Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 82
ÞÁ ÁTTAÐI ÉG MIG Á
ÞVÍ AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ
MINNSTA KOSTI TVENNT
SAMEIGINLEGT: ÞAÐ AÐ FÍLA
DANSTÓNLIST OG FARA Í SUND.
EN ÉG HAFÐI SAMT EKKI
HUGMYND UM AÐ HANN VÆRI Í
MÍNU LIÐI Á ÞEIM TÍMAPUNKTI.
Tómas Oddur
Þe i r Tóm a s O d du r Eiríksson og Tomás Palat opna nú nýja hár-greiðslustofu, HárTékk, sem er skemmtileg skír-skotun í fæðingarland
Tomásar. Hann vann lengi á einni
virtustu hársnyrtistofu Tékklands.
Þeir héldu áfram að rekast hvor á
annan í miðbænum, þar til þeir
áttuðu sig á að það væri mögulega
skrifað í stjörnurnar. Tómas hefur
getið sér gott orð sem jógakennari
síðustu árin.
Jóga fyrir stirða
„Ég hef fengist við ýmislegt í gegn-
um tíðina þar sem áhugasviðið er
ansi breitt. Þegar ég var á mennta-
skólaaldri var ég mikið í leiklist,
söng og dansi og stefndi í listnám.
Tók þó f ljótlega aðra stefnu og fór
í landfræði þar sem ég hafði líka
áhuga á umhverfismálum en það
sem tók hug minn varð á endanum
jóga. Ég byrjaði sem iðkandi árið
2010 og fann þá loksins hreyfingu
sem ég fílaði. Einnig fannst mér
heimspekin, hugleiðslan og nálg-
unin í heild sinni afar heillandi og
gagnleg,“ segir Tómas Oddur.
Tómas fór svo f ljótlega í jóga-
kennaranám, byrjaði að kenna og
er núna meðeigandi að Yoga Shala
Reykjavík. Hann stofnaði líka við-
burðafyrirtækið Yoga Moves þar
sem hann blandaði saman jóga,
dansi, raftónlist og hugleiðslu.
„Ég hélt úti vikulegum tímum
í mörg ár en hef einnig gert stærri
viðburði í Hörpu, Gamla bíói, Hofi
Akureyri og í New York. Þá fæ ég
mikið af vinnu, gæsa- og steggj-
unarhópum sem vilja koma og gera
sér glaðan dag á heilnæman hátt.
Undanfarið hef ég einbeitt mér
að námskeiðinu Jóga fyrir stirða
stráka sem hefur fengið mjög góðar
viðtökur. Núna er ég líka að byrja
í markþjálfunarnámi til að bæta
við mig þekkingu og verkfærum til
að fara í dýpri vinnu með fólki því
þar liggur ástríðan,“ segir Tómas
Oddur.
Heldur farsæla tónlistarhátið
Kærasti hans, Tomás Palat, er upp-
runalega frá Brno í Tékklandi.
Hann byrjaði að læra hárgreiðslu
aðeins 15 ára gamall og hóf að starfa
sem klippari um 18 ára aldur. Þeir
opna nú saman hárgreiðslustofuna
HárTékk við Óðinsgötu 2.
„Samhliða hárgreiðslunni stund-
aði ég BS-nám í listfræði og lista-
sögu við Masaryk-háskóla í Brno
og lauk svo meistarapróf árið 2017
í menningar- og viðburðastjórnun.
Ég fór af stað með tónlistarhátíðina
Okolojeles í heimalandi mínu fyrir
um sjö árum síðan sem og hef hald-
ið hana á hverju ári ásamt teyminu
mínu þar. Það hefur verið virkilega
gefandi að sjá hana vaxa og fá góð
ummæli, enda selst alltaf upp,“
segir Tomás.
Hátíðin, sem fer fram í fallegum
skógi, einkennist af jaðartónlist,
raftónlist, tilraunakenndri tónlist
og ýmsum listrænum gjörningum.
„Ég hef lært mjög mikið af því að
stýra þessu. Sem hárgreiðslumaður
starfaði ég í tólf ár á Edward scissor-
hands í Brno, sem er ein af virtustu
hársnyrtistofum í Tékklandi. Eig-
andi stofunnar hefur fengið mörg
verðlaun og viðurkenningar. Á
þessum tíma tók ég reglulega þátt í
kennslu, tískusýningum, keppnum
og ýmsum tengdum verkefnum,“
segir hann.
Ákvað að breyta til
Sérsvið Tomásar eru krullur, enda
með krullur sjálfur.
„Ég elska að vinna með fólki og
skapa og móta hár. Ég legg áherslu
á náttúrulegt útlit og að fræða fólk
um hvað sé best fyrir heilsu hárs
þess. Tek alltaf samtal í byrjun og
reyni að mæta þörfum og óskum
hvers og eins,“ bætir hann við.
Fyrir tveimur árum ákvað hann
að breyta til og f lytja til Íslands.
Tomási langaði að kynnast ann-
arri menningu og komast nær nátt-
úrunni.
„Ég elska útivist og fjallgöngur. Ég
hef líka mikinn áhuga á hreyfingu
en ég hef stundað brasilísku bar-
dagalistina Capoeira í um 13 ár.“
Tómas og Tómás segja skondna
sögu að baki því hvernig þeir
kynntust, þeir hafi bókstaf lega
rekist á hvor annan á skemmtistað
í miðbænum.
„Það var þá sem við sáumst í
fyrsta skipti en mættumst svo
aftur í Sundhöllinni deginum eftir.
Þá áttaði ég mig á því að við ættum
að minnsta kosti tvennt sameigin-
legt: það að fíla danstónlist og fara
í sund. En ég hafði samt ekki hug-
mynd um að hann væri í mínu liði
á þeim tímapunkti. Svo hélt kosm-
ósið áfram að leiða okkur saman
því næst sá ég hann á Húð og kyn,
sem var hálf vandræðalegt en samt
gott að vita að hann hugsaði um
heilsuna,“ segir Tómas Oddur.
Það var síðan á skemmtistaðnum
Kaffibarnum sem Tómas Oddur
nálgaðist loks Tomás og benti á hve
fyndið það væri að þeir væru alltaf
að mætast.
„Ég hugsaði einfaldlega að þetta
bara hlyti að þýða eitthvað. Ég
kynnti mig, sagðist heita Tómas og
hann sagði f lissandi: „Ég heiti líka
Tomás!“ Kvöldið endaði með kossi
og við skiptumst á símanúmerum.
Fórum f ljótlega á deit og í apríl
í fyrra vorum við farnir að vera
saman.
Við komumst að því að við eigum
margt sameiginlegt, sérstaklega
hvað varðar mat. Við hlæjum að
því hvað við erum ástríðufullir
þegar kemur að mat en það er líka
það eina sem við rífumst um,“ segir
Tómas Oddur og skellihlær.
Getur skapað rugling
Þeir viðurkenna að það geti vissu-
lega skapað rugling að heita nánast
sama nafninu.
„Það er pínu fyndið að heita
sama nafninu og kalla á maka sinn
sínu eigin nafni en þó ekkert rugl-
andi. Meira ruglandi fyrir fólkið í
kringum okkur, þau eru að reyna
að finna gælunöfn á okkur til að
aðgreina hvern þau eru að kalla á.
Tommi, Tómsító, TomTom. Nöfnin
eru þó smá mismunandi, sem sagt
hvar komman er Tómas og Tomás,“
segir Tomás.
Þeir segja fólki oft finnast það
voðalega krúttlegt þegar þeir
kynna sig, heitandi svona líkum
nöfnum.
„Við erum nokkuð vissir um að
það muni alltaf vera þannig og
okkur þykir bara vænt um það.
Okkar samband einkennist af
miklum sameiginleika, ekki bara
í skírnarnafni heldur líka í áhuga-
málum en svo er ekki nema mánuð-
ur á milli okkar í aldri, erum báðir
drekar í kínverskri stjörnuspeki
og það má finna f leiri nýaldar-
tengingar.
Svo er margt í okkar fari líkt og ég
held við séum góður spegill hvor á
annan. Við erum alltaf að læra hvor
af öðrum og bæta okkur sem mann-
verur,“ segir Tómas Oddur.
steingerdur@frettabladid.is
Við erum
alltaf að læra
hvor af öðrum
Parið Tómas Oddur Eiríksson og Tomás
Palat héldu áfram að rekast hvor á annan
fyrir tilviljun. Tómas Oddur segist ekki
hafa áttað sig á í fyrstu að Tomás væri í
hans liði, eins og hann orðar það. Þeir rífast
nánast aldrei nema þá um mat og standa
nú fyrir opnun nýrrar hársnyrtistofu.
Báðir segjast þeir miklir áhugamenn um mat og matargerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ