Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 16

Ægir - 2019, Side 16
16 „Við erum komnir með um 6.000 tonn á árinu á Páli Pálssyni ÍS en líklega náði gamli Páll Pálsson ÍS aldrei þeim afla á einu ári. Það væri hægt að taka mun meira því það er ekki stíft sótt. Við vorum 192 daga á sjó á síðasta kvótaári en við erum fyrst og fremst að fiska fyrir frystihúsið. Vinnslan ræður ferðinni en í húsinu er verið að vinna ferskan fisk og í frost. Það sem þeir ekki þurfa eða vilja fer svo á markað,“ segir Páll Halldórsson, skip- stjóri á ferskfisktogaranum Páli Páls- syni ÍS. Togarinn er gerður út af Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal og kom nýsmíðaður frá Kína í sumar- byrjun 2018 og leysti þá af hólmi nokkuð aldraðan nafna sinn. Páll seg- ir að skipið hafi reynst ljómandi vel. Gengur vel með tvö trollin „Við erum nær eingöngu með tvö troll úti og það virkar vel, skilar meiri afla. Reyndar svolítið misjafnt eftir svæðum og hvaða fisktegundir við erum að veiða. Við erum nær eingöngu í þorski og ufsa og svæðið okkar er aðallega frá Víkurál og austur í Reykjafjarðarál. Við erum ekkert mikið að spá í kvótann. Okkur er bara sagt að veiða ákveðið magn af ákveðnum tegundum og við bara gerum það. Þetta er eins og fara með innkaupalista út á sjó.“ Páll segir að hafa þurfi meira fyrir að ná þorskinum en áður. Það sé minna af honum á þessum miðum fyrir vestan. Hann hafi líklega fært sig yfir til Græn­ lands, þar sé nóg að éta en minna fyrir hann að hafa hér. Þess vegna fari þorsk­ urinn eitthvert annað í ætisleit. „En þetta fer að koma. Svo er ufsinn dyntóttur og hefur alla tíð verið. Stund­ um er mikið af honum og stundum lítið. Það er því erfitt að meta hvort meira eða minna sé af honum. Hann er bara þannig fiskur,“ segir Páll. Vel gengur á nýjum Páli Pálssyni ÍS Komnir í 6.000 tonn á árinu ■ Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS. ■ Skipið kom nýtt til landsins í sumarbyrjun 2018 og hefur fiskað vel frá því það hóf veiðar. Páll Pálsson ÍS er systurskip Breka VE og voru skipin smíðuð í Kína. Togveiðar

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.