Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 19

Ægir - 2019, Side 19
19 geyma hana, aðrar geymslu­ aðferðir voru ekki til. Í dag þarf ekki að láta hana hanga heldur er miklu einfaldara að geyma hana bara í frysti þar til hún er soðin.“ Karlmennskuþor og brennivín Vestfirðingar hafa löngum verið þekktir fyrir áhuga sinn á kæstri skötu og það er einmitt vestfirska útgáfan af þessum illa þefjandi brjósk­ fiski sem hefur orðið hvað vinsælust á Þorláksmessu. Það þykir nokkur karl­ mennskubragur á því að snæða skötuna sem allra mest kæsta og til að koma henni sem best niður um vél­ indað er oft brugðið á það ráð að deyfa bragðlaukana með rótsterku brennivíni. Þá er kátt hjá körlum. Ofveidd dýrategund Skata (Dipturus batis) er mjög stór skötutegund, yfir­ leitt um 100 til 150 cm löng, en hún getur náð næstum 3 m lengd. Skatan var nokkuð algeng á Íslandsmiðum en hefur verið ofveidd þar sem aflinn er nú aðeins um 10% af því sem hann var fyrir 50 árum. Það er ekkert afla­ mark á skötu enda er hún aðallega meðafli við aðrar veiðar. Skata finnst allt í kringum landið en er mun sjaldgæfari í kalda sjónum norðan og austan við landið. Skata er yfirleitt meðafli í veiðarfærum og árlega veið­ ast um 200 tonn. Skatan finnst á breiðu dýptarsviði, frá 10 til 1000 m dýpi, oftast milli 100 og 200 m en grynnra yfir sumartímann. Alls ekki úldin! Það er algeng trú að Íslend­ ingar borði úldna skötu en það er ekki rétt.Skatan er ekki úldin! Við kæsinguna brotna þvagefnin í fiskinum niður í sterklyktandi amm­ oníaksambönd en þar geta skaðlegar bakteríur, sem valda úldnun, alls ekki þrifist vegna þess hve sýrustigið er hátt. Hákarlinn er unninn á svipaðan hátt en hann er borðaður hrár en skatan er soðin.  Mörgum finnist skatan herramannsmatur en einhverra hluta vegna er hún nær einungis snædd á Þorláksmessu 23. desember ár hvert. Og þá eru jólin komin. Jólin og fiskmetið

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.