honum það. Þessi 21 árs gamli framherji mun að öllum líkindum fá að reyna fyrir sér í stærri deild með betra liði, haldi hann áfram uppteknum hætti. Kannski í Val? BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is KR Kristján Jónsson kris@mbl.is Körfuknattleiksdeild KR gekk í gær frá ráðningu á þjálfurum meistara- flokksliða KR sem bæði leika í efstu deild á Íslandsmótinu. Darri Freyr Atlason tekur við karlaliðinu og Spánverjinn Francesco Garcia við kvennaliðinu. Gera þeir báðir tveggja ára samning við KR. Darri lék með KR upp yngri flokka og upp í meistaraflokk. Hann þjálfaði yngri flokka hjá KR og meistaraflokk kvenna áður en hann tók við kvenna- liði Vals eins og frægt er orðið. Með ráðningu Darra er yngt mjög upp í starfsliðinu þar sem Darri er einungis 26 ára gamall eða verður 26 ára á annan í hvítasunnu. Ýmis dæmi eru um að ungir þjálfarar sem aldir eru upp hjá félaginu hafi fengið tæki- færi til að taka við karlaliði KR í körf- unni. Má þar nefna Einar Bollason, Benedikt Guðmundsson, Inga Þór Steinþórsson, fráfarandi þjálfara, og Finn Frey Stefánsson. „Ég tek við KR-liðinu af auðmýkt. Það var magnað að ganga inn í salinn í fyrsta skipti sem þjálfari KR eftir að hafa sett blek á blað. Ábyggilega verður það enn þá magnaðra þegar hægt verður að spila körfubolta. Í lið- inu eru leikmenn sem ég ber mikla virðingu fyrir. Leikmenn sem ég ólst upp með og leikmenn sem ég fylgdist með sem áhorfandi. Sumir þeirra voru stjörnur þegar ég var að alast upp,“ sagði Darri meðal annars þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Horfir fram á við Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, hefur staðið í ströngu að undanförnu en stjórnin ákvað að segja Inga Þór Steinþórssyni upp störfum sem þjálf- ara karlaliðsins og var það gert á fundi 6. maí. Skömmu síðar var til- kynnt að Benedikt Guðmundsson væri einnig á förum frá félaginu en hann lét af störfum sem þjálfari kvennaliðsins skömmu eftir að Ís- landsmótinu var aflýst. „Ég er mjög glaður yfir því að búið sé að koma því í loftið að hér sé komið nýtt þjálfarateymi hjá KR. Það er gott að vera búinn að þessu. Þá get- um við horft fram á við og skipulagt okkur fyrir næsta vetur. Með Darra kemur ný kynslóð í þjálfarateymið og Brynjar er þannig séð kornungur líka og verður yfirþjálfari. Garcia er að- eins eldri og hokinn af reynslu. Ég er mjög spenntur fyrir því að fá hann inn í félagið,“ sagði Böðvar á blaða- mannafundinum í Frostaskjóli í gær en Brynjar Þór Björnsson verður yfirþjálfari yngri flokka. Spurður um ástæður þess að stjórnin sagði Inga upp störfum sagð- ist Böðvar ekki ætla að ræða það opinberlega. „Það voru bara ástæður fyrir því sem ég ætla ekki að fara neitt út í. Það er prívatmál eða innan- hússmál. Þetta varð niðurstaðan,“ sagði Böðvar. Hefur víða þjálfað Eftirmaður Benedikts, Francesco Garcia, virðist áhugaverður kostur þegar ferill hans er skoðaður. Sá spænski hefur þjálfað í efstu deild kvenna í heimalandinu en einnig þjálfað í efstu deildum í Finnlandi og Danmörku. Þá hefur hann haft mikla aðkomu að landsliðum í kvennaflokki. Stýrði landsliði Indlands, U14 ára liði Spánar og var aðstoðarþjálfari U18 ára liðs Spánar. „Þetta er ný áskorun fyrir mig. Ég hef reyndar verið á Íslandi í hálft ár en síðustu tvo mánuðina eða svo hef- ur blundað í mér að snúa mér aftur að meistaraflokksþjálfun. Formaðurinn [Böðvar] hringdi í mig í síðustu viku og við náðum samkomulagi,“ sagði Garcia en eins og hjá karlaliðinu eru leikmannamálin ekki komin á hreint. Ljóst er þó að Hildur Björg Kjart- ansdóttir verður með Val og Daniella Rodriguez segist ætla að snúa sér al- farið að þjálfun hjá Stjörnunni. „Formaðurinn tjáði mér að leik- mennirnir sem eftir væru væru samningsbundnir. Við erum að mínu mati með hóp af góðum leikmönnum. Hildur er auðvitað farin og við eigum eftir að ná í erlenda leikmenn áður en við setjum saman sterkt og sam- keppnishæft lið.“ Þjálfaramál KR frágengin  Veðjað á ungan mann hjá körlunum eins og stundum áður  Öllu reyndari þjálfari tekur við kvennaliðinu  Ástæður uppsagnar Inga eru innanhússmál Morgunblaðið/Eggert Þjálfararnir Francisco Garcia og Darri Freyr Atlason takast í hendur á fundinum í gær. KR » Darri Freyr Atlason tekur við karlaliðinu af Inga Þór Stein- þórssyni. » Francisco Garcia tekur við kvennaliðinu af Benedikt Guð- mundssyni. » Brynjar Þór Björnsson, leik- maður KR, verður yfirþjálfari yngri flokka. Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gísla- son fær ekki að æfa með liði sínu í Þýskalandi, Sandhausen, í kjölfar þess að hann neitaði að lækka laun sín þegar óskað var eftir því við leikmenn liðsins. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og mbl.is hefur staðfestar heimildir fyrir því að þetta sé staðan. Haft var samband við Rúrik en hann kvaðst ekkert geta tjáð sig um mál- ið í bili. Samningur Rúriks við fé- lagið rennur út í lok júní en hann kom til Sandhausen í ársbyrjun 2018 frá Nürnberg. Rúrik fær ekki að æfa með liðinu Ljósmynd/svs1916.de Sandhausen Rúrik Gíslason kom til félagsins í janúar 2018. Körfuknattleiksdeild Ungmenna- félags Álftaness hefur framlengt samning sinn við Hrafn Kristjáns- son, þjálfara meistaraflokks karla, en hann hefur stýrt liðinu síðustu tvö tímabil. Hrafn, sem vann bikara með bæði KR og Stjörnunni, kom liði Álftaness upp úr 2. deildinni og var liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild- inni áður en Íslandsmótinu var af- lýst vegna kórónuveirunnar í vetur. Stjarnan og Álftanes hafa einnig aukið samstarf sitt en nánari um- fjöllun er á mbl.is. Hrafn verður áfram á Álftanesi Morgunblaðið/Eggert Álftanes Hrafn Kristjánsson stýrir liðinu þriðja veturinn í röð. „Skrokkurinn er enn í fínu lagi. Erfitt er að segja til um hversu mörg ár maður á eftir í atvinnumennskunni en líkamlega er ég sennilega betur á mig kominn en þegar ég var tvítugur,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson þegar heimasíða Everton ræddi við hann en nýlega fengu leik- menn liðsins að koma saman til æfinga á æfingasvæði fé- lagsins. Gylfi missti úr tvo leiki í janúar vegna nára- meiðsla sem reyndust ekki alvarleg og á honum má heyra að hann sé vel á sig kominn. „Ég hef enn metnað til að bæta mig og spila í þessum gæðaflokki. Ég hef reynt að halda mér uppteknum eins mikið og hægt er og gera gott úr hverjum degi. En þrátt fyrir að ég hafi æft vel hafa þessar níu vikur verið ansi langar,“ sagði Gylfi en níu vikur eru síðan keppni var frestað á Englandi. Afar gott hljóð í Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson Arnar Guðjónsson þjálfari og Ingi Þór Steinþórsson að- stoðarþjálfari virðast ekki ætla að veðja eingöngu á reynda menn hjá Stjörnunni á Íslandsmótinu í körfu- knattleik næsta vetur. Stjarnan nældi í gær í tvo ung- lingalandsliðsmenn frá Vestra. Þar er raunar um tví- bura að ræða, Hilmi og Huga Halldórssyni, sem eru 196 og 199 cm á hæð. Stjarnan greindi frá þessu á sam- félagsmiðlum í gær. Þrátt fyrir að vera einungis 18 ára hafa þeir látið verulega að sér kveða með Vestra í næstefstu deild síð- ustu tvö tímabil en Vestri hefur verið í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Vestri hefur einnig misst bakvörðinn Nebojsa Knezevic frá sér en hann gekk í raðir Skallagríms fyrir skömmu. Tvíburarnir í Garðabæinn Arnar Guðjónsson Guðrún Jenný Sigurðardóttir og Karen Birna Aradóttir hafa haft fé- lagaskipti úr Fjölni í Hauka í hand- boltanum og verða á Ásvöllum í efstu deild Íslandsmótsins næsta vetur. Haukar tilkynntu félaga- skiptin á samfélagsmiðlum í gær og þar kemur fram að þær geri tveggja ára samning við félagið. Guðrún Jenný er 23 ára línumað- ur, uppalin í Fram en hefur und- anfarin ár verið lykilmaður í liði Fjölnis. Á síðasta tímabili var hún markahæðsti leikmaður liðsins. Karen Birna er 22 ára markmað- ur sem hefur verið aðalmarkvörður Fjölnis undanfarin ár. Fjölnir missir því tvo leikmenn frá sér á einu bretti en liðið er nú sameinað Fylki og kemur sameig- inlegt lið félaganna til með að leika í næstefstu deild. Í síðasta mánuði var tilkynnt að Gunnar Gunnarsson tæki við liði Hauka af Árna Stefáni Guðjónssyni. Karen Birna Aradóttir Guðrún Jenný Sigurðardóttir Haukar fá tvo leikmenn úr Grafarvogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.