Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 22
Kristborg Bóel býr í lítilli, fallegri íbúð í Norðurbæ Hafnar-fjarðar ásamt yngsta syni sínum, sex ára.„Getum við munað eftir að tala um mikilvægi góðra stjúptengsla?“ Þannig hljóðuðu skilaboð sem Bóel, eins og hún er oftast kölluð, sendi mér þegar ég var á leiðinni til hennar. Sonurinn hafði vaknað hálfslappur og því ekki ráðlagt að hann færi í skólann og þar sem barnsfaðir Bóelar býr ásamt „hinni mömmunni,“ eins og Bóel sjálf kýs að kalla konu hans, í þar næsta húsi var það auðsótt að drengurinn færi til hennar í dag á meðan Bóel sinnti viðtali og myndatöku. Vináttan grípur mann alltaf Á fimmtudagskvöldið hóf göngu sína í Sjónvarpi Símans þáttaröðin Vinátta undir stjórn Bóelar, en hug- myndina fékk hún ásamt vinkonu sinni sólríkan dag sumarið 2019 þar sem þær sátu á kaffihúsi. Bóel hafði þá nýlokið við að skila af sér sjónvarpsseríunni Ást sem sýnd var á sömu stöð síðasta haust, en fleira var ekki í pípunum. „Þrjár konur upp úr áttræðu komu þá að og settust saman, við María vinkona mín dáðumst að þeim og fylgdumst með þegar ein fór inn og kallaði til vinkvenna sinna: „Stelpur eigum við kannski að fá okkur hvítvín?“ María leit þá á mig, sem hafði nýsleppt orðunum að mig langaði að gera aðra sjónvarpsseríu, en vissi bara ekki um hvað, og sagði: „Ástin getur komið og farið en það sem grípur mann alltaf er vináttan!“ Ég hringdi beint í Pálma Guð- mundsson stjórnanda Sjónvarps Símans og bað hann um fund sem ég svo mætti á með nánast aðeins eitt orð: Vinátta. Hann hafði trú á hugmyndinni enda ótrúlegt að enginn hafi gert sjónvarpsþætti um vináttu.“ Bóel fékk svo Sagafilm til að sinna framleiðslu þáttanna og um síðustu áramót settist hún niður með Álf- heiði Mörtu Kjartansdóttur, leik- stjóra og Tinnu Jóhannsdóttur sem er yfir dagskrárdeildinni og varð afraksturinn sex þættir um vinátt- una frá fjölmörgum hliðum. Í sex barna bekk í grunnskóla Bóel er fædd og uppalin á Stöðvar- firði og í 10. bekk var hún send á Eiða í heimavistarskóla, en vegna fámennis var grunnskólinn á Stöðv- arfirði ekki með 10. bekk. „Við vorum bara sex krakkar í bekknum, fjórar stelpur og tveir strákar. Það var því ekkert sér- stakt val um vini,“ segir Bóel, sem þó heldur enn góðu sambandi við Hörpu, eina bekkjarsysturina. „Það má segja að hún þekki mig best allra minna vina enda þekkt mig lengst. En ég er þó ekkert á því að æskuvinátta sé alltaf hið æðsta form vináttu. Í seinni tíð kynnist maður frekar fólki sem líkist manni sjálfum, enda er það oftast í gegnum vinnu eða áhugamál og á ég fjöl- margar vinkonur sem ég hef kynnst á fullorðinsárum. Meira að segja á ég einn mjög góðan strákavin en við reyndum upphaf lega að vera kærustupar árið 2015,“ segir Bóel í léttum tón og bætir við að fljótt hafi komið í ljós að þau ættu að vera eitt- hvað allt annað en par. „Ég kem úr lítilli fjölskyldu í litlu þorpi en þráði alltaf stóra, ítalska fjölskyldu. Bræður mínir tveir eru töluvert eldri en ég svo ég elst upp sem nokkurs konar einkabarn. Þó þeir hafi alltaf passað upp á mig voru þeir tveir nánir og ég bara þetta litla skrípi sem þeir skildu ekki. Ég lít því á mína nánustu vini sem hluta af minni fjölskyldu og til að mynda er María vinkona skráð sem minn nánasti aðstandandi ef eitthvað kemur upp á,“ útskýrir Bóel, en alkóhólismi og ákveðið afskiptaleysi sem oft tengist honum, einkenndu æsku hennar og upp- vöxt. Beið eftir að komast burt „Eftir að ég komst til vits og ára hefur mér oft liðið eins og ég hafi dottið niður í vitlaust hreiður. Eins og storkurinn hafi hreinlega misst mig niður á rangan stað. Það er svo oft sem ég hef ekki skilið þau og þau ekki mig, hugmyndir okkar og leiðir í lífinu hafa aldrei samræmst,“ segir Bóel um sína nánustu fjölskyldu. „Þau hafa öll búið fyrir austan alla tíð; bræður mínir eru trillusjómenn og mamma vann alltaf í verslun- inni. Þetta er auðvitað bara frábært og nægir þeim en ég gat aldrei beðið eftir að komast burt,“ segir hún og tekur fram að þannig sé hún þó ekki að hallmæla neinum enda þyki henni afar vænt um fjölskyldu sína. Vináttan grípur mann alltaf Kristborg Bóel Steindórsdóttir lauk nýverið við gerð sjónvarpsþátta um vináttu. Vinir eru hennar fjölskylda jafnt sem ættingjar, en hún ólst upp á alkóhólísku heimili og leið sem hún hefði dottið ofan í rangt hreiður. Kristborg Bóel hefur stundað mikla sjálfsvinnu undanfarin ár eftir tvo skilnaði, þrot og uppgjör við erfiða æsku. ADHD-greining á fullorðinsárum breytti að hennar sögn öllu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bóel ólst upp á Stöðvarfirði. Þar leið henni aldrei nægilega vel, nú hefur hún komið sér og syni sínum vel fyrir í snoturri íbúð í norðurbæ Hafnarfjarðar. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.