Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Smáauglýsingar Húsnæði íboði Sendiráð óskar eftir íbúð Þýska sendiráðið óskar eftir 3-4. herb. einbýli eða 3-4 herb. íbúð án húsgagna helst m/bílskúr til leigu frá 01.07.2020 í fjögur ár í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar sendist vinsamlegast á info@reykjavik.diplo.de eða í s. 530 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Stóladans með Þóreyju kl.10. Spænskukennsla kl. 13.30. Allir velkomnir. S. 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Upp- lestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Síðdegis- kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari uppl. í síma 411-2790. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Korpúlfar Gengið frá Borgum kl. 10 í dag, hádegisverður í Borgum kl. 11.30 og 12 í dag, matargestum skipt í tvo hópa, því nauðsynlegt að panta fyrirfram. Hetjum alla til að kynna sér Samfélagssáttmála Covid 19. Þökkum nærgætnina. Kaffihúsið í Borgum opið frá kl. 14.30 til 15.30 í dag. Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Handavinna með leiðbeinanda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Tónlistarskóli Rangæinga auglýsir Okkur vantar áhugasaman píanókennara til starfa á næsta skólaári. Um er að ræða 80 – 100 % starfshlutfall. Hér gefst gott tækifæri til þess að taka þátt í öflugu tónlistarlífi með frábæru samstarfsfólki. Skólinn er starfræktur á þremur stöðum í héraðinu þ.e. á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi í Holtum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri í síma 894 8422 Atvinnuauglýsingar með morgun- nu Atvinnublað Morgunblaðsins fimmtudaga og laugardaga Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað? Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100 Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is ✝ Magnús ÞórSnorrason fæddist á Landspít- alanum 18. júní 1966. Hann lést á Landspítalanum 13. maí 2020. Foreldrar hans eru Jóhanna Arn- grímsdóttir at- vinnurekandi, f. 6. nóvember 1948, og Snorri Björgvin Ingason húsasmíðameistari, f. 1. apríl 1947. Magnús átti þrjár systur, þær Jóhönnu Pálínu, f. 17. mars 1969, Bergþóru Sig- ríði, f. 12. janúar 1981, og Guð- björgu Berglindi, f. 28. maí 1985. Börn Magnúsar eru: 1) Jóna Sólveig, f. 1985, gift Úlfi Sturlu- syni, f. 1984, eiga fjögur börn. 2) Einar Freyr, f. 1990, unnusta Sara Lind Kristinsdóttir, f. 1991, eiga tvö börn. 3) Snorri Björgvin, f. 1999, sambýliskona hans er Ylfa Nótt Ragn- arsdóttir, f. 1999, eiga eitt barn. 4) Jóhann Bragi, f. 2000, kærasta hans er Sigurjóna Krist- ófersdóttir, f. 2001. Sambýliskona Magnúsar til 20 ára og barnsmóðir var Elín Einars- dóttir, f. 1967, en þau skildu. Magnús Þór lauk grunn- skólaprófi frá Réttarholtsskóla 1982 og búfræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1987. Magnús starfaði lengst af sem bóndi í Sólheimahjáleigu í Mýrdal. Útför Magnúsar Þórs fór fram í kyrrþey frá Skeið- flatarkirkju í Mýrdal 21. maí 2020 en hann var jarðsettur í Sólheimakirkjugarði. Elsku pabbi minn. Hvernig má þetta vera? Jú, við vitum það svo sem bæði. En engu að síður, þetta er eitthvað svo glatað. Engin leið að hlæja að þessu er ég hrædd um, pabbi minn. Hvað varð um lífin 22 sem þú sagðir mér að þú ættir þegar við náðum góðu spjalli fyrr á árinu? Og hvað varð um sjálfsævi- söguna sem við ræddum um síð- asta vetur að þú ættir að skrifa? Sjálfsævisöguna sem þú þyrftir að selja sem skáldsögu því eng- inn myndi trúa ævintýrunum sem þú hefðir lent í. Og svo hlógum við. Eins og eiginlega alltaf þegar við heyrðumst. Hlógum, þótt það væri oft ósegjanlega erfitt. Hlógum, sennilega mest til þess að gráta ekki. En líka að einhverju leyti vegna þess að lífið getur verið svo absúrd að það er eiginlega ekki annað hægt en að hlæja. Síðustu árin okkar kvödd- umst við alltaf með orðunum „ég elska þig“. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Það og fyrir allt sem þú arf- leiddir mig að: Seigluna, lífs- gleðina og gálgahúmorinn. Og fyrir allar lexíurnar. Að taka líf- ið bara svona passlega alvarlega en að sama skapi að taka engu sem gefnu. Þú sýndir okkur að yfirleitt eru hlutirnir ekki annaðhvort svartir eða hvítir. Þeir voru það að minnsta kosti ekki í kringum þig. Líf þitt var sannarlega í öllum regnbogans litum. Ég er glöð og þakklát fyrir að ég fékk að kveðja þig. Að ég fékk að segja þér allt sem ég þurfti að segja þér áður en þú fórst. Að við fengum að vera með þér síðustu sólarhringana. Að ég geti svo sótt þig heim í Sól- heimakirkjugarði. Að við gátum fylgt þér úr hlaði inn í nýjan og betri heim með eins fallegum söng og raun bar vitni. Ég veit að Guð hefur tekið þér fagn- andi. Enda hvernig væri annað hægt þegar hann er að fá til sín jafn skemmtilegan töffara eins og þig. Ég veit að ég þarf ekki að kvíða því að fara sjálf því það fyrsta sem ég mun heyra yfir hliðið verður hláturinn þinn, svo ég mun mæta skælbrosandi í sumarlandið. Elsku pabbi minn, núna ertu raunverulega frjáls. Guð geymi þig. Jóna Sólveig Elínardóttir. Eina bjarta vornóttina nú fyrir skemmstu kvaddi Maggi og það var sárt en lífsins vegur er okkur miserfiður. Maggi valdi sér ekki léttustu leiðina. Við hittumst fyrst fyrir 36 ár- um í Borgarfirðinum. Ég man að hann vakti strax athygli mína, dökkhærður, snaggara- legur, hláturmildur strákur. Þannig fór að við urðum fljót- lega par og á tuttugu ára sam- ferð okkar eignuðumst við fjög- ur dásamleg börn. Maggi var mikill fjölskyldumaður og hon- um var mikið í mun að kynna mig fyrir fjölskyldunni sinni. Þar var mér tekið opnum örm- um og alla tíð hef ég átt trausta og góða vináttu fjölskyldunnar sem ég er þakklát fyrir. Bestu ár Magga voru í sveitinni þar sem frelsið og víðáttan var. Í börnunum okkar sé ég marga af hans góðu kostum. Síðustu ár voru Magga einstaklega erfið og heilsunni hrakaði en það var alltaf hans háttur samt að geta slegið á létta strengi. Hann bar hag barnanna okkar mjög fyrir brjósti og var afar stoltur af þeim. Á kveðjustund er ég inni- lega þakklát fyrir árin okkar Magga saman. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Elín. Maggi mágur minn kom inn í líf mitt þegar ég var rétt níu ára. Mér fannst hann ekkert spes svona við fyrstu kynni, enda ekki alveg tilbúin að gefa gæjanum séns sem var að taka hana systur mína frá mér. En það varði nú ekki lengi enda ekki annað hægt en að láta sér lynda við hann. Maggi kom inn í fjölskylduna með ferskan blæ. Töffari úr Reykjavík, pínu villt- ur og alltaf í stuði. Maggi var frábær persóna, eldklár, úr- ræðagóður, nýjungagjarn og mikill höfðingi. Líklega hefði hann Maggi sómt sér best sem kóngur einhvers staðar í heitu landi með gullkeðjur um hálsinn umvafinn tónlist, góðum mat og bíómyndum. Hann var alltaf svo flottur á því. Hláturinn hans ómaði út á hlað, hvort sem hann var að hlæja að eigin fyndni eða annarra. Hann sá húmor í flestu, sem ég held að hafi oft hjálpað honum í lífinu. Ég get með sanni sagt að ég hef aldrei búið með jafnlyndari manni og aldrei agnúaðist hann út í þessa þreytandi mágkonu sína meðan við bjuggum saman. Maggi gekk bara í Levi’s-gallabuxum og var það mér bæði ljúft og skylt að kaupa nokkrar fyrir hann í kennaraferð til Ameríku enda voru þær á töluvert betra verði þar en hér. Hans stolt í lífinu voru börnin hans – hann sá ekki sólina fyrir þeim og var endalaust stoltur af þeim. Ég man líka hvað hann var montinn þegar fyrsta barnabarnið fæddist og leiddist honum ekki að hún hefði höf- uðlagið hans, hvort sem það var nú satt eða ekki. En svo náði fjandans fíknin heljartökum á lífi hans og trekk í trekk sleit hún hann frá fólkinu hans, ban- væn og lúmsk eins og hún er. Eins og gerist með þá sem falla fyrir töfrum hennar verður ver- öld þeirra og veruleiki allt ann- ar en okkar hinna. Það er erfitt fyrir okkur að skilja, sama hversu mikið við reynum. Maggi minn! Ég veit þú ert kominn á betri stað og vakir yfir fólkinu þínu í nýjum Levi’s-bux- um og á hlýrabolnum, sólbrúnn og sællegur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Unnur Björk. Magnús Þór Snorrason Þegar góðir vinir falla frá leita ljúfar minningar á hug- ann. Reynir og Ninna voru góð- ir og tryggir vinir okkar í yfir 50 ár svo það er margs að minnast. Þau bjuggu á Holtsgötunni í Reykjavík þegar við vorum að draga okkur saman og sóttum mikið til þeirra. Þegar þau fluttu í Hvera- gerði sumarið 1973 urðu sam- verustundirnar færri en alltaf gott samband. Við áttum margar skemmti- Jóninna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guðmundsson ✝ Hjónin Jón-inna Margrét Pétursdóttir og Reynir Mar Guð- mundsson létust á Landspítalanum í Fossvogi hinn 23. mars og 2. apríl 2020. Jóninna fæddist 4. júní 1948 í Hafnarfirði. Reyn- ir fæddist 20. jan- úar 1945 og var frá Geirshlíð í Flókadal. Útför þeirra fór fram hinn 15. apríl 2020. legar stundir sem eru ógleym- anlegar, í heimsóknum, útileg- um, sumarbústaðaferðum og afmælum. Alltaf var glatt á hjalla og mikið hlegið. Reynir var góður í að segja brandara og Ninna, eins og hún sagði alltaf sjálf: „Ekki vera með leiðindi.“ Þeirra nærvera var alltaf svo góð og þægileg. Eitt sinn vor- um við hjónin á leið austur í sveitir um páska þegar skellur á óveður á Hellisheiði sem olli því að við vorum í fimm klukkutíma frá Mosfellsbæ í Hveragerði. Þá var aldeilis gott að geta leitað til Ninnu og Reynis því við enduðum sem strandaglóp- ar hjá þeim í tvo sólarhringa í frábæru yfirlæti. Við hittumst síðast á Kanarí í nóvember síðastliðnum og átt- um yndislegan dag saman. Ekki datt okkur í hug að það yrði okkar síðasta samveru- stund. Við vorum stödd á flugvelli í útlöndum núna í mars þegar Reynir hringdi og sagði okkur að Ninna væri orðin mjög veik af kórónuveirunni og lægi á gjörgæslu. Tveimur dögum seinna heyrðum við í honum og þá var hann orðinn veikur líka. Ekki óraði okkur fyrir því að þau bæði yrðu veirunni að bráð en lífið er svo óútreiknanlegt og við sem eftir sitjum getum ekki annað en rifjað upp skemmtilegar stundir með okk- ar góðu vinum. Við þökkum fyrir þeirra vin- skap og samverustundir gegn- um tíðina. Elsku Pétur, Nonni, Þröstur og fjölskyldur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og gangi ykkur vel að vinna úr sorginni sem knúði svo snögg- lega dyra. Þorsteinn og Ólöf. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. . Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.