Mosfellingur - 17.12.2020, Page 45

Mosfellingur - 17.12.2020, Page 45
Kosning á www.mos.is Útnefning á íþróttafólki Mosfellsbæjar 2020 Benedikt er sautján ára námsmaður. Hann hefur stundað hestamennsku frá fæðingu og alla tíð keppt undir merkjum Harðar. Árið 2020 hefur verið Benedikt gjöfult á keppnisbrautinni, hann vann ásamt liðsfélögum sínum Meistaradeild æskunnar, stóð á palli á öllum mótum sumarins og oftar en ekki með tvo hesta í úrslitum. Stærstu sigrarnir voru Íslandsmeistartitill í tölti og sigurvegari í þremur greinum á Reykjavíkurmeistarmótinu auk þess að vera stigahæsti knapinn í unglinga- flokki. Benedikt var valinn í U21 lands- liðið fyrir 2020 og aftur fyrir 2021, einnig hlaut hann afreksstyrk Mosfellsbæjar. Styrkleikar Benedikts liggja í fjölhæfni hans í hestamennskunni og er hann vel hestaður í allar keppnisgreinar. Benedikt Ólafsson hestaíþróttir Hann hefur stundað æfingar af miklum krafti þetta ár og er hann meðal fremstu spretthlaupurum landsins. Hann keppti á helstu mótum sem haldin voru í ár. Á meistarmóti Íslands var hann í 3. sæti í 100 m og 200 m hlaupi, eins var hann í 3. sæti í bikarkeppninni í 60 m hlaupi . Hann var í 1. sæti í 100 m og 200 m hlaupi í Barion-stund sem var haldin hér á Varmárvelli. Guðmundur Ágúst hefur stundað æfingar og keppni með Aftureldingu í mörg ár og er góð fyrirmynd innan sem utan vallar. guðmundur ágúst Thoroddsen frjálsar Hilmir Berg er fæddur árið 2000, hann er uppalinn hjá Aftureldingu og á marga titla með yngri flokkum félagsins. Hilmir hefur verið mikilvægur hlekkur í úrvalsdeildarliði félagsins frá ungl- ingsaldri. Hann hefur leikið með öllum unglingalandsliðum Íslands. Á síðasta leikári var hann valinn í A-landsliðhóp karla. Hilmir Berg er einstaklega geðgóður og brosmildur ungur maður og hefur lagt mikið á sig fyrir íþrótt sína. Hann hefur verið aðal-uppspilari meistaraflokks karla undanfarin 3 ár og ber því miklar ábyrgð. Hann er mjög samviskusamur og mætir vel á æfingar þrátt fyrir að vera í erfiðu námi. Hann er góð fyrirmynd yngri leikmanna sem leggur sig alltaf fram. Hilmir Berg Halldórsson blak Kári Steinn spilaði stórt hlutverk í liði Aftureldingar í Lengjudeildinni 2020, spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk auk þess að eiga stoðsendingar og búa til færi fyrir samherja sína. Kári kom til liðs Aftureldingar árið 2019 úr liði KFG og nýlega framlengdi hann samning sinn til næstu tveggja ára en hann hefur fallið mjög vel inn í leikstíl Aftureldingar og bætt leik sinn mikið í Mosfellsbæ undanfarin tvö ár. Kári er félagi góður og er vel að þessum titli kominn. Það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. Kári steinn Hlífarsson knattspyrna Ingólfur er 43 ára og keppir í flokki sérútbúinna torfærubíla undir merkj- um Torfæruklúbbsins TKS og varð Íslandsmeistari árið 2020. Endaði hann allar keppnir á verðlaunapalli og þar af tvisvar sinnum í fyrsta sæti, einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Hann hefur undanfarin ár þróað og bætt bíl sinn og nú farinn að þekkja bílinn hjá sér vel sem skilaði sér augljóslega í sumar. Ingólfur hefur ekki bara lagt mikið í sinn eigin bíl og þá vinnu sem liggur að baki Íslandsmeistaratitlinum í ár heldur er hann þekktur fyrir hjálpsemi sína og er alltaf boðinn og búinn til að hjálpa mótherjum sínum þegar eitthvað vantar og hjálpa þeim. ingólfur guðvarðarson akstursíþróttir Guðmundur Árni lék mjög vel á seinni hluta síðasta tímabils, hann var markahæsti leikmaður Aftureldingar og endaði sem næstmarkahæsti leikmaður Olís deildarinnar. Hann var lykilmaður liðsins sem endaði í 3. sæti Olís deildarinnar. Hann hefur einnig leikið mjög vel á þessu tímabili og er liðið núna á toppnum í Olís deild karla. Hann var á dögunum valinn í 35 manna landsliðhóp fyrir HM í Egyptalandi sem hefst núna í janúar. Guðmundur Árni er mikill leiðtogi innan sem utan vallar. Hann æfir vel, leggur mikið á sig og er frábær fyrirmynd fyrir okkar ungu og efnilegu leikmenn. guðmundur árni handknattleikur Helsta afrekið á þessu ári var á Íslandsmótinu í götuhjóla, 1. sæti í hans flokki U23. Ekki var mögulegt að keppa erlendis í ár vegna Covid-19 sem gerði þetta ár erfiðara en önnur. Eyþór keppti í því sem stóð til boða á Íslandi í götuhjólum, Creterium og TT. Afburða íþróttamaður og hugurinn er á réttum stað. Hann dvaldi á Kanaríeyjum við æfingar í janúar og febrúar og hefur æft vel í ár við erfiðar kringumstæður. Eyþór hefur staðið sig vel í sinni íþrótt á árinu, er góður í hóp og duglegur að miðla sinni kunnáttu til nýrra félaga. Eyþór Eiríksson hjólreiðar Arnar er landsliðsmaður í bardaga og hefur verið það nánast óslitið frá árinu 1998. Auk þess að vera keppandi í fremstu röð er Arnar yfirþjálfari Taekwondodeilda Aftureldingar og ÍR. Taekwondodeild Aftureldingar er búin að vera í sérflokki á mótunum hér heima undanfarin ár, undir handleiðslu Arnars. Bikarmeistari TKÍ veturna 2017- 2018, 2018-2019 og 2019-2020 Íslandsmeistari í bardaga 2018 og 2019 (ekkert Íslandsmeistaramót fór fram 2020). Íslandsmeistari í Poomsae 2019 (ekkert Íslandsmeistaramót fór fram 2020). Auk margra verðlauna á NM og öðrum erlendum mótum. Arnar Bragason taekwondo Helsta afrek ársins hjá Óliver var að verða Íslandsmeistari í unglingaflokki í rallycrossi 2020. Óliver stundaði æfingar vikulega síðasta vetur og fram á sumar. Hann byrjaði að keppa í júní 2019 og hefur keppt í öllum keppnum síðan þá. Sumarið 2019 gekk mjög vel, og kláraði Óliver tímabilið í 4. sæti til Íslandsmeistara. Tímabilið 2020 tókst vel, Óliver stóð á verðlaunapalli eftir allar keppnir og stóð uppi sem Íslandsmeistari í lok sumars eftir harða baráttu. Tilnefning Ólivers myndi virka hvetjandi fyrir unga krakka úr Mosfells- bæ, þar sem akstursíþróttir og önnur jaðarsport henta oft þeim sem ekki finna sig í hópíþróttum. Hann ætlar að halda áfram en keppir þá í öðrum flokki, þar sem hann verður orðinn 17 ára. Óliver Örn Jónasson akstursíþróttir Steingrímur Bjarnason er 53 ára Mosfellingur. Hann varð Íslandsmeistari í götubílaflokki í torfæru árið 2020. Eknar voru 4 umferðir í Íslandsmótinu í sumar og vann hann 3 keppnir og varð annar í einni umferð. Hann er búin að keppa og aðstoða aðra í 30 ár, þar af keppa í 18 ár. Hann varð Íslandsmeistari í torfæru 1991, 2009, 2019 og 2020 og hefur tvisvar sinnum orðið íslandsmeistari í sandspyrnu í jeppaflokki, 2009 og 2019. steingrímur Bjarnason akstursíþróttir Þórður fluttist í fullorðinsflokk á árinu, keppti í fyrsta sinn sem fullorðinn á Íslandsmeistaramótinu í kata og gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeist- aratitilinn en hann vann meðal annars sexfaldan og fráfarandi Íslandsmeistara í undanúrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding eignast Íslandsmeist- ara í fullorðinsflokki í kata. Hann er einnig RIG meistari í kata junior pilta. Þórður er í A-landsliði Íslands í kata og keppti m.a. á Evrópumóti ungmenna. Helstu afrek Þórðar á árinu 2020 voru: RIG 2020 kata kunior pilta 1. sæti – Reykjavíkurmeistari í junior. RIG 2020 kata senior karla 2. sæti. Íslands- meistaramót kata fullorðinna 1. sæti – Íslandsmeistari fullorðinna Evrópumeistaramót junior karla. Þórður Jökull Henrysson karate Ýmir Snær er 18 ára nemandi í FMos. Ýmir er ungur og upprennandi sund- maður sem æfir með íþróttafélaginu Ösp. Þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið um mót á árinu 2020 hefur Ýmir sýnt miklar framfarir og hefur komið með hverja bætinguna á fætur annarri á öllum mótum sem hann hefur tekið þátt í. Ýmir Snær keppti á Malmö Open í febrúar en það er stórt alþjóðlegt mót fyrir fatlaða sem haldið er á hverju ári. Þar nældi hann sér í 1 silfur og 3 brons. Silfur fyrir 50 m skriðsund og brons fyrir 25 m flugsund, 25 m skriðsund og 25 m bringusund. Einnig er Ýmir Snær duglegur að stunda félagslífið og fara sundfélagarnir saman í æfingabúðir einu sinni til tvisvar yfir veturinn. Ýmir snær Hlynsson sund Sundmaður Aftureldingar er Sigurður Þráinn Sigurðsson Hann var rétt hjá lágmörkum inn á Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug í júlí og hefði að öllum líkindum komist inn á ÍM 25 ef veturinn hefði verið eðlilegur og mótið hefði farið fram. Hann hefur staðið sig vel á æfingum. sigurður Þráinn sigurðsson sund Kristófer er 19 ára gamall Mosfellingur. Kristófer er einn af allra bestu kylfing- um landsins en helsti árangur hans árið 2020 var eftirfarandi: Íslandsmeistari í holukeppni 19-21 árs Íslandsmeistari í höggleik 19-21 árs Stigameistari GSÍ 19-21 árs Klúbbmeistari karla hjá GM Valinn í A-landslið Íslands sem lék á Evrópumóti í Hollandi Kristófer lék lykilhlutverk í sterku liði GM í Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Kristófer er góður liðsmaður og frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur GM. Kristófer stefnir á atvinnumennsku í golfi að loknu námi. Kristófer Karl Karlsson golf Kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til íþróttakarls mosfellsbæjar 2020 og afrekum þeirra á árinu.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.