Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 20208 Eftirlit með ökuhraða VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi var við eftirlit á hraðamyndavélabíl embættis- ins á Vesturlandsvegi skammt frá Fiskilæk milli kl. 9 og 10 á miðvikudagsmorgun. Alls fóru 160 bílar um svæðið og sá sem hraðast ók var á 104 km/klst., en hámarkshraði er 90 km/klst. Daginn eftir var myndavéla- bíllinn á Garðagrund á Akra- nesi milli kl. 13:00 og 14:00. 103 ökutæki fóru um svæðið þessa klukkustund og enginn var kærður fyrir of hraðan akst- ur. Meðalhraði ökutækja var 38 km/klst., en leyfilegur há- markshraði er 50 km/klst. -kgk Útrunnin erlend númer BORGARBYGGÐ: Lögregla hafði afskipti af ökumanni mik- ið breyttrar jeppabifreiðar við almennt vegaeftirlit miðviku- daginn 15. janúar síðastlið- inn. Bíllinn var á bráðabirgða- númerum frá Þýskalandi sem runnu út daginn áður, 14. janú- ar. Númerið voru því klippt af bílnum og honum fylgt á skoð- unarstöð Frumherja í Borgar- nesi, þar sem númerin voru lögð inn. -kgk Ekki innbrot AKRANES: Tilkynnt var um hugsanlega yfirstandandi inn- brot í húsi við Esjubraut á Akranesi síðastliðinn miðviku- dag. Tilkynnandi hafði orðið var við mannaferðir við hús- ið sem honum þóttu óeðli- legar. Lögregla fór á staðinn og kannaði málið. Kom þá í ljós að ekki var um innbrot að ræða, heldur var þar á ferðinni maður sem leigir íbúð í bílskúr hússins. -kgk Ekið á hund AKRANES: Ekið var á hund á Akranesi föstudaginn 17. janú- ar, með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn fannst dauður við gamla Landsbanka- húsið við Akratorg. Ekki er vitað hver ók á dýrið því eng- in vitni voru að atvikinu og sá sem ók á hundinn lét ekki vita sjálfur heldur stakk af frá vett- vangi. -kgk Undir áhrifum BORGARBYGGÐ: Lög- regla stöðvaði ökumann á Vesturlandsvegi, skammt frá Baulu, seint á föstudagskvöld. Var hann grunaður um akst- ur undir áhrifum. Kannabis- lykt fannst úr bílnum og öku- maðurinn viðurkenndi neyslu. Hann var handtekinn og færð- ur á lögreglustöð þar sem hon- um var gert að gefa blóðsýni. Annar ökumaður var stöðvaður stuttu síðar, eða um kl. 1:00 að- fararnótt laugardags, á Borgar- braut í Borgarnesi. Reyndist hann ekki vera með gild öku- réttindi og er grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna. Strokpróf sem framkvæmt var á vettvangi gaf jákvæða svörun við neyslu amfetamíns. Var ökumaðurinn sömuleiðis handtekinn og gert að gefa sýni. -kgk Of hratt og í sím- anum BORGARNES: Ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akst- ur á Vesturlandsvegi til móts við Kvíaholt í Borgarnesi að kvöldi föstudags. Var hann kærður fyrir að aka á 68 km/klst., en leyfileg- ur hámarkshraði er 50 km/klst. Hlaut hann hraðasekt upp á 30 þús. krónur. Ekki nóg með það, heldur var viðkomandi einnig í símanum undir stýri og var sekt- aður um 40 þús. krónur fyrir það brot. Samtals mátti ökumaðurinn því reiða fram 70 þúsund krónur í sektir. -kgk Ölvaður með barn í bílnum HVALFJSV: Lögregla hafði eft- irlit með ástandi og réttindum ökumanna við Hvalfjarðargöng að morgni laugardags, frá því um áttaleytið og til hálf tíu, eða þar um bil. Einn ökumaður var handtekinn, grunaður um ölv- un við akstur. Reyndist hann enn fremur vera með barn í bílnum, sem var ekið heim og var barna- vernd gert viðvart. Daginn eftir var lögregla með eftirlit frá 10:00 til 12:00 á sama stað. Fram kem- ur í dagbók lögreglu að allir öku- menn hafi verið allsgáðir, fyrir utan einn sem svaraði við blástur- sprófi en mjög langt undir mörk- um. Var honum ráðlagt að hætta akstri, sem hann og gerði. -kgk Grunsamlegar ferðir SKORRAD: Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í sumarhúsahverfi í Skorradal eftir hádegi á laugardag. Sást til stórs gamals sendibíls á akstri fram og til baka. Hins vegar sáust hvorki skóför né hjólför við neina sum- arbústaði, að minnsta kosti svo vitað sé og bifreiðin fannst ekki. -kgk Fullur á leið í ríkið AKRANES: Lögregla var við eftirlit við verslun Vínbúðarinnar við Kalmansvelli á Akranesi síð- astliðinn laugardag, frá kl. 11:00 og fram yfir hádegi. Einn öku- maður var handtekinn, grunaður að hafa ekið ölvaður í Vínbúðina. Þá var annar ökumaður stöðv- aður fyrir að tala í símann undir stýri. -kgk Gat ekki sýnt fram á réttindi AKRANES: Lögregla sekt- aði ökuman sem stöðvaður var á Akranesi á laugardagskvöld um 40 þúsund krónur, þar sem hann gat ekki sýnt fram á að hafa gild ökuréttindi. Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari búsettur á Íslandi, kvaðst hafa gild ökurétt- indi frá heimalandinu. Hann gat hins vegar ekki sýnt fram á það og var því sektaður. -kgk Fjúkandi trampólín SNÆFELLSBÆR: Tilkynnt var um fjúkandi trampólín við Ólafs- braut í Ólafsvík seint á laugar- dagskvöld. Björgunarsveitar- menn úr Björgunarsveitinni Lífs- björgu fóru á staðinn og bundu trampólínið niður. -kgk Héraðsdómur Vest- urlands kvað í síðustu viku upp dóm í máli sem héraðssaksóknari höfðaði gegn Eng- ilbert Runólfssyni á Akranesi fyrir; „meiri háttar brot gegn skattalögum og bók- haldslögum í sjálf- stæðri atvinnustarfs- semi og fyrir pen- ingaþvætti,“ eins og segir í málsgögnum. Ákært er fyrir að hafa staðið skil á efnislega rangri virðisaukaskattsskýrslu vegna sjálf- stæðrar atvinnustarfssemi í lok árs 2017 og fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslu fyr- ir uppgjörstímabilið mars – apríl rekstrarárið 2017 á lögboðnum ein- daga. Einnig fyrir að hafa ekki stað- ið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem innheimtur var, eða innheimta bar, í starfseminni uppgjörstímabil- in mars –apríl og nóvember –des- ember rekstrarárið 2017 og janúar – febrúar rekstrarárið 2018, sam- tals að fjárhæð tæpar 24 milljón- ir króna. Einnig var hann ásakaður um að hafa látið undir höfuð leggj- ast að færa lögboðið bókhald vegna sjálfstæðrar atvinnustarfssemi sinn- ar í samræmi við lög, á tímabilinu frá janúar 2017 til og með mars 2018. Sömuleiðis var hann ásak- aður um að hafa nýtt ávinning af meintum brotum í þágu atvinnu- rekstrarins og eftir atvikum í eig- in þágu. Dómarinn í mál- inu gerði Engilbert að greiða 58,8 millj- ónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjög- urra vikna frá birtingu dómsins, ella sæta fangelsi í 12 mánuði. Við ákvörðun refsing- ar mat dómari ákærða til málsbóta að hann játaði brot sín fyr- ir dómi og þótti því dómara að því virtu hæfileg refs- ing 10 mánaða fangelsi. Fresta skal fullnustu refsingarinnar, og hún fellur niður, að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dómsins að telja haldi ákærði almennt skilorð skv. 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða var jafnframt gert að greiða sakarkostnað, þókn- un og ferðakostnað verjanda síns á rannsóknarstigi og fyrir dómi, að meðtöldum virðisaukaskatti, svo sem í dómsorði greinir. mm Lögreglunni á Vesturlandi hafa bor- ist nokkrar tilkynningar um grun- samlegar mannaferðir í umdæm- inu í janúarmánuði. Í einu tilviki var um innbrot og skemmdarverk að ræða. „Þetta var í Borgarnesi og á Akranesi en rétt að allir sem einn hafi vara á sér og muni að læsa dyr- um, loka gluggum og muna einnig eftir að læsa geymslum og bílskúr- um,“ segir í tilkynningu Lögregl- unnar á Vesturlandi. Í síðustu viku bárust tilkynnin- gar um grunsamlegar mannaferðir frá íbúum við Bárugötu á Akrane- si og Borgarvík í Borgarnesi, eins og greint var frá í Skessuhorni á miðvikudag. „Í þessari viku hafa okkur borist tilkynningar um gr- unsamlegar mannaferðir að nætur- lagi á Akranesi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. „Tekið var í hurðar- hún á húsi við Höfðagrund og eins við Grenigrund. Í öðru tilvikinu var um tvo menn að ræða að sögn tilkynnanda, annar sagður hafa ver- ið hávaxinn í svartri hettupeysu en hinn þybbinn í grárri hettupeysu. Tilkynnandi sagði þá hafa verið að taka í hurðarhún útidyrar og þegar hann leit út um gluggann sá hann þá við bílskúr hússins,“ segir lögregla og bætir því við að svo virðist sem þessir menn fari um stíga og garða og athugi hvort hús séu opin eða ólæst. „Sérstaklega þarf að passa upp á innganga baka til svo sem frá görðum og einnig passa glugga sem mögulegt væri að komast inn um ef þeir eru ekki vel lokaðir.“ Leit lögreglu að þessum mön- num bar engan árangur og vill hún því hvetja íbúa til að gera nauðsyn- legar varúðarráðstafanir. kgk Mikið hefur verið að gera í snjó- mokstri í Snæfellsbæ að undan- förnu. Á það jafnt við innan þétt- býlisstaða sem og í dreifbýli. Hafa mokstursaðilar því haft mikið að gera. Ljósmyndari Skessuhorns átti leið upp á Fróðárheiði síðastlið- inn fimmtudag en þá var farið í að opna heiðina fyrir umferð, en hún hafði þá verið lokuð dagana á und- an vegna veðurs og ófærðar. Beitt var öflugum snjóblásara frá Vega- gerðinni. þa Opnað fyrir umferð yfir Fróðárheiði Grunsamlegar mannaferðir í landshlutanum Dæmdur fyrir brot á skattalögum og bókhaldslögum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.