Morgunblaðið - 03.06.2020, Side 23
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Körfuknattleikskonan Helena
Sverrisdóttir er barnshafandi og mun
því ekki leika með Valskonum næstu
mánuðina, en hún á von á sér í byrjun
desember.
Helena, sem er 32 ára gömul, var
ráðin aðstoðarþjálfari Vals í byrjun
mars og mun hún aðstoða Ólaf J. Sig-
urðsson sem tekur við þjálfarastarf-
inu af Darra Frey Atlasyni sem var
ráðinn þjálfari karlaliðs KR í lok maí.
Helena er besta körfuknattleiks-
kona sem Ísland hefur alið en fjórum
sinnum hefur hún orðið Íslandsmeist-
ari og þrívegis bikarmeistari. Þá lék
hún sem atvinnumaður til fjölda ára í
Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi.
„Þegar upp kom sú hugmynd að ég
myndi verða aðstoðarþjálfari liðsins
fannst mér það strax mjög spenn-
andi,“ sagði Helena í samtali við
Morgunblaðið. „Að stórum hluta
vegna þess að ég vissi að ég myndi
ekki geta spilað neitt fram að áramót-
um í það minnsta og það verður mitt
stærsta hlutverk í vetur reikna ég
með.
Ég er þannig karakter að ég taldi
að það myndi ekki breyta miklu fyrir
mig að vera leikmaður líka, samhliða
þjálfarahlutverkinu. Ég vonast þess
vegna til þess að geta aðstoðað Óla
eins mikið og kostur er, utan vallar,
og svo þegar ég verð byrjuð að spila
sjálf á nýjan leik er ég kannski ekki
beint að reyna að þjálfa innan vallar
þótt ég muni að sjálfsögðu gera mitt
besta til þess að miðla minni reynslu
eins og best verður á kosið.“
Ekki tilbúin
Helena ítrekar að aðstoðarþjálf-
arastarfið henti henti henni full-
komlega eins og staðan er í dag og þá
er hún afar spennt fyrir því að vinna
með Ólafi sem stýrði kvennaliði ÍR í
1. deildinni á síðustu leiktíð.
„Ég þekkti Óla lítið sem ekkert og
samstarfið leggst gríðarlega vel í
mig. Þessar fyrstu vikur hafa farið
frábærlega vel af stað. Hann er
ennþá ungur í þjálfaraárum en það
fer mjög gott orð af honum. Hann
gerði frábæra hluti með ÍR, sem rétt
náði í hóp á tímabili á síðustu leiktíð,
og það eru allir spenntir að vinna með
honum.
Ég áttaði mig á því þegar ég var
síðast í Haukum að ég var ekki til-
búin til þess að vera spilandi þjálfari.
Það hefur komið upp í umræðuna á
undanförnum árum að það sé eitt-
hvað sem lið hafa verið tilbúin að
skoða en sjálf hef ég ekki verið
spennt fyrir því á meðan ég er ennþá
að spila.
Þótt ég sé ekki spennt fyrir því að
vera þjálfari í dag tel ég mig hafa
helling fram að færa og ég er alltaf
boðin og búin að aðstoða og hjálpa til.
Þess vegna hentar aðstoðarþjálf-
arastaðan mér mjög vel því þegar
maður er leikmaður er erfitt að stýra
liðinu en það er öðruvísi utan vallar.“
Sorgleg þróun
Helena varð tvívegis slóvakískur
meistari með Good Angels Kosice og
tvívegis bikarmeistari á árunum 2011
til ársins 2012 en hún segir að þar
spili kvenkyns leikmenn mun lengur
en á Íslandi.
„Ég hef alltaf verið mikið í yngri
flokka þjálfun og ég veit fyrir víst að
ég mun vilja þjálfa körfubolta í fram-
tíðinni. Að sama skapi finnst mér
bara það gaman í körfubolta ennþá
að ég er ekki tilbúin til þess að hætta
strax. Þótt ég sé kannski gömul í ís-
lensku úrvalsdeildinni er hálfsorglegt
hvað stelpur hætta ungar að spila á
Íslandi.
Á tíma mínum í Evrópu var ég að
spila með stelpum á aldrinum 36 ára
til 38 ára jafnvel og það þótti mjög
eðlilegt þar. Ég er bara 32 ára og fólk
er farið að tala um að kannski sé
þetta komið gott hjá mér. Persónuleg
finnst mér ég ennþá vera á besta
aldri og eiga nóg eftir þannig að ég er
ekki að fara að hætta í bráð.“
Mikið svekkelsi
Helena segir að Darri Freyr Atla-
son hafi skilið við liðið á mjög góðum
stað en Valskonur voru á hraðri leið
með að vinna sinn annan Íslands-
meistaratitil í röð þegar tímabilið var
blásið af vegna kórónuveirufarald-
ursins.
„Þetta var fyrst og fremst svekkj-
andi. Við vorum búnar að leggja mik-
ið á okkur og byggja upp frábært lið.
Við þurftum að ganga í gegnum
ýmislegt til þess að toppa á réttum
tíma og svo þegar við vorum að nálg-
ast toppinn var öllu aflýst. Maður
skilur hins vegar vel af hverju tíma-
bilinu var aflýst og maður tók því
bara þótt það hafi vissulega verið
mikið svekkelsi.
Darri byggði upp ákveðinn kúltúr í
Valsliðinu þótt árangur sé oft á tíðum
metinn í titlafjölda. Þess vegna var
svekkjandi að fara í gegnum tímabilið
án þess að ná í stærsta titilinn en
andlegi parturinn og hugsunarháttur
leikmannanna var alltaf sá sami og
það mun vonandi ekki breytast þótt
Darri sé farinn frá félaginu.“ Lands-
liðskonan Hildur Björg Kjartans-
dóttir gekk til liðs við Valskonur um
miðjan maí og fór þá strax af stað sú
umræða að það væri tilgangslaust að
spila keppnistímabilið 2021-22 þar
sem titillinn væri á leiðinni á Hlíðar-
enda.
„Fólk sem er á Hlíðarenda og spil-
ar fyrir Val er orðið vant umræðunni í
kringum félagið. Það má ekki gerast
neitt hérna án þess að umræðan fari
af stað um að það rigni peningum á
Hlíðarenda og eitthvað í þá áttina.
Þessi umræða um Hildi Björgu fór
ekkert sérstaklega undir skinnið á
mér því það eru önnur félög hér á
landi að gera nákvæmlega það sama.
Haukar eru með miklar vonir og
drauma og það er ekki eins og Vals-
liðið hafi verið það eina sem var að
reyna að semja við Hildi. Bikarmeist-
ararnir í Skallagrími eru að safna í
mjög gott lið og þær endursömdu á
dögunum við Keiru Robinson sem var
einn besti leikmaður deildarinnar á
síðustu leiktíð. Þær hafa líka verið að
bæta við sig erlendum og íslenskum
leikmönnum ofan á það.
Valur er því langt í frá eina liðið
sem hefur verið að undirbúa sig fyrir
komandi keppnistímabil og mér
finnst þess vegna frábært fyrir ís-
lenskan kvennakörfubolta að það séu
fleiri lið að styrkja sig og bæta. Það er
líka jákvætt að það séu fleiri klúbbar
tilbúnir að stíga upp og setja metnað í
kvennakörfuna og það er algjörlega
skref fram á við.“
Snýst um líkamann
Helena stefnir ótrauð á að spila
með Valskonum á komandi keppnis-
tímabili en ætlar ekki að setja neina
pressu á sig með því að stefna á
ákveðna dagsetningu.
„Ég hef gengið í gegnum þetta áð-
ur sem hjálpar mér klárlega. Eins er
maðurinn minn styrktarþjálfari og
mágkona mín sjúkraþjálfari sem
hjálpar líka. Þetta snýst um að halda
líkamanum eins heilum og kostur er
og ég mun gera allt sem í mínu valdi
stendur til þess að halda honum eins
heilum og kostur er. Að sama skapi er
ég ekki að setja neina pressu á mig
sjálfa og það er engin pressa frá fé-
laginu um að ég verði komin aftur á
parketið 1. janúar.
Vonandi get ég hins vegar snúið
aftur eftir áramót, hvort sem það er í
febrúar eða seinna. Það hefur verið
grínast með það innan liðsins að ég
hafi ekki nennt í annað undirbúnings-
tímabil sem er klárlega erfiðasti hluti
tímabilsins. Þó að fyrsta meðgangan
og fæðingin hafi gengið mjög vel er
það ekkert sjálfgefið að það gerist
aftur. Ég er með hausinn rétt skrúf-
aðan á hvað þetta varðar og mig lang-
ar að snúa aftur eftir áramót, við
verðum svo bara að sjá hvort það
gengur eftir,“ bætti Helena við í sam-
tali við Morgunblaðið.
Skref í rétta átt fyrir
íslenskan kvennabolta
Helena barnshafandi að sínu öðru barni Vonast til að spila á næstu leiktíð
Morgunblaðið/Eggert
Óstöðvandi Helena Sverrisdóttir er besta körfuknattleikskona landsins.
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson
er loks að framlengja samning sinn
við norska kvennalandsliðið í hand-
knattleik, en hann hefur stýrt því
síðan 2009. Þórir staðfesti þetta
sjálfur í viðtali við norska miðilinn
VG, en hann mun skrifa undir nýjan
fjögurra ára samning sem gildir
fram yfir Ólympíuleikana í París
2024. Hann hefur átt í samnings-
viðræðum við sambandið í rúmt ár
en núverandi samningur rennur út
um áramótin. Undir stjórn hans
hefur norska landsliðið unnið til níu
verðlauna á tólf stórmótum.
Þórir loks að
framlengja
AFP
Sigursæll Þórir Hergeirsson hefur
átt farsæl ár sem þjálfari Noregs.
Nýráðin stjórn danska handknatt-
leiksfélagsins Kolding þarf að safna
um fimm til sex milljónum danskra
króna til að bjarga félaginu frá
gjaldþroti. Landsliðsmarkvörður-
inn Ágúst Elí Björgvinsson samdi
við félagið fyrr á árinu.
Nýi formaðurinn, Gunnar Fogt,
sagði við Jydske Vestkysten að
hann væri bjartsýnn um að geta
bjargað rekstri félagsins, sem er
það sigursælasta í dönskum hand-
bolta frá upphafi. Árni Bragi Eyj-
ólfsson og Ólafur Gústafsson léku
með því síðasta vetur.
Félag Ágústs Elís
í fjárhagskrísu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óvissa Ágúst Elí samdi við danska
liðið Kolding fyrir næsta tímabil. Karlalið Hauka í körfuknattleik er
orðið enn sterkara á pappírunum
margfrægu, en liðið hefur endurheimt
Hilmar Pétursson. Daginn áður var
tilkynnt að Ragnar Nathanaelsson
væri genginn í Hauka. Hilmar lék síð-
ast með Breiðabliki í næstefstu deild
þar sem faðir hans, Pétur Ingvarsson,
hélt um stjórnartaumana. Hilmar er
hins vegar uppalinn í Haukum og að
öllu óbreyttu mun hann leika með
frænda sínum, Kára Jónssyni, næsta
vetur, en þeir eru bræðrasynir. Hilmar
er tvítugur að aldri og skoraði 14 stig
að meðaltali fyrir Breiðablik síðasta
vetur. Hilmar hefur leikið með yngri
landsliðum Íslands og lék fyrst í
meistaraflokki tímabilið 2016-2017.
Þróttur Reykjavík hefur fengið liðs-
styrk fyrir komandi átök í fyrstu deild
karla í knattspyrnu í sumar, en
spænski framherjinn Esau Martines
Rojo er genginn til liðs við félagið.
Rojo er 31 árs gamall, hávaxinn fram-
herji sem spilaði síðast með liði Torre-
jón CF í heimalandinu en hann er
væntanlegur til landsins á allra næstu
dögum og verður því klár í slaginn
þegar Þróttarar mæta Leikni R. í
fyrstu umferðinni, 19. júní.
Knattspyrnumarkvörðurinn Telma
Ívarsdóttir hefur gengið tímabundið
til liðs við nýliða FH í Pepsi-deild
kvenna, en hún lék með Augnabliki í 1.
deildinni á síðustu leiktíð. Telma á 63
meistaraflokksleiki fyrir Fjarðabyggð,
Grindavík, Hauka og Augnablik en hún
er á 21. aldursári. Þá á hún fjölmarga
leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Varnarmaðurinn Hjörtur Her-
mannsson spilaði allan leikinn í vörn
Bröndby sem vann 1:0-heimasigur á
SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu sem hefur hafið göngu
sína á ný eftir tæplega þriggja mán-
aða hlé vegna kórónuveirunnar.
Bröndby er í 4. sæti með 42 stig eftir
25 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson
var í leikbanni hjá Sönderjyske, sem
er í 11. sæti, og Ísak Óli Ólafsson ekki
í hóp.
Ralph Hasenhüttl, knattspyrnu-
stjóri Southampton í ensku úrvals-
deildinni, hefur framlengt samning
sinn við félagið. Samningurinn er til
næstu fjögurra ára og verður hann því
hjá félaginu til sumarsins 2024 hið
minnsta.
Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet
Gunnarsdóttir, sem stýrt hefur
úrvalsdeildarliði Kristianstad í úrvals-
deild kvenna í Svíþjóð frá árinu 2009,
er komin í ótímabundið veikindaleyfi.
Þetta kom fram í samtali hennar við
staðarblaðið í Kristianstad, Kristian-
stadsbladet. Elísabet segist glíma við
taugasjúkdóm og gæti verið frá störf-
um í nokkra mánuði vegna þessa. „Ég
get ekki legið á höfðinu og á því í
vandræðum með svefn,“ sagði El-
ísabet í samtali við Kristianstads-
bladet. „Lítill svefn hefur mikil áhrif á
mann en þetta gefur mér líka tæki-
færi til þess að bæta mig sem þjálfari.
Ég mun þess vegna reyna að nýta
tímann sem best
enda er ég ekki
manneskja sem
er þekkt fyrir
það að setjast
niður og gefast
upp,“ sagði El-
ísabet enn
fremur.
Eitt
ogannað