Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Jákvæðu fréttirnar eru þær aðtónlistarmarkaðurinn hefuraldrei verið stærri. Því mið-ur fer stærstur hluti tekn-
anna til erlendra fyrirtækja,“ segir
Eiður Arnarsson, framkvæmda-
stjóri Félags
hljómplötufram-
leiðenda.
Sú grund-
vallarbreyting
sem orðið hefur á
tónlistarneyslu
landsmanna sést
vel á nýjum töl-
um um sölu og
streymi tónlistar
frá því í fyrra.
Tölurnar eru
gefnar úr af Félagi hljómplötufram-
leiðenda sem safnar saman sölutöl-
um félagsmanna sinna og vinnur úr
gögnum frá Spotify.
Þar kemur fram að eftir
stöðugan samdrátt í sölu hljóm-
platna hefur streymi haslað sér völl
og tekur nú til 89% þeirra verðmæta
sem skapast vegna einkaneyslu á
hljóðritaðri tónlist. Það er svipað
hlutfall og víðast hvar annars staðar
á Vesturlöndum.
Samanlagðar tekjur íslenskra
tónlistarrétthafa af plötusölu og
streymi árið 2019 hækkuðu lítillega
frá fyrra ári en það er annað árið í
röð sem slík hækkun á sér stað.
Fram að því hafði verið samdráttur
um sjö ára skeið. Tekjur innlendra
tónlistarrétthafa vegna ársins 2019
eru þó í reynd aðeins ríflega þriðj-
ungur tekna ársins 2011.
„Staðan er í sjálfu sér áhyggju-
efni. Við erum komin á svipaðan
stað og við vorum fyrir rúmum tutt-
ugu árum, ’98-’99. Þá voru sambæri-
legar aðstæður á markaði og hlut-
deild íslenskrar tónlistar um 30%,“
segir Eiður.
Aukin sala á vínilplötum
Heildarsala á íslenskum hljóm-
plötum dróst saman um 16% milli
ára. Sala á vínilplötum jókst um 17%
en sala á geisladiskum dróst saman
um 26%. Verðmætaminnkun í sölu
eintaka frá 2010 til 2019 er um 88%
á nafnvirði en þó ber að hafa í huga
að margir íslenskir tónlistarmenn
eru gefnir út af erlendum fyrir-
tækjum og falla því undir erlenda
tónlist í þessum tölum.
Sala á erlendri tónlist dróst
saman um 12% í fyrra. Samdráttur í
sölu á efnislegum eintökum á er-
lendri tónlist nemur um 65% á ár-
unum 2010-2019. Á sama tíma hefur
sala á erlendum vínylplötum aukist
hratt og þær telja nú 72% verðmæta
eintakasölu erlendrar tónlistar hér.
Spotify var opnað á Íslandi árið
2013 og síðan hefur orðið kúvending
í neyslu tónlistar. Greiðandi áskrif-
endur að Spotify á Íslandi eru nú
um 100.000 mánaðarlega eða nær
28% þjóðarinnar. Velta Spotify á Ís-
landi hefur nær sjöfaldast milli 2014
og 2019 en stærstur hluti þessara
tekna fer þó til erlendra tónlistar-
rétthafa.
Alger umskipti á áratug
Í skýrslunni kemur fram að ís-
lensk tónlist hafi aukið mjög hlut-
deild sína á markaði upp úr alda-
mótum. Sala hafi aukist samfara
samdrætti í sölu erlendrar tónlistar
vegna ólöglegrar dreifingar á net-
inu. „Samanlögð sala var mest árið
2005 en hæst reis sala íslenskrar
tónlistar þó árið 2011 og naut þá
nærri 80% hlutdeildar. Salan minnk-
aði stöðugt næstu ár á eftir og varð
minnst árið 2014 og nam þá aðeins
um 60% af hápunktinum árið 2005,“
segir í skýrslunni. Heildarsala hafi
þó aukist eftir tilkomu Spotify. „En
þrátt fyrir mikla aukningu heildar-
sölu hefur bæði sala og hlutdeild
innlendrar tónlistar minnkað og er
nú aðeins 23% af heild. Viðsnún-
ingur hlutdeildarinnar frá 2011 til
2019 er því nær algjör.“
Eiður bendir á að auk áhrifa
ólöglegs niðurhals skekki sala á
þremur íslenskum plötum á tveggja
ára tímabili heildarmyndina nokkuð.
Tugir þúsunda eintaka seldust af
Hagléli Mugisons og fyrstu plötum
Of Monsters and Men og Ásgeirs
Trausta. Segir Eiður að mögulega
þyrfti að taka þær út fyrir sviga til
að átta sig betur á þróuninni.
Hlutdeild íslenskrar
tónlistar aðeins 23%
Sala og streymi tónlistar á Íslandi
Heildarverðmæti, milljónir kr. 2010-2019 á raunvirði
Mest streymdu lögin á Spotify 2019
Heildarsala 2019, plötur (CD og vínill) og streymi
800
600
400
200
0
Sala á CD og vínyl Stafræn sala tónlistar
Erlend tónlist: Streymi Plötur
Íslensk tónlist: Streymi Plötur
11%
89%
22,5%
77,5%
H
ei
m
ild
: F
él
ag
h
ljó
m
pl
öt
uf
ra
m
le
ið
en
da
'10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
Plötur Streymi Íslensk Erlend
Stærsti útgefandi landsins
árið 2019 var Alda Music
með ríflega 33% útgefinna
titla á geisladiskum og vínil
Júníus Meyvant átti
mest seldu plötu ársins.
Hann seldi 1.812 eintök
á geisladiskum og vínil
bad guy
Billie Eilish
1.663.663 streymi
Sorry mamma
Herra Hnetusmjör
1.111.390 streymi
1
2
72,5% 5%
6%
16,5%
Eiður
Arnarsson
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Oft er vitnað íLenín bylt-ingarleið-
toga sem hefði sagt
um Ísland að það
væri eins og
skammbyssa sem
beina mætti að
Evrópu eða Norður-Ameríku.
Þetta er ekki ósnotur myndræn
lýsing á hernaðarlegu mikil-
vægi. Margt hefur gerst síðan.
Fyrri heimsstyrjöldin var,
þrátt fyrir nafnið, staðbundin
styrjöld. En þegar vígbúnaður
Þjóðverja hófst á fjórða áratug
síðustu aldar þvert á uppgjafar-
skilmála þeirra máttu menn sjá
að Atlantshafið kynni að verða
leikvöllur stríðs. Neville Cham-
berlain taldi sig einlægan
friðarboða og hans helsti sam-
starfsmaður Halifax utanríkis-
ráðherra taldi þýðingarmest að
ögra ekki Adolf Hitler til illra
viðbragða. Minna er um það
rætt að Stalín alvaldur Sovét-
ríkjanna var á tánum við að
tryggja að þýska kanslaranum
yrði ekki gefið minnsta „tilefni“
til árásar á Sovétríkin. Í til-
burðum sínum skaðaði Stalín
varnargetu ríkisins stórlega. Að
auki hafði Stalín árin á undan
látið taka þúsundir liðsforinga
Rauða hersins af lífi í ofsóknar-
æði sínu.
Vestur í Bandaríkjunum
fylgdu Roosevelt forseti og
þingið einangrunar- og af-
skiptaleysisstefnu gagnvart
hernaðaruppbygginu og stríðs-
æsingi í Þýskalandi og Japan.
Roosevelt studdi eindregið
friðarviðleitni Chamberlains
sem m.a. fólst í því að styrkja
ekki varnarviðbúnað breska
hersins fyrr en á síðustu stundu.
Roosevelt dró aldrei dul á að
hann styddi friðkaupastefnu
Chamberlains.
Eftir að Hitler sendi her sinn
inn í Danmörku og Noreg og
náði auðveldlega öllum yfirráð-
um þar gat enginn látið blekkj-
ast lengur. Ísland var hernumið
af Bretum 10. maí 1940, en þann
dag varð Winston Churchill for-
sætisráðherra. Seinni heims-
styrjöldin sýndi að minna en
ekkert hald var í hlutleysis-
stefnu Íslands. Þjóðin varð að
velja sér vini á meðan hún gæti
haft eitthvað um það að segja.
Sú staða var óbreytt í um hálfa
öld.
Að því kom að Múrinn hrundi
og Sovétríkin voru úr sögunni.
Rússland tók við en var skropp-
ið saman sem herveldi og fjár-
hagur þess illa farinn og raun-
veruleikinn blasti nú við.
Sovétríkin voru um flest sem
vanþróað ríki eftir 70 ára ógnar-
stjórn kommúnista. Augu al-
þjóðasinna í Bandaríkjunum
beindust nú annað og þeir sáu
ekki þörf á viðvarandi varnar-
stöð hér þótt kostnaður við hana
væri svo sem innan skekkju-
marka. Að svo
miklu leyti sem
hernaðarleg ógn
væri enn vakandi í
þessum heimshluta
væri hún tengd
Rússlandi og það
átti fullt í fangi með
að komast á efnahagslega fætur
á ný og þurfti að leggja og af-
skrifa stóran hluta viðbúnaðar-
heraflans. Þess utan hefði um-
gjörð stjórnmála breyst og
landið byggði nú á þjóðkjörnum
forseta með sterka valdastöðu
og þingi sem gat veitt nokkurt
aðhald.
Mjög er á það bent að ann-
markar séu á lýðræðis- og þing-
ræðisskipan í Rússlandi. En það
vill gleymast að stjórnskipunin
er þó, hvað sem réttmætri gagn-
rýni líður, allt önnur og betri en
var á tímum Stalíns og uppeldis-
sveina hans þegar „alþýðan og
verkalýðurinn“ réði öllu að sögn
og trúað var víða og það á ótrú-
legustu stöðum.
Albert Jónsson, sendiherra
m.a. í Bandaríkjum og Rúss-
landi, fylgist betur en flestir
með umræddri stöðu og áhrifum
á öryggismál Íslands. Í nýlegri
grein rekur hann vísbendingar
sem sýna „hvernig hernaðarleg
þungamiðja á Atlantshafi færist
miklu norðar en áður. Jafnframt
breytist hernaðarleg staða Ís-
lands og hlutverk, þar á meðal
varðandi eftirlit og kafbátaleit
með flugvélum. Eftirliti yfir
norður Noregshafi og Barents-
hafi verður einkum sinnt frá
norður Noregi en einnig virðist
Skotland hafa hlutverki að
gegna“.
Albert bendir á að vægi Ís-
lands minnki vegna stórra
áhrifaþátta, sem færa þunga-
miðjuna norðar. Í fyrsta lagi sé
Norðurfloti Rússlands of lítill til
að ógna hagsmunum NATO á
úthafinu, enda verði hann að
beina takmarkaðri getu sinni til
að verja mikilvægan hluta
kjarnorkuherstyrks Rússlands í
kafbátum í Barentshafi. Og hins
vegar hafi komið til langdræg
vopn Rússa sem valda því að
hann þarf mun síður að sækja út
á Atlantshaf og að þýðing Bar-
entshafs og Norður-Noregshafs
eykst verulega fyrir NATO.
Þá segir Albert: „Ísland
gegnir áfram almennu hlutverki
varðandi liðsflutninga í lofti til
Evrópu og stuðning við sókn
NATO norður fyrir GIUK-
hliðið og upp Noregshaf í
hugsanlegum átökum á norður-
slóðum, en þungamiðja aðgerða
yrði langt fyrir norðan landið af
fyrrnefndum ástæðum. Viðbún-
aður á Íslandi yrði miklu minni
á hættutíma eða í átökum, en
gert var ráð fyrir í kalda stríð-
inu.“
Þetta er upplýsandi og sýnir
að Íslendingar verða að hafa
vakandi auga á þessari þróun.
Þróun íslenskra
öryggismála og
vakandi afstaða til
þeirra eru jafn
mikilvæg og fyrr}
Flókið spil og
örar breytingar
E
inn af lykilþáttum heilbrigðis-
þjónustunnar í viðbrögðum
okkar við COVID-19 er þjón-
usta Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins sem fram fer í gegn-
um Heilsuveru. Vefsíðan Heilsuvera er
samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins og embættis landlæknis.
Markmið vefsíðunnar er að koma á fram-
færi margvíslegri fræðslu og þekkingu um
heilbrigðismál og áhrifaþætti heilbrigðis, og
efla þar með heilbrigði landsmanna. Heilsu-
vera veitir þríþætta þjónustu. Í fyrsta lagi er
það fræðsluhlutinn sem er öllum opinn. Þar
er að finna fjölbreytt fræðsluefni í hinum
ýmsu efnisflokkum, til dæmis fræðslu um
þroska barna, svefn, næringu, hreyfingu og
fleira. Í öðru lagi er að finna á Heilsuveru
einstaklingsbundna þjónustu og aðgang að heilbrigðis-
upplýsingum á mínum síðum sem er háð rafrænni auð-
kenningu notenda og í þriðja lagi er netspjall heilsu-
veru þar sem allir sem hafa netaðgang geta átt í
beinum samskiptum við hjúkrunarfræðing til að fá ýms-
ar upplýsingar og leiðbeiningar.
Netspjall heilsuveru hefur lengst af verið opið í fjórar
til átta klukkustundir á dag en þegar fyrsti einstakling-
urinn greindist með COVID-19 hér á landi ákváðu
stjórnendur heilsugæslunnar að hafa netspjallið opið
frá klukkan 8.00-22.00 alla daga vikunnar. Í mars 2020
áttu notendur hátt í 16.000 samskipti við hjúkrunar-
fræðinga í gegnum netspjallið og lýstu 93%
notendanna ánægju með þjónustuna.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stefnir
nú að því að auka þá þjónustu sem veitt er í
gegnum netspjall með því að tryggja lands-
mönnum aðgang að ráðgjöf og leiðsögn um
heilbrigðiskerfið í gegnum netspjall alla
daga vikunnar frá klukkan átta á morgnana
til tíu á kvöldin. Ég hef fallist á tillögu stofn-
unarinnar þessa efnis og ákveðið að veita 30
milljónir króna á ársgrundvelli til verkefnis-
ins í tvö ár. Netspjall heilsuveru hefur gefið
góða raun á tímum COVID-19 og hefur þeim
sem nýta sér þessa þjónustu fjölgað jafnt og
þétt.
Það er mikilvægt að tryggja að jákvæð
reynsla af breyttri þjónustu sem innleidd
var vegna COVID-19 glatist ekki, heldur
verði nýtt og þróuð áfram til að bæta þjónustu við not-
endur. Því er ánægjulegt að geta stutt við þetta góða
verkefni áfram. Aukinn aðgangur að netspjalli Heilsu-
veru er enn eitt verkefnið sem styður eflingu heilsu-
gæslunnar og hlutverk hennar sem fyrsta viðkomustað
í heilbrigðiskerfinu. Þetta er einnig mikilvægur liður í
því að byggja upp öfluga gagnvirka rafræna þjónustu,
bæta heilsulæsi og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu
óháð búsetu, líkt og er meðal markmiða heilbrigðis-
stefnu til ársins 2030.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Netspjallið opið lengur
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen