Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 17 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þaktúður• Hurðastál• Áfellur• Sérsmíði• Viðgerðir• Málmsuða• www.blikkgh.is • blikkgh@blikkgh.is • Akursbraut 11b • 431-2288 S K E S S U H O R N 2 02 0 Deiliskipulagstillaga í landi Stóra-Botns Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundarbyggðina Furugerði í landi Stóra-Botns sbr. 40. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er á landnotkunarreit fyrir frístundarbyggð sem auðkenni F31a. Svæðið tekur til 9.1 ha að stærð. Fyrirhugað er að byggja í heild fjögur frístundarhús ásamt fylgdarhúsi innan hverrar lóðar en tvö hús eru þegar byggð. Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 7. febrúar frá kl. 10:00-12:00. Athugasemdum/ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Stóri-Botn” fyrir 21. febrúar 2020. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is Brynhildur Stefánsdóttir, snyrti- fræðingur og bóndi á Ytri-Hólmi í Hvalfjarðarsveit, fer reglulega út að hlaupa sér til heilsubótar. Vanalega hleypur hún meðfram þjóðvegin- um á Innnesinu, nokkra kílómetra í hvert sinn. Hún vakti fyrst máls á því fyrir rúmum tveimur árum þeg- ar hún fór að taka eftir því að á og við þjóðveginn lágu alltaf tómar öl- dósir, sömu gerðar. Nýjar bættust sífellt við þrátt fyrir að hún hafi þá strax byrjað á því í þágu umhverfis- ins að tína upp dósirnar. Nú rúm- um tveimur árum síðar hefur hún ákveðið að láta vita af þessu opin- berlega. „Ég hleyp þessa sömu leið þetta einu sinni til tvisvar í viku allt árið. Það bregst ekki að í hverri ein- ustu hlaupaferð tíni ég upp þetta frá þremur og upp í sex tómar bjór- dósir. Þessar dósir eru nánast allt- af sömu gerðar. Sá sem skilur þær eftir er greinilega mikill aðdáandi Thule bjórs. Nema reyndar núna um jólin, þá voru þetta allt í einu Bola-dósir, en nú með hækkandi sól aftur Thule.“ Brynhildur segist gera ráð fyrir því að einhver ölþyrstur aki þenn- an vegspotta reglulega og kjósi að skilja sönnunargögnin eftir í veg- kantinum. „Ég á bágt með að trúa því að þetta sé íbúi hér á Innnes- inu. Hallast frekar að því að þetta sé einhver laumubytta sem stelst út að keyra og vill ekki af einhverjum ástæðum fara heim með umbúð- irnar. Allavega er þetta sérkennileg árátta og alls ekki til eftirbreytni. Hér á Innnesinu er allt nógu fallegt og blátt þótt ekki sé sífellt verið að bæta bláum dósum við,“ segir Bryn- hildur. Hún kveðst taka tómu dós- irnar með sér heim og hendir þeim í poka í mjólkurhúsinu á bænum. „Hann tengdapabbi minn sá ofan í pokann nýlega og spurði varfærnis- lega hvort við hjónin værum nokk- uð farin að drekka mikið af Thule bjór,“ segir Brynhildur og hlær. mm Thule slóð í hverri hlaupaferð Brynhildur var búin að finna fjórar tómar Thule dósir þegar þessi mynd var tekin af henni síðastliðinn mánudag. „Ætli skilagjaldið sé ekki komið í 15 þúsund krónur sem ég hef fengið fyrir dósirnar sem ég hef safnað í þessum hlaupaferðum mínum á rúmum tveimur árum. Ég stórtapa því á að vekja máls á þessu, en uni því, ef við- komandi hættir þessari áráttu sinni,“ segir Brynhildur og hlær. Hér er hún íklædd Superman búningi, prýdd vöru- merki Thule aðdáandans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.