Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.01.2021, Blaðsíða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. SagaPro er alíslensk og rót-gróin vara, en hún var upp-runalega þróuð í Háskóla Íslands af Sigmundi Guðbjarnar- syni, fyrrverandi rektor, og kom fyrst á markað árið 2005. „Síðan þá hefur verið gerð ein klínísk rannsókn á SagaPro og þar kom í ljós að sá hópur innan rannsóknarinnar sem var með ofvirka blöðru hafði mikil not fyrir SagaPro og næturþvaglátum fækkaði,“ segir Lilja Kjalarsdóttir, framkvæmdastjóri SagaNatura, framleiðanda SagaPro, en hún er með doktorsgráðu í líf læknisfræði (e. biomedicine). „Áður var talið að varan virkaði aðallega fyrir karla og blöðruhálskirtil, en þessar niðurstöður kollvörpuðu hug- myndum okkar. Þar sem við töldum vöruna bara virka fyrir karla voru allir þátttakendur í rannsókninni karl- menn en það hefur komið í ljós að þetta hefur sömu áhrif á ofvirka blöðru hjá konum og í dag eru 50% notenda konur,“ segir Lilja. „Það er frábært að geta boðið upp á þessa vöru því það er svo margt fólk sem glímir við það vandamál að þurfa að vakna oft á nóttunni til að pissa. Það er ekki mikið rætt um þetta vandamál, en talið er að tíu pró- sent af mannkyni þjáist af tíðum þvaglátum í einhverju formi og þetta hefur áhrif á alla aldurshópa, þó að tíðnin aukist með aldrinum. Þetta getur haft mikil áhrif á svefn og lífsgæði og til dæmis hindrað fólk í útivist og öðru, þar sem er ekki greiður aðgangur að klósetti. Um þessar mundir erum við að gera aðra klíníska rannsókn í Madríd, þar sem við einblínum á ofvirka blöðru hjá körlum og konum, alls 200 manns,“ segir Lilja. „Því miður hefur rannsóknin tafist vegna COVID-19 en við von- umst eftir niðurstöðu í vor og það verður rosalega spennandi að upp- lýsa um lokaniðurstöðurnar þegar þar að kemur.“ Vistvæn og þægileg áskrift „SagaPro er er stærsta varan í KeyNatura-vörulínunni og fæst í öllum apótekum og mörgum mat- vælaverslunum, en á síðasta ári höfum við einnig byggt upp öfluga áskriftarleið,“ segir Lilja. „Fólk getur einfaldlega fengið áfyllingar- poka inn um lúguna sína til að fylla á dósirnar sínar. Þá þarf fólk ekki að hugsa um þetta eða muna eftir þessu og þetta er vistvænna en að kaupa alltaf nýjar dósir. Þetta hefur gengið gífurlega vel og viðskiptavinir eru allir mjög ánægðir með þessa þjónustu. Áskriftin er í boði fyrir alla sem eru með kreditkort og áskrifendur fá ekki bara fría heimsendingu inn um lúguna, heldur líka 15% afslátt,“ segir Lilja. „SagaPro er undir KeyNatura vörumerkinu en var áður undir SagaMedica vörumerkinu. SagaPro hefur sér- stætt útlit, en það er í áldósum. Við höfum lagt mikið upp úr fallegri hönnun á dósunum okkar, svo að fólk sé ekki að fela þær inni í fæðu- bótarefnaskápnum með hinum plastdósunum, því þá gleymist þetta. Ég er með mínar dósir við kaffivélina og tek þetta alltaf á morgnana og með því að fá þetta sent heim er hægt að vera vist- vænni og það verður auðveldara að muna að taka alltaf skammtinn sinn.“ Slakar á blöðruvöðvunum „SagaPro er búið til úr íslenskri ætihvönn sem er handtínd úti í Hrísey og við fáum svo þurrkuðu blöðin send til okkar hingað í Hafnarfjörð þar sem við búum til extrakt sem er svo þurrkað og úr verður SagaPro innihaldsefnið,“ segir Lilja. „Í aðdraganda nýju, klínísku rannsóknarinnar höfum við gert rannsóknir á extraktinu og greint öll lífvirku efnin og prófað þau á þvagblöðrumódeli. Þannig höfum við fundið nokkur efni sem sýna áhrif á að slaka á blöðruvöðvunum, en við það verður meira rúm fyrir þvag í blöðrunni. Fólk sem er með ofvirka blöðru er ekki með neitt minni blöðru en aðrir, hún er bara viðkvæmari og fólki líður eins og því sé mál þó að blaðran sé ekki full. Þannig að SagaPro minnkar ekki magnið sem fólk pissar, heldur geta þau gert það sjaldnar og þá meira í einu. Fólk spyr okkur oft „hvert fer pissið eiginlega?“,“ segir Lilja kímin. „Eitt af þeim efnum sem við fundum er mjög óalgengt og bara í fáeinum plöntum og því hafði okkur yfirsést það í mörg ár,“ útskýrir Lilja. „En það hefur slakandi áhrif á blöðruvöðvana og nú erum við búin að sækja um einkaleyfi á að nota það fyrir ofvirka blöðru. Það styrkir okkar stöðu og sérstöðu fyrir útrás á SagaPro, en við stefnum á stór- felldan útflutning á ætihvönn í formi fæðubótarefnis fyrir ofvirka blöðru.“ Auðvelt er að skrá sig í SagaPro áskrift á https://www.keynatura. com/askrift-2/ eða með því að hringja í síma 562 8872. SagaPro er stærsta varan í KeyNatura vörulínunni og fæst í öllum apótekum og mörgum mat- vælaverslunum, en á síðasta ári hefur einnig verið byggð upp öflug áskriftar- leið. Nú geta viðskiptavinir fengið áfyll- ingar sendar inn um lúguna mánaðarlega með afslætti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIG- TRYGGURARI SagaPro er alíslensk vara og búin til úr íslenskri ætihvönn sem er hand- tínd úti í Hrísey. MYND/AÐSEND Svona gengur áskriftarkerfið fyrir sig. Í fyrstu sendingu fá viðskiptavinir dós með 60 töflum og í framhaldi af því koma áfyllingar. MYND/AÐSEND Framhald af forsíðu ➛ Talið er að tíu prósent af mann- kyni þjáist af tíðum þvaglátum í einhverju formi. Lilja Kjalarsdóttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . JA N ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.