Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 26
Ég fór að kaupa mér upp-skriftir og læra að hnýta og svo lagði vinkona mín til eftir að hafa keypt af mér hengi að ég myndi byrja að selja verkin. Mér fannst þá tilvalið að safna fyrir brúðkaupinu mínu og það var alveg nóg að gera. Fólki fannst það einhvern veginn skemmtilegra að versla af mér af því að þau voru að kaupa til að styrkja „málefnið“ ef það má kalla það það,“ segir Guðný og hlær. Guðný hafði þá ekki hnýtt mac- rame lengi. Aðeins í þrjá mánuði. Hún segir að þannig hafi henni tekist að safna nógu af peningum og svo var brúðkaupið haldið í Tré- kyllisvík á Ströndum sumarið 2019. Á þeim tíma þegar Guðný og Símon giftu sig var hún rekstrar- stjóri Kaffibarsins og varði því miklum tíma í miðbænum. Maður- inn hennar, auk þess að vera sprútt- sali hjá fyrirtækinu Mekka Wines and Spirits, er plötusnúður og stýrir meðal annars Funkþættinum sem er alla fimmtudaga á X-inu 97,7. Því segir Guðný það hafa verið þeirra meginmarkmið að komast eins langt frá miðbænum og hægt var til að gifta sig. „Við vildum komast eins langt frá miðbænum og við gátum. Það var markmiðið. Við vorum búin að vera að leita í mörg ár að stað sem að kostaði ekki hönd og fót og þar sem við gætum verið með eigið áfengi,“ segir Guðný. 400 km akstur í brúðkaup Hún segir að á endanum hafi þetta verið um 100 manna brúðkaup og margir gestanna hafi í fyrsta sinn verið að ferðast svona langt frá mið- bænum. „Þetta var þvílíkt partí og það var fullt af fólki úr miðbænum sem hafði aldrei komið út fyrir Reykja- vík nema til útlanda, en keyrði yfir 400 kílómetra á Strandir í brúð- kaup. Þetta er fólk sem er alltaf til í gott partí og það voru allir úti að dansa og geggjað gaman,“ segir Guðný. Spurð hvernig þau hafi rambað á þessa staðsetningu segir Guðný að maðurinn hennar, Símon Guð- mundsson, hafi verið á Ströndum í söluferð og hún með og þau töluðu við hótel Djúpavík en að þau hafi þetta ár, 2017, ekki tekið við brúð- kaupum. Þau hafi svo talað við konur sem hafi séð um kaffihúsið á Norðurfirði og enduðu einhvern veginn svo í félagsheimilinu í fal- legu Trékyllisvík. Guðný hefur frá brúðkaupinu haldið áfram að hnýta macrame en segir þó að komið hafi smá pása. „Það var mikið að gera í vinnunni og svo skráði ég mig í fjarnám með vinnu. En svo hætti ég að nenna að henda fólki út af Kaffibarnum og hætti alveg í vinnunni og hélt áfram í náminu,“ segir Guðný en um jólin útskrifaðist hún af viðskipta- og hagfræðibrú í Keili. Gömul list sem gengur í hringi Guðný hafði starfað á Kaffibarnum í um 11 ár og taldi því tímabært að hætta þar. Hún stefnir á áframhald- andi nám í viðskiptafræði en ætlar í millitíðinni að einbeita sér að hnút- ÉG HEF FENGIÐ SÉRPANT- ANIR UPP Á STÓR VERK OG ÞAÐ ER ÞAÐ SKEMMTI- LEGASTA SEM ÉG GERI. ÞAÐ TEKUR OFT TÍMA AÐ GERA ÞAU, ENDA VERÐA ÞAU SVOLÍTIÐ DÝR. Safnaði fyrir brúðkaupi Guðný Jónsdóttir hefur undanfarin ár hnýtt macrame, eða hnýtilist og hnýtti meðal annars stór og lítil verk til að safna fyrir sveitabrúðkaupi sem hún og Símon, maðurinn hennar, héldu 2019 í Trékyllisvík á Ströndum. Guðný útskrifaðist um jólin en ætlar nú að einbeita sér að hnýtilistinni. Í brúðkaupinu sem haldið var í Trékyllisvík á Ströndum. Að ofan má sjá hengið sem Guðný gerði sjálf fyrir brúðkaupið MYND/BRYNJAR SNÆR Hengið sem Guðný bjó til fyrir brúðkaupið. MYND/GUÐNÝ Guðný einbeitir sér að hnýtilistinni eftir að hún hætti að nenna að henda fólki út af Kaffibarnum FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI unum. Hún segir að það hafi verið mikil fjölgun macrame-hnýtara í kórónaveirufaraldrinum „Það eru allir að gera þetta núna. En það er alveg frábært. Það eru f leiri að f lytja inn efni því það er ekki hægt að nota hvað sem er. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Þetta er gömul list og gengur í hringi,“ segir Guðný. Hún segir að það sé gaman að finna eitthvað sem aðrir eru ekki að nota og að hún taki vel eftir því á Instagr am að það sé mikil keppni meðal hnýtara um hver sé fyrstur með uppskriftirnar eða að nota þau efni sem eru til. Guðný segir að hún sjálf fylgi sjaldan uppskriftum heldur fái hún innblástur. „Ég hef fengið sérpantanir upp á stór verk og það er það skemmti- legasta sem ég geri. Það tekur oft tíma að gera þau, enda verða þau svolítið dýr. En auðvitað eru litlu verkin dýrmæt og skemmtileg líka. Mér finnst skemmtilegast að fá að leika lausum hala. Ég nefni því verkin ekki neinu nafni heldur gef þeim númer,“ segir Guðný. Flókin verk taka margar vikur Á Instagram má sjá að verkin eru nærri 70 talsins en að sögn Guðnýj- ar eru þau í raun um 200 sem hún er búin að annað hvort selja eða gefa. Hún segir að það fari eftir fjölda hnúta hversu lengi hún er með verkið en það taki allt frá þremur til fjórum klukkustundum upp í nokkra daga. „Fyrir f lóknari verk þarftu alveg tvær til þrjár vikur,“ segir Guðný. Hægt er að fylgja Guðnýju á Face- book og Instagram, undir nafninu Vogahnútar. Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is 9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.