Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.01.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 22. jANúAR 2020 15 Mannamót landshlutanna með í þrjú ár. Ég hef það mottó að það kostar ekkert að koma og það hefur heldur enginn neinu að tapa,“ segir Liston léttur í bragði. „Ég legg mikið upp úr persónulegu viðmóti og tek jafnt á móti hópum sem ein- staklingum. Svo bara sinni ég þeim eins og þeir vilja. Sumir vilja spjalla, aðrir vilja bara skoða og líta á þetta sem safn og enn aðrir vilja bara fá að fylgjast með mér vinna,“ segir hann. „Svo kemur orðið ansi mik- ið af ljósmyndurum til að glíma við mig sem karakter. Það hefur ver- ið að spyrjast svolítið út, þannig að ég er að verða fyrirsæta líka,“ segir hann og brosir. „Þeim finnst rosa- lega gaman að taka myndir af mér og ég er alltaf til í að gera það sem þeir biðja um, stilla mér upp, skipta um föt og hvaðeina. Við vitum það bara að ein ljósmynd, ef hún ratar eitthvert, þá getur hún haft mik- ið að segja,“ segir listamaðurinn og bætir því við að það hafi komið mjög vel út að opna vinnustofuna. Hann var með vinnustofu á Eyrar- bakka, þar sem er mikið af ferða- mönnum, og er með útivinnustofu austur í Flóa, skammt frá þjóðveg- inum þar sem ferðamenn stoppa iðulega hjá honum. „En ég hafði aldrei haft neitt að selja þeim, fyrr en ég kom í Grundarfjörðinn. Þá var ég iðulega spurður hvort ég ætti ekki minni muni og fór þá að vinna í litla steina líka. Þetta kemur bara mjög vel út saman,“ segir hann og bætir því við að aðsóknin hafi ver- ið afar góð. „Þetta er búið að vera langt umfram það sem ég gerði ráð fyrir. Það er lítið yfir þetta dimm- asta tímabil en á sumrin er nánast ráp út og inn allan daginn,“ segir listamaðurinn. Hann vinnur mest í stein og kann því vel. „Ég vinn mest í grjót. Það er það sem hefur selst mest hjá mér og ég er mest beðinn um að vinna í grjót. Þess vegna er það aðallinn, en mér finnst líka skemmtilegast að vinna í grjótið,“ segir hann, en af hverju er það? „Mér finnst bara gaman að vera skítugur,“ segir Li- ston að endingu og hlær við. „Einstök upplifun“ Giljaböðin í Húsafelli eru nýjung í ferðaþjónustu á Vesturlandi. Þau voru tekin í notkun í vetur, eins og áður hefur verið sagt frá í Skessu- horni. Olga Zoega hefur umsjón með Giljaböðunum og annast leið- sögn í þau. „Ég er búin að vera á Hótel Húsafelli frá 2015 en er búin að færa mig yfir í Giljaböðin,“ seg- ir Olga í samtali við Skessuhorn á Mannamóti. Hún segir ferða- þjónustuna á Húsafelli hafa geng- ið ágætlega upp á síðkastið. „Þetta Hilmar Sigvaldason, vitavörður í Akranesvita, var ánægður með sitt fyrsta Mannamót. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræðingur og formaður Ólafsdalsfélagsins. Listamaðurinn Liston kynnti opna vinnustofu sína í Grundarfirði. Hann hefur einkum fengist við að vinna listaverk úr grjóti. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, safnstjóri Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri, og Kristín Gunnarsdóttir í Ullarselinu. Hörður Míó Ólafsson frá The Cave í Fljótstungu (t.v.) á tali við félaga sinn. Fulltrúar Krauma á Mannamóti. Jónas Friðrik Hjartarson framkvæmdastjóri til vinstri og Narfi Jónsson. Olga Zoega hefur umsjón með Giljaböðunum á Húsafelli og annast leiðsögn þangað. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.