Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 202018
Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið
saman breytingar á fasteignagjöld-
um milli áranna 2019 og 2020 í 15
fjölmennustu sveitarfélögum lands-
ins. Breytingarnar eru reiknaðar í
krónum miðað við meðal fasteigna-
og lóðamat í ákveðnum hverfum
hjá þeim sveitarfélögum sem voru
til skoðunar en fasteignagjöld eru í
flestum tilfellum lögð á miðað við
fasteigna- og lóðamat. Akranes-
kaupstaður er eina sveitarfélagið á
Vesturlandi sem tekið er til skoð-
unar af verðlagseftirliti ASÍ. Í sam-
ræmi við ákvörðun bæjarstjórnar
síðastliðið haust er hækkun fast-
eignagjalda mjög hófleg enda mið-
aði bæjarstjórn við að halda sig inn-
an verðbólgumarkmiða við álagn-
ingu skatta. Þrátt fyrir að fasteigna-
mat sérbýlis á Akranesi hafi hækk-
að um 22,5% milli ára hækka fast-
eignaskattar ekki meira en 2,9%
milli ára. Fasteignamat íbúða í fjöl-
býlishúsum hækkaði um 19,8%
milli ára en fasteignaskattar hækkar
einungis um 0,6% milli ára.
Gjöld á 100 fm íbúð í fjölbýli
hækka mest á Sauðárkróki um
14,93% eða 36.991 kr. en næst
mest á Egilsstöðum um 11,06%
eða 29.515 krónur. Ef miðað er
við 200 fm einbýli hækka gjöldin
mest á Egilstöðum, 10,3% eða um
46.756 krónur og næst mest í Gler-
árhverfi á Akureyri um 7,7% eða
27.000 krónur. „Þessar hækkanir
eru langt umfram þau loforð sem
gefin voru í tengslum við lífskjara-
samningana en Samband íslenskra
sveitarfélaga lýsti stuðningi við þau
með tilmælum til sveitarfélaga um
að gjaldskrárhækkanir vegna árs-
ins 2020 yrðu ekki umfram 2,5%,“
segir í tilkynningu ASÍ.
Fasteignagjöldin lækkuðu mest í
Keflavík sé miðað við 100 fm fjöl-
býli, mínus 9,61% eða 28.722 kr.
og næst mest í Njarðvík. Sé mið-
að við 200 fm einbýli lækkuðu fast-
eignagjöldin mest á Ísafirði, eða
mínus 9,3% eða um 38.969 kr. og
næst mest í Njarðvík, -4,4% eða
um 24.364 kr. mm
Slökkviliðin á Snæfellsnesi hitt-
ust um helgina í Grundarfirði og
tóku þátt í sameiginlegri æfingu
með hitamyndavélar. Leiðbeinend-
ur komu víðs vegar að en það voru
þeir Baldur Pálsson frá Slökkviliði
Egilsstaða, Davíð Rúnar Gunnars-
son, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði
og Ívar Páll Bjartmarsson slökkvi-
liðsstjóri á Vík, sem leiðbeindu.
Námskeiðið var í tvo daga. Saman-
stóð það af fyrirlestri á föstudegin-
um og verklegum æfingum á laug-
ardeginum. Slökkviliðin eru að til-
einka sér þessa tækni í meira mæli
enda gagnlegt að geta séð hitamun
á umhverfi hvort sem verið sé að
reykkafa eða að leita að fólki utan-
dyra. tfk
Sameiginleg æfing með hitamyndavélar
Búist til inngöngu í niðadimmt rými vopnaðir hitamyndavél.
Davíð Rúnar Gunnarsson fer hér yfir æfingu með slökkviliðsmönnum frá
Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi.
Hluti hópsins með leiðbeinendum eftir góðan æfingadag. Ljósm. hsó.
Kveikt var upp í reykköfunargámnum fyrir æfingarnar með hitamyndavélarnar.
Steinar Már Ragnarsson slökkviliðs-
maður úr Stykkishólmi, ræðir hér við
bróðir sinn Rúnar Þór Ragnarsson,
slökkviliðsmann úr Grundarfirði.
Tafla sem sýnir breytingu fasteignagjalda og -skatta milli ára í 15 stærstu sveitar-
félögum landsins.
Fasteignaskattar hafa víða hækkað langt
umfram markmið kjarasaminga
Fjölbýlishús í byggingu á Akranesi. Ljósm. úr safni.