Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Ástandið er mjög eldfimt og þessi viðbrögð forsetans gera ekkert til að slá á mótmælin. Í stað þess að rétta út sáttarhönd og sýna ein- hvern vilja til þess að koma til móts við kröfur mótmælenda, sem eru auðvitað að mótmæla lögreglu- ofbeldi, og ekki bara drápinu á George Floyd, heldur ítrekuðum drápum á svörtu fólki, mætir hann þessu með hörku,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmála- fræðideild Háskóla Íslands. „Það er ekki hlutverk herafla að ráðast gegn eigin borgurum og þetta er ekki í samræmi við stjórnarvenjur Bandaríkjanna,“ segir Silja Bára. Hins vegar sé í bandarískum lög- um ákvæði sem heimili alríkinu að grípa inn í uppreisnir gegn ríkisstjórum og ríkisþingum. Lögin voru sett 1807 en þeim sett frekari skorður 1878 í kjölfar borgarastyrjaldarinnar, en samkvæmt lögunum má forseti senda her til aðstoðar ríkis- stjórnvöldum óski þau eftir því vegna uppreisnar sem þau ráði ekki við. „Þetta er enn sem komið er ekki uppreisn gegn stjórnvöldum heldur mótmæli. Það er lína þarna sem hann er við það að fara yfir, en hann fer ekki yfir hana fyrr en hann sendir inn herlið í óþökk ríkis- stjóra,“ segir Silja Bára. Hins vegar þurfi að hafa í huga að Trump hafi áður sagst ætla að gera hluti sem hann geri svo ekki. „Hann hefur tilhneigingu til að hlaupa upp til handa og fóta, hann grípur ofboðslega sterkt til orða og notar orðalag sem fólki bregður við, en svo fylgir hann því ekki alltaf eftir.“ Við það að fara yfir línu  „Ekki hlutverk herafla að ráðast gegn eigin borgurum og þetta er ekki í samræmi við stjórnarvenjur Bandaríkjanna“ Silja Bára Ómarsdóttir Góð og glaðvær stemmning ríkti í Hátúni 12 í gær þegar verk- efninu Allir hjóla var formlega ýtt úr vör, en að því standa samnefnd félagasamtök og Hjálpartækjaleiga Sjálfsbjargar. Klippt var á borða og því næst var gestum boðið að prófa hjólin, sem einstaklingar og minni hópar geta fengið lánuð hjá Hjálpartækjaleigunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjólunum rúllað af stað Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is hef- ur umsjón með Ferðablöðum Morgunblaðsins. Hún segir að blöðin séu gefin út til að koma til móts við lesendur sem þyrsti í upplýsingar um hvað Ísland hef- ur upp á að bjóða. „Sumarfrí landsmanna eru fram undan og skortir marga hugmyndir um hvert skal halda. Við ákváðum að skipta land- inu upp í fjóra hluta og taka einn hluta fyrir í hverju blaði. Í Ferðablöðunum verða viðtöl við fólk sem elskar Ísland og getur deilt ferðaráðum með okkur hinum. Við tökum fyrir hótel, veitinga- staði og upplifanir sem enginn má missa af. Í blaðinu í dag er viðtal við Flosa Þorgeirsson leiðsögumann og rokk- stjörnu í HAM. Hann segist vera löngu hættur að nenna að fara með leiðinlegt fólk í dagsferðir frá Reykjavík og segir að þetta fólk hafi frekar vilja finna góða staði til að taka sjálfur í stað þess að fræðast um land og þjóð,“ segir Marta María. Morgunblaðið gefur út fjögur ferðablöð Marta María Jónasdóttir Kærunefnd jafnréttismála hefur úr- skurðað að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, hafi við skipun Páls Magnús- sonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins brotið gegn jafnréttislögum. Alls sóttu þrettán um embættið þegar það var auglýst í júní í fyrra og fjórir voru svo metnir hæfastir af nefnd sem mat hæfi umsækjenda. Einn um- sækjenda, Hafdís Helga Ólafsdóttir, kærði skipunina. Hún var ekki í hópi þeirra fjögurra sem nefndin mat hæfasta. Kærunefndin telur að ráðherra hafi vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun hennar, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileika hennar og hæfni til að tjá sig í riti, sem hafi allt verið fortakslaus skilyrði. Í skriflegu svari aðstoðarmanns Lilju til mbl.is í gærkvöldi segir m.a. að hún hafi ekki talið ástæðu til að víkja frá niðurstöðu lögbundinnar hæfnisnefndar við skipun í emb- ættið. „Við mat hæfnisnefndarinnar og með sjálfstæðu mati ráðherra var horft til málefnalegra sjónarmiða sem fram komu í auglýsingu um embættið,“ segir í svarinu og því hafi ráðuneytisstjóri verið skipaður úr hópi þeirra fjögurra sem metin höfðu verið hæfust. Skipun úrskurðuð brot á jafnréttislögum  Taldi ekki ástæðu til að víkja frá áliti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.