Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þegar for-
ystumaður
þjóðar hagar
sér þannig er
það varla
nokkuð
nema land-
ráð.
Jón
Þórisson
jon@frettabladid.is
Til eru þeir sem telja Bandaríkin vöggu lýðræðis. Fráfarandi forseti hefur fátt gert til að styrkja landið í sessi í þeim efnum. Þvert á móti hefur hann ólmast eins og óþægur krakki í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í nóvember
gegn þeirri niðurstöðu sem þar fékkst, því hann gat
ekki horfst í augu við vilja meirihluta kjósenda.
Enn lifir rúm vika af valdatíð Trumps í Hvíta
húsinu. Þar hefur hann setið sleitulaust í fjögur ár og
þaðan hefur hann staðið fyrir hverju furðumálinu
á fætur öðru. Veggurinn sem hann vildi setja upp
á landamærunum við Mexíkó var sennilega fyrsta
dellumakið og fleiri voru á sömu lund. Í fersku minni
er þruglið í forsetanum og fálmið þegar heimsfar
aldurinn tók að breiðast um landið og má leiða að því
rök að þau viðbrögð hafi kostað mannslíf.
Vera má að Trump hafi komið einhverju góðu til
leiðar en vitleysan yfirskyggir það allt, ef eitthvað er.
Steininn tók svo úr á miðvikudag þegar stjórnlaus
rumpulýður ruddist inn í þinghúsið í Washington
þar sem deildir þingsins voru í óðaönn að staðfesta
niðurstöðu forsetakosninganna – allt að áeggjan for
setans, sem jós olíu í allar áttir á eld andspyrnu gegn
lýðræðinu. Yfirlýsingar hans um að viðurkenna ekki
úrslit kosninganna og að þau hafi verið illa fengin,
mögnuðu upp múgæsinguna sem leiddi til að gerð
var árás á þinghúsið og tilræði gert gegn lýðræðinu.
Á þessu ber Trump einn ábyrgð með innistæðulaus
um ásökunum, sem hefur verið hrundið fyrir hverjum
dómstólnum á fætur öðrum. Þegar forystumaður
þjóðar hagar sér þannig er það varla nokkuð nema
landráð. Þetta mál og aðdragandi þess hefur hlotið
fordæmingu þjóðarleiðtoga um allan hinn vestræna
heim. Núlifandi fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna
eru meðal þeirra sem fordæmt hafa atlöguna.
Lýðræði er sáttmáli þjóðar og þegar leiðtogi
henn ar, jafnvel þó á förum sé, vegur beinlínis að
þeim sáttmála getur illa farið. Brestir í sáttmálanum
sem af því hljótast geta kynt bál svo stórkostlega að
ekkert fáist við ráðið. Borgarastríð hefur brotist út af
minna tilefni.
En atburðirnir í þinghúsi Washingtonborgar í
vikunni eru ekki einsdæmi og ekki þarf að líta langt
til að finna eins konar hliðstæðu. Veturinn 2008 var
ófriðlegt á Austurvelli. Daglega safnaðist þar saman
fólk sem fann reiði sinni útrás með því að berja í
búsáhöld og gera hróp að þinghúsinu og þeim sem
þar voru inni. Þetta var viðkvæm staða og menn
óttuðust stigmögnun. Ekki síst að ráðist yrði inn í
þinghúsið.
Og að því kom þegar hópur fólks ruddi sér braut
þangað inn. Framganga þingmanns var til umfjöll
unar í fjölmiðlum á þessum tíma og gagnrýndi
formaður Landssambands lögreglumanna hann
fyrir framgöngu hans við mótmælin. Í stað þess að
fylgja tilmælum um að halda sig frá gluggum hússins
hafi þingmaðurinn staðið úti við glugga og hvatt
mótmælendur til dáða. Síðar varð þessi þingmaður
ráðherra.
Þeir leynast víða landráðamennirnir.
Landráð
Sögur eru ekki allar skrifaðar á blað. Sumar lifa aðeins í hugum fólks. Slíkur skáldskapur getur þó fuðrað upp jafnfljótt og pappír á bókabrennu.
Öldungadeildarþingmaðurinn James Lankford
stóð hnarreistur í þinghúsinu í Washington síðast
liðinn miðvikudag við upphaf ræðu þar sem hann
hugðist krefjast þess að úrslitum forsetakosninganna
yrði hnekkt. Hann hafði ekki fyrr hafið upp raust
sína en aðstoðarmaður stöðvaði hann og hvíslaði:
„Mótmælendur eru komnir inn í bygginguna.“ Lank
ford, heitur stuðningsmaður Trumps og samsæris
kenninga hans um kosningasvik, virtist brugðið við
fréttir af innrás skoðanasystkina sinna. „Takk fyrir,“
sagði hann skelkaður og bjóst til að f lýja þingsalinn.
Það sem ekki er til
Fyrir um 70.000 árum varð stökkbreyting í heila
mannsins. Í kjölfarið tóku tungumálahæfileikar
tegundarinnar óvæntum framförum. Í stað þess að
tjá sig aðeins um það sem við blasti í raunheimum
– tré, steina, vatnsból og ljón sem lágu í leyni – fór
maðurinn að geta tjáð sig um hluti sem ekki voru til í
alvörunni. Hann fór að spinna upp sögur.
Í metsölubók sinni Sapiens – mannkynssaga í
stuttu máli leiðir ísraelski sagnfræðingurinn Yuval
Noah Harari að því líkur að hæfileiki mannsins til
uppspuna liggi yfirburðum hans til grundvallar.
Harari segir þennan eiginleika valda því að maður
inn geti unnið í stærri hópum en nokkur önnur dýra
tegund. Þúsundir, jafnvel milljónir einstaklinga, geti
sameinast um sögu og unnið að sameiginlegu mark
miði í krafti hennar. Sem dæmi um sögur, hluti sem
ekki séu til í alvörunni heldur fyrirfinnist aðeins í
sameiginlegum hugarheimi mannsins, nefnir Harari
þjóðríki, lög, guð, peninga og lýðræði.
En hvernig fær maður fólk til að trúa á eitthvað sem
er ekki til? Regla númer eitt samkvæmt Harari er að
viðurkenna aldrei að um uppspuna sé að ræða.
Blind trú
Í vikunni ruddust stuðningsmenn Donalds Trump
Bandaríkjaforseta inn í Bandaríkjaþing. Kölluðu
margir uppátækið tilraun til valdaráns. Árásin var
gerð að áeggjan forsetans sjálfs, en vikum saman
hefur hann haldið fram tilhæfulausum stað
hæfingum um að kosningasvindl hafi kostað hann
sigur í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvem
ber síðastliðnum. Fáir innan Repúblikanaflokksins
fordæmdu lygilegar ásakanir Trumps opinberlega.
Margir sáu þvert á móti hag sínum borgið að fylkja
sér að baki forsetanum og éta þær upp eftir honum.
Það virtist ekki skipta menn máli þótt þeir væru
röngum megin sögunnar, svo lengi sem þeir sjálfir
komust á spjöld hennar.
En lygar hafa afleiðingar. Það er ekki hægt að pönk
ast endalaust í lýðræðinu og ætlast til að það haldi.
Síðastliðinn miðvikudag tóku loks að renna tvær
grímur á Repúblikana. Eftir fólskulega árás á hjarta
lýðræðisins hætti fyrrnefndur James Lankford við að
mótmæla kjöri Joes Biden í embætti forseta, eins og
hann hafði ætlað sér. Starfslið Trumps í Hvíta húsinu
segir nú upp störfum í hrönnum. Repúblikanar kepp
ast loks við að afneita Trump. Þykir mörgum seint í
rassinn gripið. Þarna fari brennivargar klæddir sem
slökkviliðið.
Lýðræðið er saga, hugarburður mannsins. Það
er hins vegar rangt hjá Yuval Noah Harari að til
að viðhalda því þurfum við að fela þá staðreynd.
Þvert á móti stafar lýðræðinu ekki meiri ógn af
neinu en einmitt blindri trú á tilvist þess. Ekkert er
lýðræðinu hættulegra en þegar við förum að halda
að það sé náttúrulögmál, óhagganleg staðreynd.
Lýðræðinu er ógnað þegar við gleymum því að það
er skáldskapur, samningur manna á milli sem þarf
að heiðra svo að hann haldist í gildi. Um leið og við
hættum að virða leikreglur lýðræðisins fuðrar það
upp.
Brennivargar í
slökkviliðsbúningi
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
9 . J A N Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN