Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202016
hefur verið upp og ofan. Fyrripart-
urinn í fyrra var góður, sumarið fínt
en datt aðeins niður í haust. janúar
hefur ekki verið neitt spes. Veðrið
spilar þar inn í og auðvitað fækkun
ferðamanna til landsins, sem er tal-
að um að sé í kringum 20%. Það
bitnar auðvitað á öllum,“ segir hún.
„En sumarið lítur bara vel út, fín-
ar bókanir og við horfum bara björt
fram á veginn,“ bætir hún við.
Ferðaþjónustubændur á Húsa-
felli vonast auðvitað til að Gilja-
böðin nýju komi til með að auka
aðdráttarafl staðarins. „Núna erum
við með þrjár ferðir á dag. Farið er
frá afþreyingarmiðstöðinni á Húsa-
felli með leiðsögn. Gengið er upp
að Deildargili, Langifoss skoðaður
og þaðan farið niður í Hringsgil þar
sem Giljaböðin eru,“ segir hún en
bætir því við að ekki sé víst að þetta
sama fyrirkomulag verði viðhaft í
sumar. „Við viljum að upplifunin
verði einstök, þegar fólk kemur og
horfir niður í gilið að það sé ekki
kraðak af fólki. Þess vegna erum við
með leiðsögn, til að hafa fjöldastýr-
ingu og annað,“ segir Olga.
Aðspurð segir hún að viðtökurn-
ar við Giljaböðunum það sem af er
hafi verið mjög góðar. „Við opn-
uðum 25. nóvember og það hefur
verið talsvert að gera,“ segir hún.
„Þetta er náttúrulega einstakt og
viðtökurnar hafa verið rosalega
góðar hjá Íslendingunum. Ég var
búin að undirbúa mig fyrir erlendu
ferðamennina fyrst og fremst en
stærsti hluti þeirra sem komu í des-
ember voru Íslendingar,“ segir hún
og bætir því við að þegar hafi verið
bókaðar ferðir í Giljaböðin í sumar.
„Það lítur bara vel út. Giljaböðin
eru einstök upplifun og algjörlega
þess virði að koma og prófa,“ segir
Olga Zoega að endingu.
Stærsta gistieining
í Dölum
Sveitahótelið Vogur Country
Lodge hefur verið starfrækt á Fells-
strönd frá árinu 2012. „Þá tókum
við þann pól í hæðina að breyta af-
lögðum útihúsum í glæsilegt hót-
el. Þar erum við með bæði stand-
ard og superior herbergi, svítur
og glæsilegan matsal,“ segir Guð-
mundur Halldórsson, einn eigenda
Vogs Country Lodge, í samtali við
Skessuhorn. „Herbergin eru 28
talsins sem gerir okkur að lang-
stærstu gistieiningu í Dölum,“ bæt-
ir hann við.
Guðmundur segir að þokkalega
hafi gengið undanfarið ár. „Það
varð aukning hjá okkur í fyrra,
sem við áttum ekki von á og kom
því skemmtilega á óvart. En aftur
á móti var síðasta ár dálítið öðru-
vísi en árin á undan. Minna var
að gera fyrri part árs og um vor-
ið en seinni partur ársins var góð-
ur,“ segir hann, en sömu sögu hafa
fleiri ferðaþjónustuaðilar að segja
af síðasta ári. „Hinn hefðbundni
háannatími fór þannig rólega af
stað, en síðan batnaði aðsóknin,“
segir Guðmundur. „Samsetning
gesta hefur einnig breyst. Undan-
farið höfum við fengið mikið af
Bandaríkjamönnum til okkar og
dálítið merkilegt að það sé aukning
frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að
WOW sé horfið af markaði. Aftur
á móti hefur Þjóðverjunum fækk-
að,“ segir hann.
Guðmundur segir að hann merki
aukinn áhuga á svæðinu. „Það er að
verða stöðugt meiri vakning fyrir
Vesturlandi. Fyrst kom Snæfells-
nesið inn, maður hefur séð mikla
aukningu þar síðustu tvö, þrjú ár.
Og þetta er að færast norður. Núna
vonumst við einnig til þess að það
eigi eftir að verða aukning hjá okkur
og Vestfirðingum þegar Vestfjarða-
hringurinn verður tekinn í gagnið á
næsta ári,“ segir Guðmundur. „Það
held ég að muni gagnast öllu svæð-
inu í heild,“ bætir hann við. Spurður
um horfur komandi árs segir Guð-
mundur erfitt að segja nákvæmlega
til um það. „Maður veit það aldrei
fyrr en það skellur á, en eins og stað-
an er í dag er útlitið svipað og var í
fyrra. Síðan veit maður aldrei með
Íslendingana, það var mikil aukning
í þeim í fyrra og það skiptir okkur
verulegu máli að fá landann,“ bæt-
ir hann við. „Þetta er að sumu leyti
ókannað svæði fyrir Íslendinga og
við eigum mikið að sækja á innan-
landsmarkaðinn. Hér á ströndinni
er gríðarleg náttúrufegurð en flestir
keyra bara framhjá og eiga enn eftir
að uppgötva það,“ segir hann.
Frá fyrsta degi segir Guðmundur
að opið hafi verið allan ársins hring
á Vogi. Hann segir það hafa gengið
upp alla tíð. „Ákveðnar ferðaskrif-
stofur koma á hverju ári með þriggja
til fjögurra daga ferðir til okkar yfir
veturinn og síðan hefur orðið gríð-
arleg aukning í norðurljósaferðum.
Síðan erum við hérna með gufubað
og heitan pott og svona. Þetta hent-
ar gríðarlega vel fólki sem vill brjóta
upp hversdagsleikann yfir veturinn,
skella sér út í sveit og njóta náttúr-
unnar, skoða fuglana og skoða þenn-
an skrítna karl líka,“ segir Guð-
mundur léttur í bragði og á þar við
sjálfan sig.
Texti og myndir: Kristján Gauti
Karlsson
Mannamót landshlutanna
Þóra Olsen, umsjónarmaður Sjómainjasafnsins á Hellissandi.
Sigurður Grétar Jónasson (t.v.) kynnti starfsemi safnanna í Stykkishólmsbæ. Hér
ræðir hann við einn af gestum Mannamóts.
Guðmundur Halldórsson, einn eigenda Vogs Country Lodge á Fellsströnd. Hér á
tali við Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóra.
Mæðginin Martha Eiríksdóttir og Davíð Andrésson kynntu starfsemi Brúaráss Geo
Center.
Fulltrúi Buggy Adventures, sem starfrækt er á Esjumelum, fékk bás með Vest-
lendingum á Mannamóti. Í baksýn má sjá Valgerði Jónsdóttur frá Smiðjuloftinu á
Akranesi.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir, fyrrum ferðamálafulltrúi í Dölum og Jóhanna María
Sigmundsdóttir sem tók nýverið við starfinu.
Ferðaþjónustufólk af Snæfellsnesi kynnir starfsemi sína.
Hér er rætt um kajakferðir frá Stykkishólmi.