Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 3. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  129. tölublað  108. árgangur  UPPLIFANIR SEM ENGINN MÁ MISSA AF SKRÁSETTAR SLÚÐURSÖGUR UNDIRBÝR ÞRJÁ NÝJA SPAÐASTAÐI BAKKABRÆÐUR LOTTU 24 VIÐSKIPTAMOGGINNFERÐABLAÐ 16 SÍÐUR A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Áskrifendum hefur fjölgað stöð- ugt síðustu ár og notkunin aukist samfara því,“ segir Eiður Arnars- son, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda. Félagið hefur tekið saman tölur um sölu og streymi á tónlist hér á landi á síðasta ári. Eiður segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hversu miklu er streymt af tónlist hér. „Þetta eru alls einn milljarður og 45 milljónir streyma hér á landi í fyrra. Það þýðir um 21 milljón streyma á viku, býsna stöðugt,“ segir Eiður. Eitt streymi er lag sem spilað er lengur en 30 sekúndur. Alls eru nú um 100 þúsund áskrifendur að Spotify á Íslandi, eða um 28% þjóðarinnar. Margir eru með svokallaðar fjölskyldu- áskriftir og kveðst Eiður telja að hátt í 130 þúsund manns séu með greiddan aðgang að veitunni. Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa af plötusölu og streymi árið 2019 hækkuðu lítillega frá fyrra ári en það er annað árið í röð sem slík hækkun á sér stað. Fram að því hafði verið samdráttur um sjö ára skeið. Tekjur innlendra tónlistarrétthafa vegna ársins 2019 eru þó í reynd aðeins ríflega þriðj- ungur tekna ársins 2011. „Samanlögð sala var mest árið 2005 en hæst reis sala íslenskrar tónlistar þó árið 2011 og naut þá nærri 80% hlutdeildar. Salan minnkaði stöðugt næstu ár á eftir og varð minnst árið 2014 og nam þá aðeins um 60% af hápunktinum árið 2005,“ segir í skýrslunni. Heildar- sala hafi þó aukist eftir tilkomu Spotify. „En þrátt fyrir mikla aukn- ingu heildarsölu hefur bæði sala og hlutdeild innlendrar tónlistar minnkað og er nú aðeins 23% af heild.“ »12 Morgunblaðið/Eggert Vinsældir Tónlistarmaðurinn Auð- ur nýtur mikilla vinsælda á Spotify. Yfir milljarður streyma í fyrra  Tekjur af plötusölu og streymi aukast  Minni hlutdeild íslenskrar tónlistar Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Mótmæli í Bandaríkjunum héldu áfram af fullum þunga í gær þrátt fyrir að stjórnmálaleiðtogar hvettu landsmenn til stillingar. Sjaldan hefur mætt á Bandaríkjum Norður-Ameríku sem í kjöl- far andláts George Floyds, blökkumanns sem lög- regluþjónn varð að bana í Minneapolis á mánu- daginn fyrir rúmri viku, og leggst ófremdar- ástandið ofan á þann ugg sem kórónuveiran hefur bakað þjóðinni. Fréttaritari sænska dagblaðsins Expressen ræddi við Morgunblaðið í gærkvöldi og sagði frá því að mótmælendur hefðu ráðist á húsnæði smá- sölurisans Macy’s í New York auk annarra spjalla, en sami fréttaritari var skotinn niður með gúmmíkúlu lögreglu í Minneapolis um helgina. Mótmæli boðuð í Reykjavík Jón Emil Claessen Guðbrandsson, sem búsett- ur er í Brooklyn, sagðist enn fremur smeykur við að hleypa 14 ára dóttur sinni úr húsi, en Jón Emil býr steinsnar frá Barclays Center, íþróttaleik- vangi þar sem mótmælendur koma saman og hita upp fyrir komandi átök. Sagði hann glæpagengi og róttæklinga sjá sér leik á borði og nýta sér mótmælin. Félagsskapur Bandaríkjamanna á Íslandi hyggst efna til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag og segir í fréttatilkynningu nóg komið, mót- mælin snúist um samstöðu og nú sé svo komið að hópurinn geti ekki lengur þagað þunnu hljóði, kerfi sem byggi á yfirburðum hvítra sem myrði svart fólk í krafti einkennisorða bandarísku lög- reglunnar „vernd og aðstoð“ verði ekki lengur liðið. Mótmælt af fullum þunga  Íslendingur í New York segist vera smeykur við að hleypa dóttur sinni út AFP Eining Þjóðvarðliðar og mótmælendur krjúpa í samstöðu í Los Angeles í gær. Útgöngubann hefur verið sett á í tugum borga í Bandaríkjunum. MMótmælaalda í Bandaríkjunum »2 og 11 Mikilvægt er að sýnataka vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram í tengslum við farþegaflutn- inga til landsins gegnum Akur- eyrar- og Reykjavíkurflugvöll. Á þetta bendir Haukur B. Sigmars- son, framkvæmdastjóri Depla Farm, í samtali við Viðskipta- Moggann í dag. Hingað til hefur höfuðáhersla verið lögð á að skim- anir í tengslum við faraldurinn verði framkvæmdar við komu ferðalanga í Keflavík og á Seyðis- firði þar sem Norræna leggur að bryggju. Hins vegar koma til landsins ferðamenn sem ferðast með einkaþotum og lenda þær í langflestum tilvikum annars stað- ar en í Reykjavík. Haukur bendir á að ferðamenn sem komi til landsins með þessum hættu eyði gjarnan miklum fjár- munum meðan á dvöl sinni stend- ur og séu því verðmætari fyrir hagkerfið en aðrir sem sæki land- ið heim. Hann segir að mikill áhugi sé meðal fólks sem nýti sér einkaþot- ur til ferðalaga til að koma hingað. Landið hafi áunnið sér traust með viðbrögðum við faraldrinum. »4 Morgunblaðið/Eggert Einkaþota Tryggja þarf skimun þegar einkaþotur koma til landsins. Þarf að skima á fleiri völlum  Hafa áhyggjur af lúxusferðamönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.