Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Scangrip vinnuljósin eiga heima í Fossberg Minni umferð var um Hellisheiði á öðrum í hvítasunnu í ár en í fyrra, en hvítasunnuhelgin er af mörgum talin fyrsta ferðahelgi sumarsins. Einnig óku færri ökutæki um Kjalarnes, Biskupsháls og Hvalnes í Lóni. Í fyrra var hvítasunnuhelgin dag- ana 8.-10. júní, en þá lögðu tæplega fjórtán þúsund ökutæki leið sína yfir Hellisheiði á annan í hvítasunnu. Í ár voru nokkru færri, eða aðeins í kringum tólf þúsund. Á Kjalarnesi voru mæld 11.154 ökutæki um helgina, en fyrir ári mældust þau 13.834. Svipaða sögu má segja af öðrum hlutum hringvegarins. Um Biskups- háls á Norðurlandi eystra óku helm- ingi færri en í fyrra, eða 481 öku- tæki, og við Hvalnes í Lóni var talið 341 ökutæki, en þau voru tæplega 900 talsins í fyrra. Að mati Friðleifs Inga Brynjars- sonar, verkefnastjóra hjá Vegagerð- inni, gæti margt valdið því að um- ferð breytist á milli ára, og gegnir veður yfirleitt lykilhlutverki í þeim málum. Auk þess er erfitt að áætla hversu margir einstaklingar hafi verið á ferli, og til að fá betri sam- anburð milli ára þurfi ítarlegri mæl- ingar. Í ár hefur kórónuveiran, hins vegar, sett strik í reikninginn hjá ferðamönnum, og þykir þess vegna líklegt að hlutfall erlendra ferða- manna hafi lækkað talsvert milli ára. Engu að síður virðast margir hafa ferðast innanlands um helgina, en Vegagerðin hefur hafið útgáfu á vikulegum og mánaðarlegum skýrslum um umferðarþunga við lykilmælistöðvar sem hægt er að nálgast á vef Vegagerðarinnar. petur@mbl.is Umferð dregst saman milli ára  Minni umferð var um lykilmælistöðvar Vegagerðarinnar á annan í hvítasunnu 14,0 13,8 12,2 11,3 Þúsundir bíla um tvo mæli punkta á Hringveginum Umferð á annan í hvítasunnu 2019 2020 2019 2020 Hellisheiði Kjalarnes Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Heildarkröfur Landspítala á hendur erlendum ósjúkratryggðum einstak- lingum nema 282,4 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Landspít- ala við fyrirspurn Morgunblaðsins. Ekki er haldið sérstaklega utan um skuldir ferðamanna sem hingað koma heldur nær upphæðin til allra erlendra aðila. Þannig ná umræddar kröfur til allra ótryggðra aðila sem þegið hafa þjónustu heilbrigðis- kerfisins hér á landi. Er fjárhæðin álíka há og í janúar á þessu ári þegar hún nam 279,5 millj- ónum króna. Af framangreindum fjárhæðum eru iðulega afskrifaðar kröfur upp á 25 til 30 milljónir króna árlega. Að því er fram kemur í svari Landspítala er ekki algengt að illa tryggðir ferðamenn eða aðrir er- lendir einstaklingar þiggi þjónustu á spítalanum. Reynslan undanfarin ár sýni að það sé fremur sjaldgæft. Þá hefur ekki sýnt sig að sérstaklega erfitt hafi reynst að innheimta skuld- ir erlendra ríkisborgara einhverra tiltekinna landa. Þrátt fyrir að skuld- ir ósjúkratryggðra einstaklinga hér á landi teljist ekki áhyggjuefni hefur álag á bráðamóttöku sökum erlendra ferðamanna aukist umtalsvert. Er fjölgun ferðamanna ein af þremur helstu ástæðum þess að álag á bráða- móttöku Landspítala hefur aukist til muna síðustu ár. Ætla má þó að það minnki talsvert nú þegar færri ferðamenn koma til landsins að far- aldri kórónuveiru loknum. Í svari Landspítala við spurningu Morgunblaðsins um til hvaða að- gerða er gripið þegar skuldir eru ekki greiddar kemur fram að inn- heimta umræddra krafna fylgi hefð- bundnu verklagi. „Innheimta er- lendra krafna fylgir föstu verklagi eins og innheimta annarra krafna. Almennt er lögð áhersla á stað- greiðslu komugjalda bráða-, dag- og göngudeilda Landspítala. Stað- greiðsluhlutfall ósjúkratryggðra er í kringum 65%. Eðlilega tekur oft lengri tíma að innheimta háa legureikninga, þar sem tryggingafélög eru oft greiðend- ur þeirra, sem getur verið tímafrekt ferli.“ Skulda Landspítala 282 milljónir  Heildarskuldir erlendra ósjúkratryggðra aðila gagnvart Landspítala hlaupa á hundruðum milljóna króna  Lengri tíma getur tekið að innheimta háa legureikninga sem tryggingafélög þurfa að greiða Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítali Erlendir einstaklingar skulda spítalanum háar fjárhæðir. „Meðal þeirra sem að þessu verk- efni standa er stórhugur og einmitt slíkt þarf nú. Mér finnst gaman að sjá hvernig hér mætast gamalt og nýtt í miðbæ sem mun setja sterk- an svip á Selfoss,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Góður gangur er í framkvæmd- um á vegum Sigtúns – þróunar- félags við nýja miðbæinn á Sel- fossi, þar sem reist eru ný hús í gömlum stíl. Kominn er heild- stæður svipur á sex hús og þrjú eru í byggingu. Alls eru í 1. áfanga miðbæjarins 13 hús sem tekin verða í notkun að ári. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eigin- kona hans kynntu sér fram- kvæmdir í gær undir leiðsögn Leós Árnasonar, framkvæmdastjóra Sigtúns, og fleiri. „Ég get ímyndað mér að ein- hverjir sagnfræðingar séu hugsi yfir því að búa til ímyndaðan heim gamalla húsa víða af landinu. Sjálf- ur tel ég að fólk eigi að vera víð- sýnt og umburðarlynt og fagna uppbyggingu.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sé gamalt mæta nýju Forsetahjónin kynntu sér uppbyggingu í nýjum miðbæ á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.