Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 10
BRETLAND Netglæpamenn hafa
nýtt sér upplýsingaóreiðu vegna
útgöngu Bretlands úr Evrópusam-
bandinu til þess að svíkja fé út úr
fólki. Þetta bætist við aukna net-
glæpi í landinu samfara faraldr-
inum. Aukningin í ár er 20 prósent.
Eitt það helsta sem glæpamenn-
irnir nýta sér er hið nýja heilbrigð-
istryggingakort, GHIC, sem leysir
af hólmi evrópska tryggingakortið,
EHIC. GHIC gildir þó aðeins fyrir
Evrópusambandslöndin 27 en ekki
Ísland og önnur EFTA-lönd eins og
EHIC gerði.
Bretar geta sótt um GHIC-kort
ókeypis hjá breska heilbrigðiskerf-
inu en fjöldi vefsíðna rukkar fyrir
að sækja um kortið og lýgur að
fólki um umsóknarferlið. Google
eyddi fjölda auglýsinga þessara
síðna af leitarvél sinni eftir að bent
var á þetta.
„Þegar auglýsingar brjóta skil-
yrði okkar fjarlægjum við þær,“
segir í yfirlýsingu Google. Síð-
urnar eru þó enn sýnilegar á leitar-
vélinni.
Á síðunum er ranglega sagt að
umsókn um GHIC sé f lókið og
tímafrekt ferli og fólk er vanalega
rukkað um 30 pund, eða rúmlega 5
þúsund krónur, fyrir þá „þjónustu“
að útvega kortið.
Bankinn Barclays gaf í desember
út viðvörun til fyrirtækja og ein-
staklinga um að netglæpir myndu
lík lega aukast til muna eftir
útgönguna og fólk þyrfti að vera á
varðbergi. Ætti þetta sérstaklega
við um lítil fyrirtæki sem hefðu
ekki burði til öf lugra netvarna.
„Fyrirtækjaeigendur sem þekkja
ekki þær nýju reglur sem taka gildi
við útgönguna gætu átt í erfið-
leikum með að gera greinarmun
á raunveruleikanum og svindli,“
segir Jim Winters, yfirmaður svika-
deildar Barclays.
Winters segir algengt að net-
glæpamenn nýti sér óvissu og leggi
út f leiri net.
Algengasta aðferðin sem glæpa-
menn hafa notað í faraldrinum
er beituárásir (e. phising), það er
að villa á sér heimildir til þess að
veiða bankaupplýsingar, lykilorð
og f leira frá fólki. Af öllum net-
glæpum árið 2020 voru þessir
glæpir 42 prósent, og á síðasta hálfa
ári hefur beituárásum fjölgað um
79 prósent. Fjórðungur glæpanna
var falskar sölusíður þar sem fólki
voru seldir hlutir sem voru ekki til.
Bretar og bresk fyrirtæki eru
ekki einu fórnarlömbin sem net-
glæpamenn herja á.
Þeir sem stunda mikil viðskipti
við Breta eru einnig í hættu, til
dæmis nágrannar þeirra Írar.
Írlandsbanki gaf út viðvörun fyrir
áramót vegna þessa. Vegna mikill-
ar óvissu þyrftu fyrirtæki að vera
sérstaklega á varðbergi. Algengt sé
að glæpamenn þykist vera breskir
birgjar eða viðskiptamenn og seg-
ist vilja að greiðslur berist á nýjan
reikning vegna útgöngunnar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Netglæpamenn
herja á Breta
eftir útgönguna
Bankar í Bretlandi og fleiri ríkjum búast við mikilli
aukningu netglæpa eftir að Bretland gekk úr ESB.
Nýtt sé óvissa almennings og smárra fyrirtækja um
nýjar reglur. Meðal annars hafa glæpamenn rukkað
fyrir heilbrigðisþjónustuskírteini, sem eru ókeypis.
Barclays og fleiri bankar hafa varað við netglæpum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Öryggisíbúðir Eirar til langtíma leigu
Grafarvogi Reykjavík
Eir öryggisíbúðir ehf.
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700
Hafið samband í síma 522 5700 milli 8 og 16 virka daga eða
pantið gögn og nánari upplýsinar ásamt skoðun
á netfangið sveinn@eir.is
Tveggja og þriggja herbergja vandaðar öryggisíbúðir Eirar til
leigu í Grafarvogi, Reykjavík.
Eirborgir, Fróðengi 1—11, 112 Reykjavík.
Eirarhús, Hlíðarhúsum 3—5, 112 Reykjavík.
• Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri
aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn
geti búið lengur heima.
• Öryggisvöktun allan sólarhringinn.
• Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð.
• Góðar gönguleiðir í nágrenninu.
Fyrirtækjaeigendur
sem þekkja ekki
þær nýju reglur sem taka
gildi við útgönguna gætu átt
í erfiðleikum með að gera
greinarmun á raunveruleik-
anum og svindli.
Jim Winters,
yfirmaður svikadeildar Barclays
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir
samstarfsverkefnum
Þjóðleikhúsið vill efna til skapandi samstarfs við
leikhópa utan leikhússins í þeim tilgangi að efla
sviðslistir í landinu.
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að
leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi
leikhússins við leikhópa, leikárið 2021-2022.
Umsóknum skal skila fyrir 4. febrúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar má finna á heimsíðu
Þjóðleikhússins leikhusid.is
Þjóðleikhúsið | Hverrsgötu 19 | 101 Reykjavík | 551 1200 | leikhusid.is
TYRKLAND Fornleifafræðingar á
vesturhluta Tyrklands hafa fundið
hof frá sjöttu öld fyrir Krist helgað
grísku frósemisgyðjunni Afródítu.
Teymið sem uppgötvaði hofið fann
hluta af styttu af konu, höggmynd
af kvenmannshöfði og áletrun þar
sem ritað er „Þetta er heilagt svæði“.
„Þessi fundur bendir til að það
hafi verið sértrúarsöfnuður á svæð-
inu,“ segir Elif Koparal, fornleifa-
fræðingurinn sem leiddi teymið,
í viðtali við tyrkneska dagblaðið
Hürriyet. „Söfnuðir tileinkaðir
Afródítu voru vinsælir á þessum
tíma.“
Teymi Koparal fann fyrst vís-
bendingar um hofið árið 2016,
þegar það vann að rannsóknum
á leifum frá ýmsum byggðum frá
síðasta árþúsundi. Mörg hof voru
byggð til heiðurs Afródítu, einna
helst á Kýpur og grísku eyjunni
Kýtereu.
Forna borgin Afródisías var
nefnd eftir gyðjunni og stóð þar
sem nú er Tyrkland. Borgin er í dag
á heimsminjaskrá UNESCO. – atv
Fundu ævafornt
hof Afródítu
Frá Afródisías í Tyrklandi.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð