Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Listunnendur og fjölmiðlar hafa undanfarna daga minnst ýmissa merkra og umtalaðra umhverfis- listaverka sem búlgarski listamaður- inn Christo stóð fyrir á löngum ferli, en hann lést sem kunnugt er um helgina, 84 ára gamall. Christo, sem hét fullu nafni Christo Vladimirov Javacheff, vann áratugum saman að verkunum með eiginkonu sinni, Jeanne-Claude Denat de Guille- bon. Þau kynntust í París á sjöunda áratugnum en bjuggu lengst af í New York. Hún lést árið 2009 og hélt Christo áfram að reyna að hrinda í framkvæmd viðamiklum verkefnum sem þau höfðu undirbúið og hannað. Síðustu hálfa öldina stóðu Christo og Jeanne-Claude að mörgum umtöl- uðustu og umfangsmestu umhverfis- listaverkum sem um getur, verkum sem voru sum hver árum saman í undirbúningi. Mörg verkefnanna snerust um að pakka frægum mann- virkjum inn í plastefni, í öðrum pökk- uðu þau inn náttúrufyrirbærum, eins og eyjum og trjám, eða stýrðu för fólks um og á milli staða, til að mynda með því að reisa þúsundir hliða eða setja upp brýr. Hin umfangsmiklu verk hjónanna kröfðust ætíð ítarlegra útreikninga og undirbúnings, til að mynda við að afla leyfa fyrir framkvæmdunum, og þá voru þau nær undantekningarlaust afar kostnaðarsöm. Hjónin höfnuðu ætíð styrkjum eða að opinbert fé kæmi að verkunum, þess í stað söfn- uðu þau fé fyrir verkefnunum með því að selja myndlistarverk sem sýndu verkefnin á ýmsum stigum hugmyndanna, og áttu þau öfluga bakhjarla í hópi stuðningsmanna listanna og til að mynda svissneskra banka en í marga áratugi hefur safn um verk þeirra verið í mótun í Sviss. Sýning á verkum Christos og Jeanne-Claude var sett upp á Kjar- valsstöðum árið 1991. Meðal kunnustu verka hjónanna eru innpökkunin á Reichstag- byggingunni í Berlín 1995; „Running Fence“ í Kaliforníu 1972 – sem var um 50 km löng girðing úr næloni; inn- pökkun Pont Neuf-brúarinnar í París árið 1985; og hliðin 7.503 sem mynd- uðu 37 km leið um Central Park í New York árið 2005. Christo sagði verkin ekki hafa neina dýpri merkingu en þá sem fólst í fagurfræðilegri upplifuninni; þau áttu að gleðja með fegurðinni og hjálpa fólki við að sjá hið kunnuglega á nýjan hátt. Innpakkarinn mikli allur  Christo látinn, 84 ára  Skapaði ásamt Jeanne-Claude gríðarstór verk AFP Flotbrýr Síðasta mikla umhverfisverk Christos var „Fljótandi bryggjur“ á Iseo-vatni á Norður-Ítalíu árið 2016. Wikipedia/Morris Pearl The Gates Verkið var úr 7.503 hlið- um, í Central Park í New York. AFP Regnhlífarnar Verkið Regnhlífarnar var sett upp samtímis í Japan og Kaliforníu árið 1991, úr 3.100 flennistórum bláum og gylltum regnhlífum. Wikipedia Innpökkuð Árið 1985 pökkuðu Christo og Jeanne-Claude Pont Neuf-brúnni í París í plast og á tveimur vikum komu um þrjár milljónir gesta að skoða. AFP Listamaðurinn Christo við verkið The Mastaba í London 2018. Wikipedia/Oscar Wagenmans Þinghúsið Ein frægasta innpökkun hjónanna var á Reichstag-byggingunni í Berlín árið 1995. Þau höfðu í 24 ár reynt að fá leyfi fyrir gjörningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.