Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 4
Lárus Sigurður Lárusson lögmaður fagnaði á fimmtudag niðurstöðu Lands- réttar sem felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms um að víkja honum úr starfi skipta- stjóra þrotabús Þórodds ehf. „Ég var aldrei sáttur við niðurstöðu héraðsdóms, hún var röng og það liggur nú fyrir,“ sagði Lárus. „Þetta er mikil hreinsun af þeim athuga- semdum sem gerðar voru við mín störf,“ bætti Lárus við. Salka Sigmarsdóttir nemi í Menntaskólanum við Sund er meðal þeirra fram- haldsskólanema sem fengu að mæta aftur til skóla eftir að hafa stundað heimanám um langa hríð. „Ég man varla hvernig það er að vera í skólanum svo ég veit ekkert hvernig ég er að fara að haga mér á morgun, ég veit bara að ég er ekkert smá spennt,“ sagði Salka af þessu tilefni. „Fyrir marga hefur fjarnám hentað vel varðandi skipulag og svoleiðis, en hjá mér er það ekki þannig.“ Daði Bergsson pípari og fótboltamaður hefur eignast ein- býlishús við Undra- land í Fossvogi sem staðið hefur lengi autt og verið lýst sem draugalegu. „Grunnur- inn er sterkur þó það þurfi alveg á ást og umhyggju að halda,“ sagði Daði, sem ásamt Stefaníu Eir Einarsdóttur, kærustu sinni, og stórfjölskyldunni er tekinn til við endurbætur á húsinu. „Það er engin aðkeypt vinna enn þá,“ tók Daði fram. Þrjú í fréttum Skiptastjóri, staðnám og draugabani 271 duftker með líkamsleifum fólks eftir bálfarir bíður eftir að verða sótt hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. 9 prósent lána hjá íslensku við- skiptabönkunum voru í van- skilum í október, sem er hæsta hlutfall vanskila í sjö ár. 653 míkrógrömm á rúmmetra mældist vera magn svifryks á Grensásvegi eftir miðnætti á gamlárskvöld. Heilsuverndarmörk miða við 50 míkrógrömm. 75 prósent þeirra sem af- stöðu tóku í könnun Zenter fyrir Fréttablaðið telja að árið 2021 verði betra en árið 2020. 9.369 Nýir fólksbílar voru skráðir á Íslandi í fyrra. Það er rúmlega 20 prósentum færri bílar en árið 2019. TÖLUR VIKUNNAR 03.01.2021 TIL 09.01.2021 ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla. Úrval af felgum fyrir Jeep® og RAM Upphækkunarsett í Wrangler Upphækkunarsett í RAM Falcon demparar ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00 ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI BREYTINGAR Á JEEP®, RAM OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI STJÓRNMÁL Þing kemur saman 18. janúar og hefst þá lokaskorpan fyrir þingkosningar sem boðað hefur verið til 25. september. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segist pollróleg. „Við höfum bæði verið dugleg að klára mál og svo þarf maður bara að vera raun- sær eins og ástandið er.“ Katrín segir þegar búið að upp- fylla fjölmörg markmið í stjórnar- sáttmálanum. Þá hafi f lestir skiln- ing á því að faraldurinn hafi haldið fólki uppteknu við önnur og stærri verkefni en menn hafi séð fyrir. „En þetta verður tiltölulega langt þing, alveg fram í júní, þannig að það er nægur tími,“ segir Katrín. Vel hafi gengið fyrir jól og ráðherrar hafi komið tímanlega með mál og vinnan í þinginu gengið vel. „Ég var til dæmis mjög ánægð með að sjá hvernig þinginu gekk að fást við fæðingarorlofið fyrir áramót.“ Katrín nefnir hins vegar nokkur stór mál eins og miðhálendisþjóð- garð, frumvarp um sameiningu sveitarfélaga, fjölmiðlastuðning og f leira. „Auðvitað eru þetta mál sem þurfa umræðu, en ég held við höfum bæði rúman tíma og að væntingar séu raunsæjar.“ Aðspurð segir Katrín að einnig séu stór mál á dagskrá sem unnin hafi verið í öðru ferli en á vettvangi ríkisstjórnarinnar. „Frumvörp um breytingar á stjórnarskrá koma inn í þingið skömmu eftir að það kemur saman nú í janúar og mælt var fyrir breyt- ingum á kosningalögum fyrir jólin. Bæði þessi mál hafa fengið góðan undirbúning og mikla vinnu á kjör- tímabilinu og því ætti alveg að vera f lötur á að klára þau,“ segir Katrín. Fréttablaðið ræddi við þingmenn úr röðum stjórnarf lokkanna sem voru sammála um að töluverðs taugatitrings gætti nú þegar meðal þingmanna meirihlutans. Kosn- ingastress sé komið í hópinn. Sjálf- stæðismönnum þykir ólíklegt að einhver í þeirra hópi sjái ástæðu til að styðja frumvarp um miðhálend- isþjóðgarð, enda myndi það draga töluvert úr líkum á því að þeir nái endurkjöri. Fáir í meirihlutanum styðji frum- varp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í núverandi mynd og gera þyrfti verulegar málamiðlanir til að ná því í gegn, sem allir yrðu jafn óánægðir með. Þá þykja Vinstri græn ekki lík- leg til að styðja herta löggjöf um útlendinga og hælisleitendur, sér- staklega ekki rétt fyrir kosningar. Öll þessi frumvörp muni þó koma til umræðu og meðferðar í þinginu, þótt litlar líkur séu á góðum árangri. adalheidur@frettabladid.is Katrín pollróleg og raunsæ fyrir lokasprett tímabilsins Þing kemur saman síðar í janúar. Búast má við að stjórnarflokkarnir hugsi meira hver um sig í aðdrag- anda kosninga. Snúið gæti reynst að ná samstöðu um hálendisþjóðgarð, fjölmiðla- og útlendingamál. Faraldurinn hefur óneitanlega sett svip sinn á störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auðvitað eru þetta stór mál sem þurfa umræðu, en ég held við höfum bæði rúman tíma og að væntingar séu raunsæjar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra. 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.