Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202014 verið erfitt þar sem þetta er gamalt safn sem hafði dottið upp fyrir. Við erum að glíma við að koma okkur aftur á kortið,“ segir Þóra en bæt- ir því við að það sé bara verkefni til að leysa. Bjartsýn á framtíðina Margrét Rósa Einarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Hótels Glyms í Hval- firði og Englendingavíkur í Borg- arnesi. Margrét var að sjálfsögðu á Mannamóti og Skessuhorn ræddi við hana um staðina tvo. „Englend- ingavík er eitt af elstu húsunum í Borgarnesi, gamalt kaupfélagshús í kaupfélagsfjörunni og var nefnt Englendingavík vegna þess að tal- ið er að þarna hafi Englendingar verslað fyrir þarsíðustu aldamót,“ segir hún. „Við erum með opið allt sumarið á veitingastaðnum, þar sem við stílum svolítið inn á sjávarrétti. Síðan erum við með opið allt árið í heimagistingunni,“ segir hún, en þess utan er í efra pakkhúsinu leik- fangasafn sem Margrét segir afar gaman að sækja heim. „Glymur í Hvalfirði er klassískt sveitahótel þar sem við leggjum mikið upp úr góðum mat. Þar erum við líka með villur, hús sem gaman er að taka á leigu og dvelja í. Síðan stílum við mikið inn á ráðstefnur og fundi á Glym, enda með góða aðstöðu til þess,“ segir Margrét. Hún hefur annast rekstur Eng- lendingavíkur frá síðustu páskum, en hefur verið eigandi staðarins til lengri tíma. Fyrir ári tók hún við framkvæmdastjórn á Hótel Glym. „Ég er búin að nota þann tíma í að fínisera, mála og fixa og laga. Nú er hótelið orðið svona nokk- urn veginn eins og ég vil hafa það,“ segir hún og bætir því við að ágæt- lega hafi gengið. „Það varð einhver minnkun á síðasta ári en mér sýn- ist að það verði aukning á Glym á þessu ári. Þannig að það er bara búinn að vera góður gangur,“ segir hún. „Í Englendingavík er erfiðara að sjá fram í tímann, það er meira „a la carte“ staður þar sem fólk kemur inn af götunni. Samt sem áður hafa ferðaskrifstofur verið að bóka stöðugt fyrir hópa. Ágætlega er bókað í slíkt, en við stílum þó mest inn á gangandi traffík,“ bætir hún við. „Heilt yfir lítur þetta bara prýðilega út á báðum stöðum og ég er mjög bjartsýn á framtíðina,“ seg- ir Margrét Rósa að endingu. Klassísk söfn í Hólminum Sigurður Grétar jónasson var á mannamóti sem fulltrúi safnanna í Stykkishólmi; Eldfjallasafns- ins, Vatnasafnsins og að sjálfsögðu Norska hússins. Aðspurður seg- ir hann veturinn hafa verið róleg- an, en sömu sögu sögðu allnokkr- ir ferðaþjónustuaðilar sem Skessu- horn ræddi við á Mannamóti. „Veturinn hefur einkennst svo- lítið af móttöku hópa. Við höfum opið þriðjudaga til föstudaga, en þess utan fyrir hópa. Fólk getur þá hringt á okkur og við opnum fyrir hópunum,“ segir hann en bætir því við að það hafi verið fínn gangur hjá söfnunum í Stykkishólmi und- anfarið ár. „Veturinn hefur verið rólegur, en síðasta sumar var mjög fínt. Það fór heldur rólega af stað, eins og víða annars staðar á Snæ- fellsnesinu. En síðan rættist vel úr því og frá því í júlí var nóg að gera og sumarið endaði bara mjög fínt,“ segir hann. Spurður um verkefni komandi tíma segir Sigurður að núna séu starfsmenn að undirbúa sumar- sýningarnar í Norska húsinu. „Við vorum með jólasýningu, sem var sýning um leikföng. Núna erum við að undirbúa sumarið, verðum m.a. með keramiksýningu, sem hefur verið sett upp annars staðar á land- inu áður en verður í Hólminum í sumar, og síðan ýmislegt fleira,“ segir hann. Að öðrum kosti verður starfsemi safnanna að miklu leyti með hefðbundnu sniði. „Þetta eru orðin klassísk söfn og starfsemin er komin í nokkuð fastar skorður,“ segir Sigurður að endingu. Opin vinnustofa komið vel út Lúðvík Karlsson í Grundarfirði er jafnan þekktur undir listamanns- nafninu Liston. Hann var á Manna- móti að kynna vinnustofu sína og listsköpun. „Ég er að kynna opna vinnustofu sem ég er búinn að vera Hjalti Allan Sverrisson í forgrunni og Þórunn Hilma Svavarsdóttir honum á hægri hönd. Bæði frá Snæfellsnes Excursions í Grundarfirði. Aldrei hafa fleiri úr Dölum tekið þátt í Mannamóti. Hér eru þær Jóhanna María Sigmundsdóttir í forgrunni og fjær í mynd má sjá Sigurbjörgu Kristmundsdóttur. Hekla Gunnarsdóttir á Hótel Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit á tali við einn af fjölmörgum gestum á viðburðinum. Mannamót landshlutanna Þorgrímur Einar Guðbjartsson, kúa- og ferðaþjónustubóndi á Erpsstöðum í Dölum, ræðir málin.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.