Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 13 Mannamót landshlutanna Mannamót Markaðstofanna var haldið í Kórnum í Kópavogi síð- astliðinn fimmtudag. Viðburðurinn er haldinn árlega í janúar af Mark- aðsstofum landshlutanna. Mark- mið mannamóts er að skapa vett- vang fyrir ferðaþjónustuaðila til að kynna sér þá fjölbreyttu ferðaþjón- ustu sem rekin er á landsbyggðinni, sem og fyrir ferðaþjónustuaðila að mynda tengsl sín á milli. Ekkert laust pláss var á sýning- unni, öll 270 sem í boði voru höfðu verið seld nokkru áður en dagurinn rann upp. Að þessu sinni tóku 40 ferðaþjónustuaðilar af Vesturlandi þátt í viðburðinum, sem er mjög sambærilegur fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Skessuhorn lét sig ekki vanta á Mannamót frekar en fyrri ár og tók nokkra ferðaþjónustuaðila í lands- hlutanum tali. „Við viljum stækka og verða stór“ „Sagnaseiður á Snæfellsnesi er hóp- ur heimamanna, sem gefur sig út fyrir það að hitta gesti á Snæfells- nesi og segja frá lífinu og tilverunni í bland við sögur, lesa í landið og eiga góða stund með fólki og gefa því innsýn í líf okkar,“ segir Dag- björt Dúna Rúnarsdóttir í samtali við Skessuhorn. Sagnaseiður var stofnaður árið 2015 og árið eft- ir var byrjað að bjóða upp á sögu- ferðir. útbúin var gæðahandbók sem unnið er eftir og að ferðunum stendur fólk sem hefur lagt vinnu í að þróa sína sögufylgd. „Þá virki- lega vitum við hvað við erum að bjóða fólki. Þetta er ekki mjög til- viljanakennt en hins vegar erum við ekki leiðsögumenn eða leikarar, en hvert einasta stefnumót við gesti er einstakt og fer eftir því hvert samtalið leiðir okkur,“ segir Dag- björt. Hópurinn vinnur einnig með sagnaarfinn á svæðinu og notfærir sér hann, segir frá Íslendingasög- um sem gerast á Nesinu, þjóðsögur, álfa- og tröllasögur og jafnvel sögur af þeirra eigin fjölskyldum. „En það er þetta samtal sem við viljum eiga við gestina, þar sem við getum set- ið fyrir svörum og gefið þeim virki- lega tækifæri til að fá tilfinningu fyrir því hvað er að búa á Íslandi og Snæfellsnesi,“ segir Dagbjört. Aðspurð segir hún að verkefnið hafi gengið þokkalega. „Við erum ekki ýkja mörg og enginn vinnur við þetta í fullu starfi, en það er samt stefnan. Við viljum stækka og verða stór,“ segir hún en bætir því við að þetta mjakist jafnt og þétt í rétta átt og núna sé Sagnaseiður með samn- ing við eina erlenda ferðaskrifstofu í sumar. „Fyrst þegar við hittum fólk frá þessari ferðaskrifstofu gerðum við það einu sinni í viku. Núna hitt- um við fólk á þeirra vegum tvisvar á dag, tvisvar í viku. Það segir okkur að það er mikil ánægja með þetta og þetta er greinilega eitthvað sem er þess virði að gefa tíma í. Þetta eykur náttúrulega við dægradvöl á svæðinu en samt þannig að við get- um bara sótt í okkar eigin mann- skap, það þarf ekkert utan um þetta í rauninni,“ segir Dagbjört Dúna að endingu. Í fyrsta sinn á Mannamóti Þegar fólk hugsar um ferðaþjón- ustu á Akranesi leitar hugurinn ósjálfrátt til Hilmars Sigvaldason- ar vitavarðar. Hann hefur verið öt- ull talsmaður ferðaþjónustunnar í sínum heimabæ um árabil en aldrei mætt fyrir hönd bæjarins á Manna- mót fyrr en nú. Hverju sætir það? „Ég er búinn að vera svo óheppinn að ég hef alltaf orðið veikur í kring- um þennan tíma, en ég slapp núna og lét vaða,“ segir Hilmar í samtali við Skessuhorn og kveðst ánægð- ur með sitt fyrsta Mannamót. „Mér finnst þetta alveg stórglæsilegt og held að ég verði fastagestur hér eftir. Þetta er flott leið til að koma bænum á framfæri og búa til teng- ingar,“ segir hann. Hvernig hefur gengið í ferða- þjónustunni á Akranesi undanfarið? „Það hefur gengið vel. Við erum kannski ekki á sama stað og sveitar- félögin í kringum okkur, til dæmis Borgarfjörður og Snæfellsnes. En þetta er bara verkefni til að vinna að og við þurfum að taka jákvætt í hlutina og byggja upp tenging- ar. Þá kemur þetta,“ segir Hilmar. „Guðlaug er búin að slá algjörlega í gegn, við fengum yfir 30 þúsund gesti í hana í fyrra og hún var að fá flotta viðurkenningu í desember,“ segir hann og vísar til þess þegar Guðlaug hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu. „Við verðum að nýta okkur svona umfjöllun,“ seg- ir hann. Aðspurður segir Hilm- ar að vel hafi gengið í Akranesvita sömuleiðis, en tekur þó fram að það sé rólegt þessar vikurnar. Hið sama merkti blaðamaður raunar á spjalli sínu við allnokkra ferðaþjóna landshlutans á Mannamóti; að vet- urinn hafi verið með rólegra móti, að minnsta kosti miðað við undan- farin ár. „En við þurfum bara að taka betur á móti fólki en við erum að gera núna, sinna því betur og þá kemur þetta allt saman hægt og ró- lega,“ segir Hilmar vitavörður að endingu. Stefnt að heilsársopnun Sjóminjasafnið á Hellissandi er sjálfseignarstofnun sem komið var á fót af sjómannadagsráði á sínum tíma, en er núna rekið af sjálfboða- liðum. Auk safns er þar rekið lítið kaffihús þar sem gestir geta fengið sér rjúkandi bolla og íslenskt bakk- elsi með. Skessuhorn hitti Þóru Olsen, umsjónarmann safnsins, á Mannamóti. Hún segir að undan- farin fjögur ár hafi miklar endur- bætur staðið yfir á safninu. „Síð- ustu fjögur árin erum við búin að taka þetta allt í gegn og erum núna með fjórar sýningar í gangi; Nátt- úran við hafið, Sjósókn undir jökli, Landnámsmenn í vestri og ljós- myndasýningu í anddyri safnsins sem heitir Sagan okkar, sem sýn- ir þróun hafna í Snæfellsbæ,“ seg- ir Þóra. Endurbæturnar á safn- inu hafa staðið yfir um vetrarmán- uðina undanfarin ár. Safnið er lok- að á vetrum, nema fyrir hópa, en Þóra segir stefnt að því að geta haft opið allt árið um kring. „Aðsóknin hefur farið vaxandi en þetta hefur Mannamót markaðsstofanna var haldið á fimmtudaginn Þrátt fyrir fækkun ferðamanna á síðasta ári ríkir almenn bjartsýni á Vesturlandi Fjöldi gesta sótti Kórinn heim síðastliðinn fimmtudag, í tilefni Mannamóts. Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir frá Sagnaseiði á Snæfellsnesi á tali við Harald Benediktsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis, á Mannamóti. Keli vert í Langaholti segir frá hinni rómuðu fiskisúpu, sem var að sjálfsögðu á boðstólnum fyrir gesti og gangandi. Framhald á næstu síðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.