Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 18
Í huga margra er janúar ekki tíminn til hjólaferða en með því að setja nagla undir hjól-ið eru hjólreiðafólki f lestir vegir færir.„Naglar á reiðhjóli gera
hjólreiðar mjög öruggar jafnvel í
glerhálku þótt auðvitað þurfi að
miða hraða og beygjur við aðstæð-
ur,“ segir Árni og Sesselja bætir
við að alla jafna sé best að vera á
nöglum ef hálka er úti eða útlit fyrir
hálku. „Ef það er þíða geta menn
sem best sleppt nöglunum, jafnvel
um hávetur.“
Markmiðið með laugardags-
vetrarferðunum segja þau vera að
hittast og sjá hversu auðvelt sé að
hjóla í bænum.
„Að hjóla getur verið félagslegur
viðburður. Þegar maður hjólar með
öðrum verður það alltaf í góðra
vina hópi jafnvel þótt menn þekk-
ist lítið þegar lagt er af stað,“ segir
Sesselja.
Ferðirnar hefjast upp úr klukkan
tíu annan hvern laugardagsmorgun
og eru hjólaðar mismunandi leiðir
um borg og bý eftir rólegum götum
og stígum í eina til tvær klukku-
stundir.
„Oft er auglýstur einhver sér-
stakur áfangastaður eða eitthvað
sem við skoðum á leiðinni og oft-
ast tengist það einhverju varðandi
hjólreiðar, samgöngur eða skipu-
lag,“ segir Árni.
Nóg að mæta með hjól
Bæði eru þau sammála um að ferð-
irnar eigi að henta flestum sem hafa
aðgang að hjóli og treysta sér til að
hjóla nokkra kílómetra.
„Mikið er lagt upp úr spjalli, sam-
veru og rólegri ferð. Það má segja
að þessar ferðir séu ekki hugsaðar
sem ferðir til hjólaæfinga. Það sem
kannski gerir þessar ferðir aðeins
öðruvísi en hjá öðrum er að við
hjólum jafnt á rólegum götum eins
og á stígum enda eru götur með 30
kílómetra hámarkshraða hentugar
til hjólreiða og reiðhjólið er öku-
tæki sem ætlast er til að sé notað á
götunum,“ útskýrir Sesselja.
Fyrsta laugardagsferðin var farin
2. október árið 2010 og hefur þeim
síðan verið haldið úti alla vetur frá
byrjun október til enda apríl. Þau
segja fjölbreyttan hóp hafa mætt
í gegnum tíðina en að f lestir séu á
aldursbilinu 40-70 ára.
„Við vildum gjarnan sjá f leira
yngra fólk. Tíminn var hugsaður
svo fjölskyldufólk gæti skotist í
hjólaferð og átt síðan tímann eftir
hádegið með fjölskyldunni,“ segir
hún.
„Það er oft sama fólkið sem mætir
heilan vetur og sumir koma jafnvel
vetur eftir vetur. Það er samt ekki
markmiðið í sjálfu sér, þvert á móti
er sóst eftir nýju fólki í hvert skipti.“
Ekki þarf sérstakan útbúnað
til að taka þátt, nóg er að eiga hjól
og henta ferðirnar öllum gerðum
hjóla.
Ekki farið hratt yfir
„Það er ekki farið hratt yfir og hraði
miðaður við hægasta mann,“ segir
Árni. „Það er kannski best að fólki
líði vel á hjólinu sínu og gott að vera
á nagladekkjum ef það er hálka.
Þægilegur og hæfilega hlýr fatnaður
er góður til að klæða sig í. Það er gott
að vera vel búinn til handa og fóta
því kuldinn mæðir mest á þessum
útlimum. Yfir háveturinn er svo gott
að hafa ljós á hjólinu að framan og
aftan þótt það eigi að heita að það
sé dagur þegar ferðirnar eru farnar.“
Letin rak mig á hjólið
Árni er formaður Landssamtaka
hjólreiðamanna. „Ég byrjaði að
hjóla sem barn en hætti um 14 ára
aldurinn en byrjaði svo aftur 21
árs á þriggja gíra DBS-hjóli sem ég
keypti mér. Ég hafði labbað úr og í
skóla og vinnu frá fyrstu tíð og var
einfaldlega fljótari á hjólinu. Letin
rak mig á hjólið,“ segir Árni í léttum
tón.
Hefur ekki stoppað
Sesselja hefur unnið að fjölmörgum
verkefnum til að hvetja til hjól-
reiða undir merkjum Fjallahjóla-
klúbbsins, Landssamtaka hjól-
reiðamanna og Hjólafærni. Hún fór
ekki að stunda hjólreiðar fyrr en á
fullorðinsárum þegar hún f lutti í
Laugarneshverfið. „Þá var Hjólað
í vinnuna að hefjast og ég hjólaði
af stað og hef varla stoppað síðan.
Ég er nánast eingöngu á rafmagns-
hjólum nú til dags, nytjahjólum,
rafskútum og einstaka sinnum á
hefðbundnu hjóli.“
Auðvelt að hjóla í bænum
Þau Árni Davíðsson og Sesselja Traustadóttir hafa um árabil unnið að hvatningu til aukinna hjólreiða hér á
landi og í vetur standa þau enn eitt árið fyrir hjólatúr frá Hlemmi annan hvern laugardag og eru allir velkomnir.
Þau Árni og
Sesselja hafa
unnið saman
frá árinu 2007
að hvatningu til
aukinna hjól-
reiða en einnig
hefur Árni séð
um ástands-
skoðun reið-
hjóla í skólum,
á vinnustöðum
og víðar undir
merkjum Dr.
Bæk. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Þetta er ellefta árið sem staðið er fyrir laugardagshjólaferðunum og hefur fjölbreyttur hópur mætt. MYND/AÐSEND
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
AÐ HJÓLA GETUR VERIÐ
FÉLAGSLEGUR VIÐBURÐUR.
ÞEGAR MAÐUR HJÓLAR
MEÐ ÖÐRUM VERÐUR ÞAÐ
ALLTAF Í GÓÐRA VINA
HÓPI JAFNVEL ÞÓTT MENN
ÞEKKIST LÍTIÐ ÞEGAR
LAGT ER AF STAÐ.
Fyrsta ferðin
9. janúar – Hjólað um mið-
borgina
Í fyrstu ferðinni eftir áramót
er ætlunin að hjóla um mið-
borgina og sjá hvernig hún er að
þróast fyrir þá sem hjóla. Hjólað
verður í um einn og hálfan tíma
og stoppað nokkuð víða.
Nánari upplýsingar:
lhm.is/hjolaferdir.
9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN