Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
50 ára Sigurbjörg ólst
upp í Reykjanesbæ og
býr þar. Hún er leik-
skólakennari frá KHÍ og
er með diplómu í
mannauðsstjórnun frá
opna háskólanum í HR.
Sigurbjörg er leikskóla-
kennari og deildarstjóri í leikskólanum
Gimli og jógaleiðbeinandi barna.
Maki: Sigmundur Már Herbertsson, f.
1968, umsjónarmaður fasteigna í Njarð-
víkurskóla og körfuboltadómari.
Synir: Herbert Már, f. 1992, og Gunnar
Már, f. 2001.
Foreldrar: Gunnar S. Bjarnason, f. 1947,
d. 2011, vélstjóri, og Helga Eyjólfsdóttir,
f. 1950, félagsliði. Hún er búsett í Kópa-
vogi.
Sigurbjörg Eydís
Gunnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú þarft að sýna meiri hugkvæmni
til þess að leysa það vandamál sem nú
brennur á þér. Fólk sem ýtir undir vellíðan er
uppáhaldsfélagsskapurinn þinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er af og frá að þú þurfir að vera
sammála öllum bara til þess að allt sé slétt
og fellt á yfirborðinu. Þú munt fá góðar hug-
myndir varðandi tekjuöflun.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhver uppákoma verður til þess
að þú þarft að láta uppi hug þinn til máls
sem þú hefðir helst vilja láta kyrrt liggja.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú stendur frammi fyrir erfiðri
ákvörðun og skalt ekki óttast að gera breyt-
ingar. Vertu skjótur til og notfærðu þér með-
byrinn á meðan hann stendur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefðu þér tíma til að tala við systkini
þín, ættingja eða nágranna í dag. Taktu ekki
meira að þér en þú getur staðið við með
góðu móti.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er engin ástæða til að láta hug-
fallast, þótt það verkefni, sem þú fæst við,
reynist eitthvað snúnara en þú áttir von á.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ættir að taka daginn í dag að klára
þau verkefni sem liggja óleyst á borði þínu.
Mundu að endurgjalda þá greiða sem þér
eru gerðir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hugsaðu ekki of mikið um hvað
öðrum finnst um gjörðir þínar og haltu bara
áfram á sömu braut. Þinn stóri hæfileiki er
að sigrast á erfiðleikum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Oft var þörf en nú er nauðsyn á
því að halda vel utan um fjármálin. Búðu þig
undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónarsemi
þína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vinur gæti valdið þér vonbrigðum
í dag vegna fjármála eða einhvers sem þú
átt. Láttu það ekki slá þig út af laginu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú ertu loks tilbúinn til að gera
þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum
um nokkurn tíma. Ekki skella skollaeyrum
við því sem þú veist að er rétt og hjálpar
þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í dag skaltu halda hlutunum fyrir þig
og ekki láta neitt uppi. Einhverra hluta
vegna tekur þú því afar persónulega ef ein-
hver er þér ósammála.
Austfirði. Við gengum meðal annars
eitt sumarið kringum Mont Blanc.
Gönguhópurinn þróaðist síðan í að
verða kartöflufélag, en við fern hjón
ræktum kartöflur í sveitinni. Þegar
mest var vorum við með 15-20 af-
brigði af kartöflum. Svo var ég í
mál Gísla Karels fyrir utan vinnu og
fjölskyldu hafa verið ýmiss konar.
„Ég hef spilað bridge vikulega með
sömu körlunum í yfir 40 ár. Ég hef
einnig gaman af útiveru og var í
gönguhópi sem gekk á hverju sumri í
viku til tíu daga um Hornstrandir og
G
ísli Karel Halldórsson er
fæddur í Grundarfirði
3. júní 1950. „Ég ólst
upp í Grundarfirði í
stóðinu, einn af átta
systkinum og var sendur í sveit eins
langt og hægt var, að Sauðanesi í
Hornafirði,“ segir Gísli Karel. Sem
unglingur var hann í byggingar-
vinnu, fiskverkun og til sjós.
Gísli Karel var í Barnaskóla
Grundarfjarðar, tók landspróf í
Stykkishólmi 1966, stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
1970, lauk byggingarverkfræði frá
Háskóla Íslands 1974 og meistara-
prófi frá Danmarks Tekniske Uni-
versitet (DTU) 1977. „Á háskóla-
árunum vann ég á sumrin við
landmælingar hjá Orkustofnun og
Vegagerðinni.“
Eftir verkfræðinámið vann Gísli
Karel á jarðhitadeild Orkustofnunar
1977-81, hjá Vatnaskil verkfræði-
stofu 1982-83, Almennu verkfræði-
stofunni 1984-2013 og var meðeig-
andi þar. Almenna verkfræðistofan
sameinaðist Verkís 2013 og hefur
Gísli Karel starfað þar síðan og er
meðeigandi. Hann var útibússtjóri
Verkís á Vesturlandi 2013-2019.
„Mitt sérsvið voru vatnsveitur og ég
var byggingarfulltrúi fyrir Norðurál
á Grundartanga, en lóðin var í tveim-
ur sveitarfélögum og öll leyfismál
fóru í gegnum mig. Síðan var ég
byggingarfulltrúi fyrir Fjarðaál í
Reyðarfirði.“
Gísli Karel stofnaði og er formað-
ur Eyrbyggja, hollvinasamtaka
Grundarfjarðar. „Við stofnuðum
Eyrbyggju 1999 og settum það
markmið að efla menningar-
starfsemi í Grundarfirði, taka saman
örnefni og safna þjóðlegum fróðleik
úr Grundarfirði. Við gáfum út tíu
bækur og fengum bæði heimamenn
og fræðimenn til að skrifa í þær. Við
létum einnig búa til veggspjöld sem
sýna fjallahringinn í Grundarfirði og
merktum örnefni inn á þau.“ Gísli
Karel er félagi í Verkfræðingafélagi
Íslands og var um tíma í stjórn Fé-
lags ráðgjafarverkfræðinga (FRV).
Hann hefur verið félagi í Rótarý-
klúbbi Borgarness frá 2013 og er
verðandi forseti 2020-2021. Áhuga-
hrossum í 15 ár, en því tímabili er
lokið.“ Gísli Karel er skógarbóndi á
Spjör við Grundarfjörð og í Arnar-
holti í Borgarbyggð. „Við hjónin höf-
um búið í Arnarholti frá 2005 en er-
um líka með íbúð í Reykjavík.“
Fjölskylda
Eiginkona Gísla Karels er Laufey
Bryndís Hannesdóttir, f. 21.6. 1949,
vatnafræðingur, jarðfræðingur og
verkfræðingur. Foreldrar hennar
voru hjónin Hannes Ingibergsson, f.
24.10. 1922, d. 9.12. 2012, og Jónína
Halldórsdóttir, f. 9.7. 1926, d. 28.6.
2008, húsmóðir. Þau voru búsett í
Reykjavík.
Börn Gísla Karels og Laufeyjar
eru 1) Pálína Gísladóttir, f. 18.9.
1975, byggingarverkfræðingur, bú-
sett í Reykjavík. Maki: Jökull Gísla-
son lögreglumaður. Börn þeirra eru
Laufey, f. 2002, Kristín, f. 2006, Snæ-
dís, f. 2008; 2) Gauti Kjartan Gísla-
son, f. 30.5. 1978, iðnaðarverkfræð-
ingur og tölfræðingur við Háskóla
Íslands, búsettur í Garðabæ. Maki:
Gísli Karel Halldórsson verkfræðingur – 70 ára
Fjölskyldan Gísli Karel og Laufey ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Á myndina vantar tengda-
dótturina Sigrúnu Árnadóttur og yngstu barnabörnin Ingva Karel og Lóu sem bæði eru núna þriggja ára.
Grundfirðingur í húð og hár
Hjónin Gísli Karel og Laufey í
göngu umhverfis Mont Blanc.
Skógarbóndinn Gísli Karel að
kurla skógarafurðir í Arnarholti.
40 ára Heiða er
Hafnfirðingur en
býr í Kópavogi.
Hún er náms- og
starfsráðgjafi frá
HÍ og er starfs-
endurhæfingar-
ráðgjafi hjá VIRK í
VR. Heiða er í fræðsluráði náms- og
starfsráðgjafa.
Maki: Sigursteinn Sigurðsson, f.
1975, framhaldsskólakennari í raf-
magnsfræði við FB.
Synir: Hörður Alexander, f. 2000, og
Kristófer Valur, f. 2001.
Foreldrar: Kristín Líndal Hafsteins-
dóttir, f. 1954, sjúkraliði, og Hörður
Ágúst Oddgeirsson, f. 1951, járn-
smiður. Þau eru búsett í Hafnarfirði.
Heiða Kristín Líndal
Harðardóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is