Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 20206
Afli minnkaði
milli ára
LAND OG MIÐ: Afli ís-
lenskra fiskiskipa var 1.048
þús. tonn á síðasta ári, að því
er fram kemur á vef Hagstofu
Íslands. Byggja útreikning-
arnir á bráðabirgðatölum frá
Fiskistofu. Er það nærri 211
þúsund tonnum minni afli en
landað var árið 2018. Sam-
dráttinn má rekja til minni
uppsjávarafla, en engin loðna
var veidd á árinu. Auk þess
dróst afli kolmunna og mak-
ríls saman. Alls nám uppsjáv-
araflinn tæpum 535 þúsund
tonnum í fyrra, samanbor-
ið við tæp 739 þúsund tonn
árið 2018. Botnfiskaflinn stóð
í stað á milli ára, en breyting-
ar urðu í einstaka tegundum.
Sem dæmi jókst ýsuaflinn um
19% milli ára. Flatfisksaflinn
nam rúmum 22 þúsund tonn-
um árið 2019 og dróst saman
um 18% frá fyrra ári. Afli skel-
og krabbadýra var rúm 10 þús-
und tonn í fyrra og dróst sam-
an um 19%. Í desember 2019
var aflinn rúm 63 þúsund tonn,
sem er 12% aukning miðað
við desember 2018. Botnfisk-
aflinn var tæp 29 þúsund tonn
og jókst um 6%. Uppsjávarafl-
inn nam 33,6 þúsund tonnum
sem er 19% aukning saman-
borið við desember 2018. Afli
desembermánaðar, metinn á
föstu verði, var 3% meiri en í
desember 2018. -kgk
Leyfi fyrir
mælimastri
BORGARFJ: Fyrir fund
byggðarráðs Borgarbyggðar
í liðinni viku lá fyrir umsókn
eigenda Hafþórsstaða í Norð-
urárdal og Sigmundarstaða í
Þverárhlíð um framkvæmda-
leyfi fyrir uppsetningu mast-
urs vegna vindorkurannsókna.
Byggðarráð samþykkti að veita
umbeðið framkvæmdaleyfi og
lagði þá ákvörðun fyrir sveit-
arstjórn til staðfestingar. -mm
Fasteignamark-
aður í jafnvægi
LANDIÐ: Samkvæmt nýbirt-
um tölum Þjóðskrár um þing-
lýsingar árið 2019 var meðal-
viðskiptaverð með íbúðarhús-
næði á Íslandi árið 2019 um 46
milljónir króna samanborið við
44 m.kr. árið 2018. Fjöldi þing-
lýsinga stóð nokkurn veginn í
stað á flestum svæðum lands-
ins. Hins vegar dróst fjöldi
kaupsamninga um stakar íbúð-
ir saman um 4% á fyrstu ellefu
mánuðum ársins 2019 miðað
við sama tímabil árið áður. Þar
af nam samdrátturinn um 6%
á höfuðborgarsvæðinu en jókst
um 1% í nágrannasveitarfélög-
um. Veltan á bakvið þessi við-
skipti með stakar eignir stóð í
stað á landinu öllu, dróst saman
um 2% á höfuðborgarsvæðinu,
jókst um 7% í nágrannasveit-
arfélögum og um 5% á öðrum
svæðum landsins. -mm
Sósíalistar ætla
að bjóða fram til
þings
LANDIÐ: Ákveðið var á fé-
lagsfundi Sósíalistaflokks Ís-
lands, sem fram fór á laugar-
daginn í Reykjavík, að fela kjör-
stjórn flokksins að skipa kosn-
ingastjórn hið fyrsta til að und-
irbúa framboð flokksins til
næstu alþingiskosninga. „Fram-
boð Sósíalistaflokksins er nauð-
synlegt til að koma hagsmuna-
og réttlætisbaráttu verkalýðsins
og annarra fátækra og kúgaðra
hópa á dagskrá landsmálanna.
Framboð Sósíalistaflokksins
skal verða borið fram af hin-
um kúguðu, stefna flokksins
skal vera kröfugerð hinna kúg-
uðu og kosningabarátta flokks-
ins skal miða að því að virkja hin
kúguðu til þátttöku, upprisu og
aðgerða,“ segir í tilkynningu.
Þá segir jafnframt: „Stjórnmál-
in hafa brugðist almenningi og
alþýðunni. Alþýðan sjálf þarf að
rísa upp og taka völdin af hinum
fáu. Við erum fjöldinn og okk-
ar er valdið. Við munum byggja
upp samfélag út frá okkar hags-
munum, okkar væntingum og
okkar siðferði. Við sættum okk-
ur ekki við að búa innan sam-
félags sem byggt var upp til að
vernda völd og auð fárra.“ -mm
Skakkur með
slökkt ljós
HVALFJSV: Lögregla hafði af-
skipti af ökumanni við almennt
umferðareftirlit á Vesturlands-
vegi, skammt frá Grundar-
tangaafleggjara um kl. 10:30 á
fimmtudagsmorgun. Ástæðan
var sú að bifreiðin var ljóslaus
að aftan og var ökumaðurinn
því stöðvaður. Þegar lögregla
fór að ræða við manninn bar
hann þess merki að vera und-
ir áhrifum. Var því framkvæmt
strokpróf og gaf það jákvæða
svörun við neyslu THC, sem
er virki vímugjafi kannabisefna.
Maðurinn játaði neyslu og var
handtekinn, færður á lögreglu-
stöðina á Akranesi og gert að
gefa blóðsýni. Hann heimilaði
jafnframt leit í bíl sínum og þar
fundust kannabisefni. Bifreið-
in var kyrrsett. Maðurinn verð-
ur kærður fyrir að aka ljóslaus-
um bíl, fyrir akstur undir áhrif-
um ólöglegra ávana- og fíkni-
efna og fyrir vörslu og meðferð.
-kgk
Starfshópur sem heilbrigðisráð-
herra fól að gera tillögur að fram-
tíðarskipulagi sjúkraflutninga á Ís-
landi, í samræmi við heilbrigðis-
stefnu til ársins 2030, hefur skil-
að ráðherra niðurstöðum sínum.
Meginniðurstaða hópsins er að
umsjón með sjúkraflutningum á
landinu öllu þurfi að vera á einni
hendi. Lagt er til að sett verði á fót
miðstöð bráðaþjónustu og sjúkra-
flutninga (MBS) sem hafi víðtækt
hlutverk með það að markmiði að
samræma þjónustuna, veita fagleg-
an stuðning, annast þjálfun og þró-
un fagstétta á þessu sviði og sinna
gæðaeftirliti.
Hópnum var samkvæmt skipu-
narbréfi falið að gera tillögur sem
snúa að mönnun, menntun, þjál-
fun og endurmenntun þeirra sem
sinna sjúkraflutningum, fjalla um
þjónustuviðmið, gæðamælikvarða
og eftirlit með sjúkraflutningum og
einnig um faglegan stuðning með
notkun fjarheilbrigðistækni. Eins
skyldi hann endurskoða greiðslu-
fyrirkomulag vegna sjúkraflutninga
til samræmis við markmið þjónus-
tunnar.
Starfshópurinn skilaði
niðurstöðum sínum í tveimur
skýrslum. Annars vegar er skýrs-
la sem dregur upp framtíðarsýn
hópsins í bráðaþjónustu og sjúkra-
flutningum með hliðsjón af mark-
miðum heilbrigðisstefnu til ársins
2030. Hins vegar er skýrsla með
ýtarlegri umfjöllun um megin-
tillögu hópsins varðandi MBS, þ.e.
um skipulag miðstöðvarinnar, hlut-
verk og helstu verkefni. Þar fyl-
gja jafnframt drög starfshópsins
að þjónustuviðmiðum sem lagt er
til að verði lögð til grundvallar að
skipulagi bráðaþjónustu og sjúkra-
flutninga. Viðmiðin taka til þátta
eins og viðbragðstíma, þjálfunar
mannskaps, tækjabúnaðar og lyfja,
sérhæfðrar meðferðar og tíma þar
til komið er á sérhæft sjúkrahús.
Segir í skýrslu hópsins að með slí-
kum viðmiðum væri lagður grund-
völlur að samræmdri þjónustu fyrir
alla landsmenn.
mm/ Ljósm. úr safni/af.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar kallar eft-
ir því að breytingar verði gerðar á
reglugerð um úthlutun byggðakvóta
á fiskveiðiárinu 2019-2020. Vill
bæjarstjórnin að tekið verði tillit til
þess að í ákveðnum byggðarlögum
innan sveitarfélaga, eins og Snæ-
fellsbæjar, séu ekki fiskvinnslur þó
þar sé stunduð útgerð. Nefnir bæj-
arstjórn Arnarstapa og Hellissand
sem dæmi um slíka staði. „Rök bæj-
arstjórnar fyrir þessum breytingum
er sú að staðreynd að á Arnarstapa
og Hellissandi eru ekki reknar fisk-
vinnslur og því er ekki hægt að landa
afla til vinnslu á þeim stöðum. Ef
ráðuneytið verður við þessum ósk-
um, þá mun byggðakvótinn nýtast
innan sveitarfélagsins, en það skiptir
miklu máli fyrir Snæfellsbæ að geta
nýtt úthlutaðan byggðakvóta,“ seg-
ir um málið í fundargerð frá bæjar-
stjórnarfundi 9. janúar. Bæjarstjóra
og bæjarritara var valið að ganga frá
breytingartillögum til atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytisins, í sam-
ræmi við vilja bæjarstjórnar.
kgk/ Ljósm. úr safni/ af.
Vilja breytta úthlutun byggðakvóta
Leggja til að öllum sjúkraflutningum
verði stýrt frá einni miðstöð