Ægir - 2019, Blaðsíða 14
14
Smyril Line, sem á og rekur vöru-
flutningaferjuna Mykines og farþega-
og vöruflutningaferjuna Norrænu,
hefur fest kaup á nýrri vöruflutn-
ingaferju sem mun hefja áætlunar-
siglingar um miðjan janúar 2020 milli
Þorlákshafnar og Hirtshals í Dan-
mörku með viðkomu í Færeyjum. Ferj-
an, sem fær nafnið Akranes, er 10.000
tonn og getur tekið 100 vöruflutn-
ingavagna í hverri ferð.
Með tilkomu nýju ferjunnar opnast
nýir möguleikar fyrir inn og útflytjend
ur á Íslandi. „Annars vegar styttum við
flutningstímann fyrir innflutning frá
Danmörku og Færeyjum til Íslands tölu
vert og hins vegar bjóðum við upp á
nýja útflutningsleið, t.d. fyrir fisk, um
Danmörku til Evrópu,“ segir Linda Björk
Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri
Smyril Line á Íslandi.
Ný inn- og útflutningsleið
um Danmörku
„Við siglum vikulega frá miðjum janúar
2020 milli Þorlákshafnar og Hirtshals á
Jótlandi, þangað sem Norræna siglir líka,
með viðkomu í Færeyjum. Farið verður
frá Danmörku á föstudagseftirmiðdegi
og komið til Íslands á mánudegi og er ég
spennt að sjá hvernig þessari nýju inn
og útflutningsleið verður tekið, bæði
fyrir fisk frá suðvesturhorninu í gegnum
Danmörku til Evrópu og allskyns inn og
útflutning til og frá Skandinavíu og
meginlandinu,“ segir Linda Björk.
Fyrir á Smyril Line Norrænu, Hvíta
nes, Eystnes og Mykines. Nýja skipið
Akranes er systurskip Mykines, sem hef
ur reynst mjög vel í siglingum milli Þor
lákshafnar og Rotterdam. Akranes, sem
bar áður nafnið Bore Bank, var byggt
árið 1998 í UMOE skipasmíðastöðinni í
Noregi. Skipið er 138 metra langt, 23
metra breitt, 10.000 tonn og tekur 100
vöruflutningavagna í hverri ferð.
Lyftistöng fyrir bæði höfnina
og sveitarfélagið
„Við höfum unnið markvisst að því að
efla siglingar til og frá Þorlákshöfn og
áætlunarferðir Akraness verða enn frek
ari lyftistöng fyrir bæði höfnina og
sveitarfélagið enda aukast umsvifin við
höfnina enn frekar og þar með líka bæði
störf og afleidd atvinnustarfsemi í sveit
arfélaginu,“ segir Elliði Vignisson bæjar
stjóri sveitarfélagsins Ölfuss.
„Þorlákshöfn er í dag orðin lykilhöfn í
flutningum á sjó til og frá Evrópu. Til að
styðja við þessa þróun höfum við gert
miklar endurbætur á hafnaraðstöðunni
og þær framkvæmdir nýtast okkur í
þessu vaxtarskrefi enda notar nýja ferj
an sömu aðstöðu og Mykines. Þá eigum
við tilbúnar lóðir á hafnarsvæðinu fyrir
aukna starfsemi. Við höfum þá trú að á
komandi árum muni inn og útflytjendur
leggja aukna áherslu á skemmri siglingu
til að tryggja betur ferskleika vörunnar
og draga úr kolefnisspori vegna flutn
inga en siglingin til og frá Evrópu tekur
hátt í sólarhring skemmri tíma þegar
siglt er hingað miðað við Faxaflóann.“
Smyril Line
Auknir útflutningsmöguleikar
frá Þorlákshöfn með nýrri ferju
■ Nýja vöruflutningaferjan Akranes getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð.
■ Linda Björk Gunnlaugsdóttir,
framkvæmdastjóri Smyril Line.
Vöruflutningar