Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202022
Hryllingsmyndahátíðin Frostbi-
ter verður haldin á Akranesi nú
um mánaðamótin. Hátíðin hefst
föstudaginn 31. janúar næstkom-
andi og lýkur sunnudaginn 2.
febrúar. Að hátíðinni standa sem
fyrr hjónin Ársæll Rafn Erlings-
son og Lovísa Lára Halldórs-
dóttir á Akranesi. Verður þetta í
fjórða sinn sem þau gangast við
hátíðarhöldunum, en nú í fyrsta
sinn á þessum tíma árs. Undanfar-
in skipti hefur hátíðin farið fram
í nóvember, en Ársæll segir að sú
tímasetning hafi ekki hentað nægi-
lega vel og því hafi þau ákveðið að
færa hana að mánaðamótum janú-
ar og febrúar. Hátíðin hefur vaxið
jafnt og þétt milli ára og komandi
hátíð verður sú stærsta hingað til.
„Núna verða sýndar um 25 mynd-
ir frá tólf löndum á hátíðinni, allt
frá stuttmyndum sem eru tvær
mínútur upp í hryllingsmyndir í
fullri lengd,“ segir Ársæll í sam-
tali við Skessuhorn. „Gaman er að
segja frá því að frítt er á alla við-
burði hátíðarinnar, en þó verðum
við með varning til sölu á hátíð-
inni, s.s. peysur og húfur og fleira
slíkt til styrktar hátíðinni svo hún
geti haldið áfram að vaxa og orð-
ið stærri og betri,“ segir Ársæll, en
hátíðin hefur einnig notið styrkts
úr Uppbyggingarsjóði Vestur-
lands.
Heimsfrumsýnt
á hátíðinni
Von er á fjölmörgum erlendum
gestum á hátíðina að þessu sinni,
auk margra innlendra sem er-
lendra leikstjóra sem fylgja sínum
myndum. Sýnt verður í Tónbergi
og í keilusal íþróttahússins við
Vesturgötu. „Sérstök partísýning
verður á myndinni Frostbiter frá
árinu 1996 í keilusalnum. Kjöt-
súpa verður til sölu og leikstjóri
myndarinnar, Tom Chaney, mætir
á svæðið og tekur þátt í gleðinni,“
segir Ársæll, en hátíðin heitir ein-
mitt eftir þeirri kvikmynd. „Þetta
er mynd sem festist vel í minninu
hjá Lovísu, en ég verð að viður-
kenna að ég hef aldrei séð hana.
En ég er bara mjög spenntur að
sjá hana loksins,“ segir hann létt-
ur í bragði. „Tom kemur jafn-
framt með nýjustu myndina sína
á hátíðina. Hún heitir The Wind
Walker og verður alheimsfrum-
sýning á henni í Tónbergi,“ bætir
hann við. „Auk þess má geta þess
að önnur mynd í fullri lengd verð-
ur frumsýnd á hátíðinni, en það er
myndin Ísabella eftir Sigurð Ant-
on Friðþjófsson,“ segir Ársæll.
Afar góð viðbrögð
Frostbiter lýkur á sunnudegi með
verðlaunaafhendingu. Þar verða
veittar viðurkenningar fyrir bestu
íslensku stuttmyndina og bestu
erlendu stuttmyndina, auk þess
sem vinningsmyndirnar verða
sýndar. Það er auðheyrt á Ársæli
að hann er fullur eftirvænting-
ar fyrir hátíðinni, sem hann segir
afar ánægjulegt að standa fyrir ár
hvert. „Þetta er eitt það skemmti-
legasta sem maður gerir. Það er
mikil vinna á bakvið þetta en alltaf
þess virði þegar maður er búinn-
að skila af sér og nær að leggja sig
í smá stund eftir hátíðina,“ segir
hann. „Viðbrögðin hafa líka ver-
ið afar góð, fólk er virkilega ánægt
með þetta framtak og það er það
sem heldur manni gangandi,“ seg-
ir Ársæll að endingu.
Ítarleg dagskrá hryllingsmyn-
dahátíðarinnar Frostbiter verð-
ur birt á heimasíðu hátíðarinnar,
www.frostbiter.is og á Facebook-
síðu hátíðarinnar á næstu dögum.
kgk/ Ljósm. aðsendar.
Bræðurnir Styrmir Már og Elf-
ar Már Ólafssynir hafa tekið yfir
rekstur Bókhalds- og rekstrarþjón-
ustu Ólafs Helgasonar í Borgarnesi.
„Pabbi hafði rekið þessa bókhalds-
stofu í fjölmörg ár áður en hann féll
frá í nóvember á síðasta ári. Hann
bað okkur bræður að koma inn í
fyrirtækið í fyrra en það stóð alltaf
til að við myndum taka við rekstr-
inum á endanum. Í júlí eða ágúst í
fyrra var pabbi orðinn of veikur til
að sinna þessu og þá tókum við al-
veg við öllu,“ segir Styrmir Már í
samtali við Skessuhorn.
Þeir bræður vildu ekki að rekst-
ur Bókhalds- og rekstrarþjónustu
Ólafs Helgasonar myndi hætta eftir
öll þessi ár. „Pabbi var með marga
góða viðskiptavini sem höfðu verið
hjá honum í mörg ár og taldi hann
þá sem vini sína. Við vildum endi-
lega halda þessu gangandi áfram,“
segir Styrmir. Styrmir lauk BS
gráðu í viðskiptafræði frá Háskól-
anum á Bifröst árið 2015 og sam-
hliða því námi vann hann á bók-
haldsstofu föður síns. Þá hefur
hann lokið mastersnámi í mark-
aðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
frá Háskóla Íslands og á síðasta ári
lauk hann prófi sem viðurkenndur
bókari. Elfar er húsasmíðameist-
ari að mennt og samhliða vinnu er
hann í skóla að læra byggingafræði.
Þeir bræður gera ráð fyrir að allir
viðskiptavinir föðurs þeirra haldi
áfram í viðskiptum hjá þeim nema
þeir láti sérstaklega vita af öðru.
„Svo erum við alltaf með dyrnar
opnar fyrir nýjum viðskiptavinum
sem leita til okkar,“ segir Styrmir.
Hægt er að hafa samband við þá
bræður í tölvupósti á bokrek@bok-
rek.is eða í síma 437-1009. arg
Bóndadagurinn er á föstudaginn en
þá gengur þorrinn í garð. Framund-
an eru fjölmörg þorrablót í lands-
hlutanum þar sem fólk kemur sam-
an, borðar góðan mat, skemmtir sér
og öðrum og á góða stund í leik og
dansi. Á Vesturlandi verða allmörg
þorrablót haldin næstu vikurnar og
því ekki úr vegi fyrri Vestlendinga
að fara að skipuleggja næstu helg-
ar. Sérstök athygli er vakin á því að
meðfylgjandi upptalning er ekki
tæmandi, einungis byggt á þeim
upplýsingum sem blaðamaður fann
í fljótu bragði á veraldarvefnum.
Laugardaginn 25. janúar verða
þorrablót haldin í Dalabúð í Búðar-
dal, í Brún í Bæjarsveit, í íþróttahú-
sinu á Reykhólum og þorrablót Ska-
gamanna verður í íþróttahúsinu við
Vesturgötu. Föstudaginn 31. janúar
verður árlegt þorrablót Mýraman-
na og -kvenna haldið í félagsheimi-
linu Lyngbrekku. Laugardaginn 1.
febrúar fara fram þorrablót í Fan-
nahlíð í Hvalfjarðarsveit, á Varm-
landi í Stafholtstungum, í Tjarnar-
lundi í Saurbæ, íþróttamiðstöðinni
í Stykkishólmi og Klifi í Ólafsvík.
Næsta laugardag á eftir, þann 8. fe-
brúar, verða þorrablót í félagshei-
milinu Logalandi í Reykholtsdal, á
Kaffi 59 í Grundarfirði og í Árbliki í
Suðurdölum. Laugardaginn 15. fe-
brúar verður þorrablót Körfuknatt-
leiksdeildar Skallagríms haldið í
Hjálmakletti í Borgarnesi.
arg
Þorrablót framundan
Bræðurnir Elfar Már og Styrmir Már Ólafssynir hafa nú tekið við rekstri Bókhalds-
og rekstrarþjónustu Ólafs Helgasonar í Borgarnesi. Ljósm. aðsend.
Taka við rekstri bókhaldsstof-
unnar eftir fráfall föðurs þeirra
Frostbiter í fjórða skipti um mánaðamótin
Hryllingsmyndahátíðin hefur vaxið ár frá ári
Ársæll Rafn Erlingsson í hlutverki sínu í mynd sem sýnd var á fyrstu Frostbiter hátíðinni. Ljósm. úr safni.
Lovísa Lára Halldórsdóttir stendur að hátíðinni ásamt Ársæli Rafni.Frostbiter hefur fest sig í sessi í menningarlífi Akurnesinga og hátíðin stækkað að
umfangi ár frá ári.