Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 20202
Bóndadagurinn er á föstudaginn
og hvetjum við alla þá sem eiga
bónda í sínu lífi að gleðja hann í til-
efni dagsins. Þó er vert að minna á
að til að sýna umhyggju þarf ekki
að fara fram úr hófi í eyðslu. Að
verja tíma með þeim sem mað-
ur elskar, jafnvel að útbúa góða
máltíð eða smá dekur, getur sýnt
væntumþykju sem er meira virði
en veraldleg gæði.
Á morgun er spáð suðvestan og
vestanátt 15-23 m/s og éljagang-
ur verður, en léttskýjað austan-
lands. Frost 0-4 stig. Á föstudag er
útlit fyrir suðvestlæga átt 5-13 m/s
og snjókoma eða él, en þurrt aust-
anlands. Vægt frost. Vaxandi suð-
austanátt sunnanlands um kvöld-
ið með snjókomu og hægt hlýn-
andi veðri. Á laugardag verð-
ur hvöss austlæg átt, slydda með
suðurströndinni en annars snjó-
koma. Hiti 0-3 stig syðst en annars
vægt frost. Á sunnudag er útlit fyrir
hvassri suðvestlægri átt, snjókomu
norðvestanlands framan af degi en
annars hægari og él en bjart með
köflum austanlands. Kónandi veð-
ur. Á mánudag er útlit fyrir hæga
austlæga átt og bjartviðri í flestum
landshlutum. Kalt í veðri.
Í síðustu viku spurðum við lesend-
ur á vef Skessuhorns hvort þeir
segi frekar pylsa eða pulsa. Puls-
an sigraði naumlega með 54% at-
kvæða á móti 46% sem pylsan
fékk.
Í næstu viku er spurt:
Hvaða náttúruvá óttast þú mest?
Fjöldi Vestlendinga kynnti ferða-
þjónustu í landshlutanum á
Mannamóti markaðsstofanna sem
haldið var á fimmtudaginn í Kópa-
vogi. Brosmildir ferðaþjónar sem
tóku fagnandi á móti gestum og
nýju ári eru Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Setja upp
löggæslumynda-
vélar
AKRANES: Bæjarráð Akra-
neskaupstaðar hefur fyrir sitt
leyti samþykkt tillögu skipu-
lags- og umhverfisráðs þar
sem fjallað er um drög að
samningi um að koma upp
eftirlitsmyndavélum við að-
komuleiðir að bænum. Kostn-
aði vegna verkefnsins er áætl-
aður allt að fjórar milljónir
króna. Að sögn Ragnars Sæ-
mundssonar, formanns skipu-
lags- og umhverfisráðs, er um
að ræða myndavélar sem taka
ljósmyndir af þeim ökutækj-
um sem aka að bæjarfélag-
inu. Einungis Neyðarlínan og
lögregla munu hafa aðgang
að myndunum í eftirlitsskyni.
-mm
Fasteignaviðskipti
í desember
VESTURLAND: Á Vestur-
landi var 48 kaupsamningum
um húsnæði þinglýst í des-
embermánuði. Þar af voru 22
samningar um eignir í fjölbýli,
14 samningar um eignir í sér-
býli og 12 samningar um ann-
ars konar eignir. Heildarvelt-
an var 1.912 milljónir króna
og meðalupphæð á samning
39,8 milljónir króna í þess-
um viðskiptum. Af þessum 48
samningar voru 28 um eignir á
Akranesi. Þar af voru 18 samn-
ingar um eignir í fjölbýli, átta
samningar um eignir í sérbýli
og tveir samningar um annars
konar eignir. Heildarveltan
var 1.370 milljónir króna og
meðalupphæð á samning 48,9
milljónir króna. -mm
FVA féll úr leik
AKRANES: Fjölbrautaskóli
Vesturlands beið lægri hlut
gegn liði Borgarholtsskóla í
16 liða úrslitum spurninga-
keppninnar Gettu betur á
Rás2 á fimmtudagskvöld. Við-
ureigninni lauk með 21-16
sigri Borghyltinga og hefur
FVA því lokið keppni í Gettu
betur að þessu sinni, síðast lið
Vesturlandsskólanna. Lið FVA
skipuðu þau Guðmundur Þór
Hannesson, Amalía Sif jessen
og Karl Ívar Alfreðsson. -kgk
Bestla byggir á
Þjóðbraut 3
AKRANES: Á fundi bæjar-
stjórnar Akraness síðastliðinn
þriðjudag var samþykkt sam-
hljóða afgreiðsla bæjarráðs frá
því í desember að úthluta lóð-
inni Þjóðbraut 3 til Bestla Þró-
unarfélags ehf. Um er að ræða
fjölbýlishús með verslunar- og
þjónusturými á neðstu hæð.
Húsið tilheyrir svokölluðum
Dalbrautarreit. Bestlu er nú
með í byggingu fjölbýlishús á
næstu lóð við hliðina, við Dal-
braut 4. -mm
Veðurhorfur
Á tólfta tímanum að kvöldi síðasta
þriðjudags féllu alls þrjú stór snjó-
flóð á Vestfjörðum; tvö á Flateyri
og eitt úr fjallinu handan Suður-
eyrar í Súgandafirði. Það flóð olli
flóðbylgju sem skall á höfninni og
strandlengjunni við þorpið á Suð-
ureyri. Enginn slasaðist á Suðureyri
en eignatjón er talsvert. Á Flateyri
féllu tvö stór snjóflóð með tveggja
mínútna millibili um svipað leyti.
Annað úr Skollahvilt en hitt úr
Innra-Bæjargili. Flóðvarnargarð-
ar í hlíðinni ofan við þorpið tóku
það mesta úr báðum flóðunum, en
þó fóru spýjur yfir garðinn. Í öðru
tilfellinu lenti flóð á húsi við Ólafs-
tún. Fjórir voru þar inni; kona og
tvö ung börn sluppu en unglings-
stúlka grófst undir snjó í herbergi
sínu. Heimamenn í björgunarsveit-
inni höfðu snör handtök og tókst að
grafa niður á stúlkuna á innan við
hálftíma. Var hún lítið slösuð. Hlúð
var að henni, fyrst í sundlaug stað-
arins, en síðar var hún flutt á sjúkra-
húsið á Ísafirði. Önnur slys urðu
ekki á fólki. Hins vegar er eigna-
tjón á Flateyri gríðarlegt, einkum
á höfninni þar sem flóðið olli flóð-
bylgju sem sökkti flestum bátunum
sem þar voru, skemmdi flotbryggju
og sópaði með sér olíutönkum og
öðru lauslegu. Einnig varð tjón á
landi á bílum, mannvirkjum, gám-
um og fleiru.
Mikill viðbúnaður var settur í
gang strax um kvöldið og neyðar-
stigi lýst yfir. Það þýðir hæsti for-
Þrjú stór snóflóð féllu á Vestfjörðum
Meðfylgjandi mynd úr höfninni á Flateyri tók Steinunn Guðný Einarsdóttir og birtist hún á fjölmiðlum strax á þriðjudags-
kvöldið.
gangur allra björgunar- og við-
bragðsaðila sem í hlut eiga. Svæðis-
stjórn Almannavarna á Vestfjörðum
var samstundis virkjuð sem og Sam-
hæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð.
Ófært var landleiðina milli byggða á
Vestfjörðum vegna fannfergis í kjöl-
far óveðurs dagana á undan. Varð-
skipið Þór var statt í Ísafjarðarhöfn
og var skipið sent af stað strax um
miðnætti með mannskap og búnað
til Flateyrar. Mikinn óhug setti að
íbúum á þessum svæðum Vestfjarða
enda fannfergi mikið og einangrun
vegna veðurs og ófærðar.
Myndir sem birtust strax um
nóttina frá höfninni á Flateyri vitna
vel um það tjón sem þar hafði orð-
ið, þegar allir bátar slitnuðu frá
bryggju, nokkri sukku og smábáta-
bryggjan hreinlega sópaðist burtu.
Ljóst er að fjölmörgum var afar
brugðið við þau tíðindi sem fóru
að berast á rafrænum fjölmiðlum
undir miðnætti um kvöldið. Frétta-
menn Stundarinnar eru vel tengd-
ir Flateyri og sögðu fyrstu fréttir á
vef sínum. Aðrir fjölmiðlar ræstu
út mannskap og smám saman fóru
línur að skýrast hjá þeim sem voru
að fylgjast með tíðindum að vest-
an þá um nóttina. Strax af fréttum
Stundarinnar varð umfang flóðanna
ljóst og þegar komið var vel framyf-
ir miðnætti gátu margir andað léttar
þegar ljóst þótti að ekki hafði orðið
manntjón. Hins vegar voru aðstæð-
ur víða á Vestfjörðum með þeim
hætti að veruleg snjóflóðahætta var
áfram. Því gilti áfram neyðarstig
sem Almannavarnir lýstu yfir.
Mikið starf hefur á undangeng-
inni viku verið unnið á Flateyri
við verðmætabjörgun og hreinsun.
Byrjað er að ná bátum upp úr höfn-
inni en veður hafa þó tafið verkið.
Fjölmargir hafa lagt leið sína vestur
til aðstoðar og einnig til að meta að-
stæður og veita ýmsa aðstoð. Meðal
annarra snjóflóðafræðingar, fulltrú-
ar úr ríkisstjórn, en ekki síst björg-
unarsveitir sem lagt hafa félögum
sínum í Sæbjörgu lið, en heima-
sveitin vann þrekvirki allt frá því
fyrra flóðið féll á þorpið.
Talsverður óhugur er í fólki vegna
þessara atburða. Hinn voldugi snjó-
flóðagarður á Flateyri hefur reynst
of lítill fyrir flóð af þessari stærð. Þá
hafa flóðin fyrir vestan kallað á um-
ræðu um þá þéttbýlisstaði sem búa
enn við snjóflóðaógn og hafa ekki
fengið varnarmannvirki sett upp. Í
ofanflóðasjóði er tuttugu milljörð-
um króna óráðstafað.
mm
Tekist hafa samningar
milli Sjúkratrygginga Ís-
lands og rekstraraðila 43
hjúkrunarheimila í land-
inu um rekstur og þjón-
ustu hjúkrunarheim-
ila. Samningslaust hefur
verið frá 2019. Samið var
við hvern og einn rekstr-
araðila, í stað ramma-
samnings, en samning-
arnir eru engu að síð-
ur samhljóða og taka
til 2.468 hjúkrunar- og
dvalarrýma í landinu.
Andvirði þeirra nem-
ur um 32,5 milljörðum króna á
ári fyrir ríkið á verðlagi þessa árs.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur staðfest samningana
sem gilda til árloka 2021. En for-
svarsmenn Samtaka fyrirtækja í
heilbrigðisþjónustu og samninga-
nefnd sveitarfélaga er langt frá því
að vera sátt við fyrrgreindan samn-
ing og segir að þeim hafi verið stillt
upp við vegg af hálfu ríkisins.
Aflsmunar beitt
Í kjölfar tilkynningar ráðuneytis-
ins um rekstur og þjónustu hjúkr-
unarheimila sendi samninganefnd
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu og Sambands íslenskra sveit-
arfélaga frá sér yfirlýsingu í gær.
Þar segir að fyrrgreind samninga-
gerð við ríkið hafi byggt á viðræð-
um milli SÍ annars vegar og sam-
eiginlegrar samninganefndar Sam-
taka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu (SFV) og Sambands íslenskra
sveitarfélaga (Samband ísl. sv.) hins
vegar. „Sú ákvörðun að gera þessa
samninga var samninganefnd SFV
og SÍS erfið og var í raun umdeild
innan hjúkrunarheimilanna af ýms-
um ástæðum. Meginástæðan er að
sá samningur sem hjúkrunarheim-
ilin hafa nú gert er mikil afturför
frá fyrri samningi sem gilti árin
2016 til 2018. Í þessum nýja samn-
ingi er ekki gert ráð fyrir að bætt
verði við fjármunum til að mæta
aukinni þjónustuþörf þeirra ein-
staklinga sem munu þurfa að nýta
sér þjónustu í hjúkrunar- og dval-
arrýmum á samningstímanum. Í
því felst að ef íbúar eins hjúkrun-
arheimilis þurfa aukna þjónustu
vegna heilsufarsástæðna, þá mun
fjármagn vegna þjónustu við íbúana
ekki verða aukið í réttu hlutfalli
við þörfina. Greiðslur vegna þjón-
ustu við íbúa sem hafa sömu þjón-
ustuþörf og áður, munu
lækka. Þetta gallaða kerfi
var notað af hálfu ríkis-
ins við útdeilingu fjár-
muna áður en gerður
var þjónustusamningur
við hjúkrunarheimilin
árið 2016. Nýr samning-
ur felur í sér afturhvarf
til þess kerfis og gengur
gegn því sjónarmiði að
greiðslur fylgi þjónustu-
þegum og í samræmi við
þeirra þörf,“ segir í yf-
irlýsingu Samtaka fyr-
irtækja í velferðarþjón-
ustu og SÍS og jafnframt tekið skýrt
fram að samninganefndirnar hafi
á engan hátt verið sáttar við þessa
niðurstöðu.
„Meginástæða þess að sú ákvörð-
un var tekin að skrifa undir samn-
ing nú var sú afstaða ríkisins að um
216 milljónir króna af fjárveitingu
sem ákvörðuð var með fjárlögum
fyrir árið 2019 til reksturs hjúkr-
unarheimila, yrði ekki greidd nema
gerður yrði samningur. Þá væri
óljóst með einingarverðshækkan-
ir og aðrar greiðslur á árinu 2020,
ef ekki yrði samið og SÍ myndu
setja heimilunum gjaldskrá. Samn-
ingsstaða hjúkrunarheimila var því
engin. Aðstöðumunur samnings-
aðila við samningsborðið er mik-
ill og aflsmunar beitt. SFV hafa,
ásamt öðrum þjónustuveitendum í
heilbrigðisþjónustu, gagnrýnt mjög
þessa útfærslu ríkisins við fjár-
mögnun heilbrigðisþjónustu.“ mm
Samið um rekstur og
þjónustu hjúkrunarheimila