Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Veitingageirinn er jafnt og þétt að
ná vopnum sínum eftir kórónuveiru-
faraldurinn undanfarna mánuði, en
Gunnar Karl Gíslason, eigandi veit-
ingastaðarins Dill í Kjörgarði á
Laugavegi, fer
hægt í sak-
irnar og verð-
ur aðeins með
opið á laugar-
dagskvöldum
fyrst um sinn.
„Ég ætla að
sjá hvernig
málin þróast,“
segir hann.
„Skynsamlegast er að fara af stað
með ró og halda áfram að spila
varnarleikinn. Undanfarnir mánuðir
hafa augljóslega verið mjög erfiðir
en markmiðið er að komast örugg-
lega frekar en hratt af stað.“
Gunnar Karl og Ólafur Örn Ólafs-
son opnuðu veitingastaðinn Dill í
Norræna húsinu í ársbyrjun 2009,
þar sem hann vakti fljótlega athygli
fyrir norræna matargerð. Gunnar
Karl opnaði veitingastaðinn Agern í
New York í ársbyrjun 2016, nýtti
sér norrænar aðferðir og hefðir og
ekki leið á löngu þar til staðurinn
fékk Michelin-stjörnuna, eina æðstu
viðurkenningu sem veitingahúsi get-
ur hlotnast. Auk þess fékk Agern
þrjár stjörnur frá Pete Wells hjá
NYT, sem þykir jafnvel meira afrek
en Michelin-stjarnan. Dill fékk hana
fyrst íslenskra veitingastaða 2017 en
missti hana í fyrra. Gunnar Karl
flutti heim, endurreisti Dill síðast-
liðið haust, flutti staðinn í Kjörgarð
og endurheimti stjörnuna á nýjum
stað um miðjan febrúar síðastliðinn.
Um 92% samdráttur
Gunnar Karl segir að staðurinn
hafi verið fullbókaður þrjá mánuði
fram í tímann, en á svipstundu hafi
hann staðið frammi fyrir tómum sal.
„Salan hefur dregist saman um 92%
en við ákváðum að halda áfram á
sömu braut nema hvað við höfum
aðeins verið með opið eitt kvöld í
viku,“ segir hann. „Erlendir gestir
hafa verið í miklum meirihluta, um
og yfir 80%, en Íslendingar hafa tek-
ið við sér og fyllt staðinn á laugar-
dagskvöldum.“ Hann segir samt
ekki tímabært að auka þjónustutíma
og aðstoð ríkisins hafi bjargað störf-
um allra á Dill. „Fyrir það erum við
öll einstaklega þakklát og við verð-
um í viðbragðsstöðu, þegar ferða-
menn fara aftur að streyma til
landsins.“
Þegar Gunnar Karl byrjaði með
Dill í Norræna húsinu 2009 var hann
í svipuðum sporum og nú. „Banka-
hrunið skall á rétt áður en við opn-
uðum og því þurftum við að endur-
skoða allt frá grunni,“ rifjar hann
upp. Allar fyrri hugmyndir hafi ver-
ið settar til hliðar og allt miðað við
það að halda kostnaði í algjöru lág-
marki. Uppbyggingin hafi tekist vel
og Michelin-stjarnan verið rós í
hnappagatið.
Gunnar Karl segir að ástandið nú
sé vægast sagt undarlegt. Stundum
hafi hvarflað að sér að fara bara að
gera eitthvað allt annað, en innst
inni vilji hann halda áfram að gera
góða hluti með það að leiðarljósi að
koma staðnum aftur í fyrra horf.
Verði löng bið eftir erlendum ferða-
mönnum þurfi hugsanlega að leita
annarra leiða, vera jafnvel með vín-
bar og lifandi tónlist, en of snemmt
sé að breyta til. „Vonandi getum við
bætt við kvöldum jafnt og þétt, en
aðalatriðið er að bjóða góðan mat og
góða þjónustu þau kvöld sem við er-
um með opið.“
Morgunblaðið/Eggert
Tilbúinn Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dills á Laugavegi, eina Michelin-stjörnustaðar landsins.
Dill einu sinni í viku
Starfsfólk Michelin-stjörnustaðarins í viðbragðsstöðu
MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 155. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Þegar upp kom sú hugmynd að ég yrði aðstoðarþjálfari
liðsins fannst mér það strax mjög spennandi. Að stórum
hluta vegna þess að ég vissi að ég myndi ekki geta spilað
neitt fram að áramótum í það minnsta og það verður
mitt stærsta hlutverk í vetur reikna ég með,“ segir Hel-
ena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, meðal
annars í samtali við Morgunblaðið í dag. Helena leikur
ekki með Val eða landsliðinu fyrri hluta næsta vetrar þar
sem hún er kona ekki einsömul. »22
Reiknar með að þjálfarahlutverkið
verði stærra en spilamennskan
ÍÞRÓTTIR MENNING
Alexander Roberts, sem
hefur undanfarin sjö ár
staðið að uppbyggingu
og stjórn Reykjavík
Dance Festival, hefur
verið ráðinn stjórnandi
Rosendal-leikhússins í
Þrándheimi í Noregi. Al-
exander er breskur en
hefur í mörg undanfarin
ár verið búsettur hér á
landi ásamt fjölskyldu
sinni og sett mark sitt á
sviðslistalífið hér á
ýmsa vegu. Í tilkynningu frá Rosendal-leikhúsinu
segir að 17 góðar umsóknir hafi borist um leik-
hússtjórastöðuna en umsókn Alexanders hafi borið
þar af. Hann kveðst fagna áskoruninni, að stýra
metnaðarfullu starfinu í rótgrónu leikhúsinu sem
hann þekki vel til.
Alexander Roberts tekur við
Rosendal-leikhúsinu í Þrándheimi