Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 21
Skýrsla stýrihóps um myndun
framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í
Stykkishólmi var lögð fyrir bæjar-
stjórn Stykkishólms á desember-
fundi hennar. Safna- og menningar-
málanefnd hafði áður lýst því að til-
efni væri til að endurskilgreina að-
komu Stykkishólmsbæjar að Dönsk-
um dögum og bæjarráð hafði tek-
ið undir þá afgreiðslu nefndarinn-
ar. Skemmst er frá því að segja að
bæjarstjórn samþykkti tillögu bæjar-
ráðs þess efnis að Stykkishólmsbær
komi að hátíðarhöldum Danskra
daga með beinum fjárstyrkjum ann-
að hvert ár, frá árinu 2021 og að há-
tíðin verði færð og haldin í kringum
21. júní annað hvert ár, á móti Norð-
urljósahátíð. Þau ár sem Norður-
ljósahátíð er haldin mætti þó halda
svokallaðan Danskra daga bút, en
það yrði þá gert að frumkvæði og á
forsendum íbúa og fyrirtækja í bæn-
um, án beinna fjárstyrkja frá Stykk-
ishólmsbæ. kgk
Íbúar í Tjarnarásnum búnir að breyta götuheitinu í Gammeldanskvej á Dönskum
dögum síðastliðið haust. Ljósm. úr safni/sá.
Breytingar á fyrirkomulagi
Danskra daga
Föstudaginn 20. desember síðast-
liðinn brautskráðist Irma Alexand-
ersdóttir af opinni braut, tungu-
málasviði, við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi með hæstu loka-
einkunn á stúdentsprófi. Í samtali
við Skessuhorn segist Irma ekki
geta gefið upp neina uppskrift að
góðum námsárangri heldur hef-
ur námið einfaldlega alltaf legið
ágætlega fyrir henni. „Ég hef bara
alltaf reynt mitt besta. Ég er með
mikla frestunaráráttu og var eigin-
lega alltaf á seinustu stundu með
verkefni og lærdóm,“ segir Irma.
Hún segir einnig að hún hafi áhuga
á tungumálum og hefur alltaf átt
frekar auðvelt með að læra þau,
sem var ástæðan fyrir því að hún
lagði áherslu á tungumálanám.
Með námi hefur Irma starfað hjá
Póstinum en nú er hún komin með
vinnu á Sjúkrahúsinu á Akranesi
á meðan hún ákveður hver næstu
skref verða. „Ég hef ekki tekið
neina endanlega ákvörðun hvað ég
geri í framhaldinu, en stefni á ann-
að hvort Háskólann á Hólum eða
Hvanneyri,“ segir Irma í samtali
við Skessuhorn.
arg
Föstudagurinn DIMMi var hald-
inn í fjórða sinn í Borgarbyggð um
síðustu helgi. Fjölmargir tóku þátt
í viðburðum sem boðið var upp á.
Á föstudagsmorgninum fóru leik-
skólabörn frá Klettaborg og Uglu-
kletti í vasaljósagöngu í Bjargsskóg
en alls mættu 48. Boðið var upp á
sögustund og vísnagátur í hádeginu
á föstudaginn í Safnahúsi Borgar-
fjrðar þar sem skálað var í mysu og
maulað á þjóðlegum réttum og um
20 manns létu þar sjá sig. Um 35
manns gerðu sér ferð í Bjargsskóg
í kuldagallajóga og skógar-gong hjá
Erlu jógakennara og um 50 manns
komu í skóginn að hlusta á rökkur-
sögur með Hjörleifi sagnamanni.
Þegar líða tók á föstudagskvöldið
var farið í DIMMA dýfu í sjónum
og voru tólf manns sem létu kuld-
ann ekki stoppa sig og tóku dýfu
en nokkrir létu nægja að mæta og
horfa á frá bakkanum. 24 gengu
ljósagöngu upp að steini í Hafn-
arfjalli og alls kláruðu rúmlega 50
manns ráðgátuleikinn sem stóð yfir
alla helgina.
arg/ Ljósm. aðsendar
Vefurinn Klefinn.is var opnaður
nú í byrjun janúar. Að baki honum
standa nokkrir afreksíþróttamenn,
sem allir eru um þessar mundir að
undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í
Tókýó í sumar. Sumir hafa náð lág-
marki inn á leikana en aðrir vinna að
því hörðum höndum þessi misserin.
Íþróttafólkið tekur höndum saman í
að miðla þekkingu sinni og reynslu,
auk þess sem fjöldi gestapenna sem
tengjast íþróttum munu skrifa á
síðuna. Klefanum er ætlað að veita
öllum sem hafa áhuga á hreyfingu,
íþróttum og að ná árangri, tækifæri
til að læra af reynslumiklu fólki. Á
sama tíma er hann vettvangur fyr-
ir íþróttamenn að bjóða styrktarað-
ilum þjónustu í formi auglýsinga.
„Með þessu veitir Klefinn íþrótta-
mönnum í fremstu röð tækifæri á
að koma sér á framværi gagnvart
styrktaraðilum á meðan þau eltast
við að ná lágmarkinu á Ólympíu-
leikana,“ segir á Klefanum.
Þeir afreksíþróttamenn sem
miðla reynslu sinni á klefanum
eru, í stafrófsröð: Anton Sveinn
McKee sundmaður, Ásdís
Hjálmsdóttir spjótkastari, Eygló
Ósk Gústafsdóttir sundkona,
Guðlaug Edda Hannesdóttir
þríþrautarkappi, Guðni Valur
Guðnason kringlukastari, Ingibjörg
Kristín jónsdóttir sundkona, Kári
Gunnarsson badmintonmaður,
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
kylfingur, Sveinbjörn jun Iura
júdókappi, Valdís Þór jónsdóttir
kylfingur og Þuríður Erla
Helgadóttir kraftlyftingakona.
Á vefnum má finna upplýsingar
um alla íþróttamennina, yfirlit yfir
besta árangur þeirra og hvað þeir
þurfa að gera til að ná lágmarki
fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Auk
þess skrifa íþróttamennirnir pistla
og deila reynslu sinni, sem fyrr
segir.
kgk
Þorbjörg Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari FVA, og Irma Alexandersdóttir
dúx. Ljósm. Myndsmiðjan/ Guðni Hannesson.
Á enga uppskrift af
góðum námsárangri
Hægt að fylgjast
með afreksíþrótta-
fólki á Klefanum
Nokkrar ofurhetjur tóku sjódýfu á
föstudagskvöldið.
Föstudagurinn DIMMI um síðustu helgi
Hjörleifur sagnamaður sagði rökkursögur.
Leikskólabörnin fóru í vasaljósagöngu í Bjargsskógi.