Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 27
Skallagrímur vann nauman sigur
á Grindavík, 58-55, í kaflaskipt-
um leik í Domino‘s deild kvenna
á miðvikudag. Leikið var í Borgar-
nesi. Skallagrímskonur höfðu yfir-
höndina lengst framan af fyrri hálf-
leik. Þær voru mun sterkari í upp-
hafsfjórðungnum, leiddu frá fyrstu
mínútu og höfðu átta stiga forskot
eftir fyrsta leikhluta, 19-11. Þær
höfðu yfirhöndina í upphafi annars
fjórðungs, en þá tóku Grindavík-
urkonur að minnka muninn. Leik-
urinn var í járnum um miðjan leik-
hlutann áður en gestirnir náðu smá
rispu og leiddu með fjórum stigum
í hálfleik, 32-36.
Skallagrímskonur byrjuðu síðari
hálfleikinn afar illa og voru stiga-
lausar fram í miðjan þrijða leik-
hluta. Á meðan komust gestirn-
ir þó aðeins fimm stig og leiddu
32-41. Þá tóku Skallagrímskon-
ur að minnka muninn, en Grind-
víkingar skoruðu ekki stig síð-
ustu fjórar mínútur leikhlutans.
Eftir undarlegan þriðja leikhluta
var staðan 40-43, gestunum í vil
og leikurinn galopinn þegar loka-
fjórðungurinn hófst. Skallagríms-
konur voru ákveðnar í lokaleik-
hlutanum. Þær voru ekki lengi að
taka forystuna af Grindvíkingum,
sem fylgdu þó fast á hæla þeirra
það sem eftir lifði leiks. Grinda-
víkurliðið náði að minnka muninn
í eitt stig mjög seint í leiknum, en
nær komust þær ekki. Skallagríms-
konur settu tvö stig til viðbótar af
vítalínunni og sigruðu með þremur
stigum, 58-55.
Keira Robinson átti frábær-
an leik fyrir Skallagrím á báðum
endum vallarins. Hún skoraði 22
stig, tók ellefu fráköst, gaf fimm
stoðsendingar, varði sex skot og
stal fimm boltum. Maja Michalska
skoraði 13 stig og tók sex fráköst,
Emilie Sofie Hesseldal var með
tólf stig og 13 fráköst, Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir skoraði sjö stig og
tók sjö fráköst og Gunnhildur Lind
Hansdóttir skoraði fjögur stig.
jordan Reynolds var skoraði tólf
stig og tók 14 fráköst í liði Grinda-
víkur, Hrund Skúladóttir skoraði
tólf stig og tók fimm fráköst og
Bríet Sif Hinriksdóttir var með tíu
stig.
Skallagrímskonur sitja í fjórða
sæti Domino‘s deildarinnar með
20 stig, jafn mörg stig og Haukar í
sætinu fyrir neðan en tveimur stig-
um á eftir liði Keflvíkinga. Næsti
leikur liðsins er Vesturlandsslagur
gegn Snæfelli á morgun, fimmtu-
daginn 23. janúar. Sá leikur verður
spilaður í Stykkishólmi.
kgk
Skagamenn máttu játa sig sigraða í
fyrsta leik sínum á nýju ári í 2. deild
karla í körfuknattleik. Þeir mættu
Reyni S. á Akranesi síðastliðinn
laugardag og lauk leiknum með
öruggum sigri gestanna, 70-94.
Eftir leikinn sitja Skagamenn í
11. sæti deildarinnar með sex stig,
jafn mörg og lið Leiknis R. í sæt-
inu fyrir ofan en með sex stiga for-
skot á botnlið Ármenninga. Næsti
leikur ÍA er útileikur gegn Stál-úlfi
sunnudagin 26. janúar næstkom-
andi. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho.
Skallagrímskonur eru komn-
ar í undanúrslit Geysisbikarsins í
körfuknattleik, eftir stórsigur á ÍR á
mánudagskvöld, 51-86. Leikið var í
Seljaskóla í Reykjavík. Um skyldu-
sigur var að ræða hjá Skallagrími.
Borgarnesliðið er í hörkubaráttu í
fjórða sæti Domino‘s deildarinnar
en ÍR spilar í 1. deild.
Heimaliðið skoraði fyrstu stigin
en Skallagrímskonur voru sterk-
ari og komust í 2-8. ÍR-ingar voru
ákveðnir í upphafi og jöfnuðu met-
in í 10-10 en eftir það höfðu Borg-
nesingar yfirhöndina. Skallagrímur
leiddi með tíu stigum eftir upphafs-
fjórðunginn, 12-22. Þær voru áfram
sterkari í öðrum leikhluta, bættu
sex stigum til viðbótar við forskot
sitt áður en heimaliðið svaraði. ÍR-
ingar náðu síðan ágætum kafla seint
í fyrri hálfleik þar sem liðið minnk-
aði muninn í níu stig. En Skalla-
grímskonur áttu lokaorðið í fyrri
hálfleik og fóru með 17 stiga for-
ystu inn í hléið, 23-40.
Síðari hálfleikurinn var síðan al-
gjör einstefna. Skallagrímskonur
voru mun sterkari og gátu nán-
ast skorað tvær körfur fyrir hverja
körfu heimaliðsins. Eftir þriðja
leikhluta voru Borgnesingar komn-
ir með 26 stiga forskot, 34-60 og
í rauninni aðeins formsatriði að
spila fjórða leikhlutann. Þar bættu
Skallagrímskonur enn við forskot
sitt og sigruðu að lokum með 35
stigum, 51-86.
Keira Robinson var stigahæst
í liði Skallagríms með 21 stig,
en hún tók sjö fráköst og gaf sex
stoðsendingar að auki. Maja Mic-
halska og Mathilde Colding-Poul-
sen skoruðu tólf stig hvor, Sigrún
Sjöfn Ámundadóttir skoraði ell-
efu, Emilie Hesseldal var með tíu
stig, tólf fráköst og fimm stoðsend-
ingar, Arna Hrönn Ámundadóttir
var með sex stig, Gunnhildur Lind
Hansdóttir skoraði fimm stig, Ingi-
björg Rósa jónsdóttir var með þrjú
stig og þær Karen Munda jóns-
dóttir, Heiður Karlsdóttir og Lis-
beth Inga Kristófersdóttir skoruðu
tvö stig hver.
Nína jenný Kristjánsdóttir var
stigahæsti í liði ÍR með ellefu stig
og Arndís Þóra Þórisdóttir skoraði
tíu stig og gaf sjö stoðsendingar en
aðrar höfðu minna.
Með sigrinum tryggðu Skalla-
grímskonur sér farseðilinn í und-
anúrslit Geysisbikarsins, ásamt
KR, Val og Haukum. Undanúr-
slitin verða leikin í Laugardalshöll.
Dregið var til undanúrslita í há-
deginu í gær og var niðurstaðan að
Skallagrímskonur mæta Haukum.
Valur mætir KR.
kgk
Snæfellingar biðu lægri hlut gegn
liði Álftaness á útivelli, 127-110,
þegar liðin mættust í 1. deild karla
í körfuknattleik á föstudag. Eins og
lokatölur gefa til kynna var leikur-
inn hraður og bæði lið settu allt sitt
púður í sóknarleikinn. Áhorfendur
fengu því skemmtilegan og fjörug-
an leik.
jafnræði var með liðunum í upp-
hafi leiks og staðan var 11-11 eft-
ir sex mínútna leik. Eftir það náðu
Álftnesingar undirtökunum. Þeir
skoruðu grimmt það sem eftir lifði
upphafsfjórðungsins og leiddu með
38 stigum gegn 25 að honum lokn-
um. jafnt var á með liðunum í öðr-
um leikhluta. Snæfellingar náðu
að minnka forskot Álftnesinga lít-
ið eitt og þegar flautað var til hálf-
leiks munaði ellefu stigum á liðun-
um, 66-54.
Snæfellingar voru öflugri í upp-
hafi síðari hálfleiks, minnkuðu
muninn í átta stig áður en heima-
menn tóku við sér að nýju. Álftnes-
ingar komust á mikla siglingu í lok
þriðja leikhluta og gerðu í raun út
um leikinn með góðum leikkafla.
Þeir leiddu með 103 stigum gegn
79 fyrir lokafjórðunginn. Snæfell-
ingar náðu að klóra aðeins í bakk-
ann í lokafjórðungnum en tókst
ekki að ógna sigri Álftnesinga.
Leiknum lauk með 17 stiga sigri
heimamanna, 127-110.
Anders Gabriel Andersteg var
atkvæðamestur í liði Snæfells með
25 stig og níu fráköst. Brandon Ca-
taldo skoraði 20 stig og tók níu frá-
köst, Benjamin Kil var með 18 stig
og níu fráköst, Eiríkur Már Sæv-
arsson skoraði 14 stig, Aron Ingi
Hinriksson var með ellefu stig, Ísak
Örn Baldursson skoraði níu stig,
Guðni sumarliðason sex, Benjamín
Ómar Kristjánsson fjögur og Vikt-
or Brimnir Ásmundarson skoraði
þrjú stig.
Dúi Þór jónsson fór mikinn í liði
Álftnesinga, skoraði 31 stig, gaf 15
stoðsendingar og tók sex fráköst.
Samuel Prescott jr. skoraði 24 stig,
Þorsteinn Finnbogason var með 21
stig, Vilhjálmur Kári jensson skor-
aði 19 stig, tók sex fráköst og gaf
fimm stoðsendingar, Birgir Björn
Pétursson skoraði 13 stig og tók
fimm fráköst og Þorgeir Kristinn
Blöndal var með tíu stig.
Snæfellingar hafa fjögur stig
í sjöunda sæti deildarinnar, jafn
mörg og Skallagrímur í sætinu fyr-
ir neðan en fjórum stigum minna
en Selfoss. Næst leika Hólmarar
gegn Breiðabliki á föstudaginn, 24.
janúar. Sá leikur fer fram í Stykkis-
hólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá.
Tap í fjörugum leik
Skagamenn töpuðu heima
Skallagrímskonur á leið í höllina
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í mikilli baráttu í leiknum gegn ÍR. Ljósm. þe.
Keira Robinson var öflug á báðum endum vallarins. Ljósm. Skallagrímur.
Sigur í kaflaskiptum leik