Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 43
— EMBÆTTI
ORKUMÁLASTJÓRA
Embætti forstöðumanns Orkustofnunar, orkumálastjóra,
er laust til umsóknar en ráðherra ferðamála-, iðnaðar og
nýsköpunar skipar í það til fimm ára frá 1. maí 2021.
Stofnunin er leiðandi á sviði orkumála og gegnir lykilhlut-
verki í að fylgja eftir Orkustefnu landsins og samþætta hana
við aðrar stefnur stjórnvalda og þarfir heimila og atvinnulífs.
Orkumál varða grundvallarhagsmuni Íslands í efnahagslegu,
umhverfislegu, samfélagslegu og alþjóðlegu tilliti.
Orkumálastjóri þarf að hafa góða leiðtogahæfileika, vera
framsýnn og skapandi í hugsun, með ríka hæfni í samskipt-
um og samvinnu og hafa metnað til að leiða Ísland í átt að
sjálfbærri orkuframtíð í samræmi við Orkustefnu landsins.
Umsóknarfrestur er til og
með 12. janúar 2021.
Embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna
og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna, laust til umsóknar.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar í embættið
til fimm ára frá 1. apríl 2021.
Stofnunin er sjálfstæð rannsókna- og ráðgjafarstofnun
sem heyrir undir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Stofnunin á í víðtæku samstarfi við innlendar og erlendar
rannsóknastofnanir, atvinnulíf og samfélag.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika,
er framsýnn í hugsun, hefur sýnt hæfni í samskiptum
og samvinnu og býr yfir metnaði til að ná árangri í þágu
almennings og atvinnulífs.
— EMBÆTTI FORSTJÓRA
HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR
Umsóknarfrestur er til og
með 19. janúar 2021.
Nánari upplýsingar og hæfniskröfur
má finna á www.starfatorg.is