Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2020, Síða 17

Skessuhorn - 05.02.2020, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRúAR 2020 17 Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands hóf vísitasíu sína í Vestur- landsprófastsdæmi með heimsókn í Grunnskólann í Borgarnesi síð- astliðinn fimmtudagsmorgun. Með henni í för voru Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur Vesturlandspró- fastsdæmis og Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Gestirnir skoðuðu skólann í fylgd skólastjórnenda og heilsuðu upp á nemendur og kenn- ara. Eftir hádegið var guðsþjónusta í Brákarhlíð í Borgarnesi og um kvöldið predikaði biskup við messu í Borgarneskirkju. Á föstudaginn hófst svo dagskráin með heimsókn í Akrakirkju, síðan í Álftártungu- kirkju og loks í Álftaneskirkju. Vísitasía biskups hélt svo áfram á sunnudaginn með heimsókn í hið nýja Garða- og Saurbæjar- prestakall. Biskup kom við í öllum kirkjum prestakallsins; Akranes- kirkju, Leirárkirkju og Hallgríms- kirkju í Saurbæ sunnudaginn 2. febrúar en í Innra-Hólmskirkju á mánudeginum. Sama dag heimsótti biskup Dvalarheimilið Höfða og Fjöliðjuna á Akranesi. Vísitasía biskups heldur svo áfram um prófastsdæmið síðar í þessari viku. Næst verður ferðinni heitið á Hvanneyri á föstudag og farið í heimsóknir í skóla staðar- ins, kirkjuna og síðdegiskaffi verð- ur í Skemmunni. Klukkan 18 verð- ur aftansöngur í Hvanneyrarkirkju. Á laugardaginn vísiterar biskup Lundarkirkju klukkan 10 og Bæjar- kirkju klukkan 11. Reykholtspresta- kall verður síðan heimsótt dagana 9.-10. febrúar. Meðal annars verð- ur hátíðarmessa í Reykholtskirkju á sunnudaginn klukkan 14. mm Biskup á ferð og flugi um prófastsdæmið Séra Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur á Borg og Agnes M Sigurðardóttir biskup. Ljósm. þv. Vísitasía biskups hófst á fimmtudaginn í Grunnskólanum í Borgarnesi þar sem þessi mynd var tekin. Ljósm. þv. Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri á Brákarhlíð bætti heldur betur í reynslubankann þegar hann hjálpaði til við að skrýða prófast fyrir messu í Brákarhlíð á fimmtudaginn. Ljósm. Vignir Sigurþórsson. Gengið til hátíðarmessu í Akraneskirkju sl. sunnudag. F.v. Agnes Sigurðarsdóttir, sr. Jón Ragnarsson, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur, Ragnheiður Guð- mundsdóttir djákni og fyrir aftan hana sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli. Ljósm. ki. Að aflokinni hátíðarguðsþjónustu var myndataka á kirkju- tröppunum. Ljósm. ki. Á mánudagsmorgun var farið í heimsókn á Höfða, hjúkr- unar- og dvalarheimili. Hér er rætt um Gústa guðsmann. Ljósm. ki. Spjallað saman í iðjunni á Höfða. Ljósm. ki. Sigrún Clausen íbúi á Höfða tók á móti biskupi. Urðu fagnaðarfundir en Sigrún hafði sem barn verið í sveit hjá afa Agnesar. Ljósm. ki. Í heimsókn í Fjöliðjunni á Akranesi var komið við í dósamóttökunni. F.v. Guðmundur Páll Jónsson, Áslaug Þorsteinsdóttir, Agnes M Sigurðardóttir og Jóhanna Nína Karlsdóttir. Ljósm. mm. Litið upp frá verkum. Þau voru að pakka Prins Pólói þegar biskup heimsótti Fjöliðjuna. Ljósm. mm. Spjallað saman í iðjunni á Höfða. Ljósm. ki. Heilsað upp á starfsfólk Fjöliðjunnar. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.