Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Leikhópurinn Lotta frumsýnir í dag í
Elliðaárdal sitt nýjasta verk, Bakka-
bræður, sem er fjölskyldusöngleikur
byggður á hinum þekktu og sígildu
þjóðsögum um hina seinheppnu og
vitgrönnu bræður Gísla, Eirík og
Helga. Segir á vef leikhópsins að í
meðförum Lottu megi segja að
Bakkabræður fái tækifæri til að segja
sögu sína á sínum forsendum og leið-
rétta þær rang-
færslur sem hafi
ratað í þjóðsög-
urnar.
Bakkabræður
eru þrettándi
frumsamdi söng-
leikurinn sem
Lotta setur upp
og mun leikhóp-
urinn að vanda
ferðast um landið
í sumar og sýna
hann en þó með breyttu fyrirkomu-
lagi vegna COVID-19 því nú þurfa
gestir að tryggja sér miða á tix.is þar
sem fjöldi gesta er takmarkaður. Líkt
og aðrar sýningar Lottu er þessi
hugsuð fyrir alla aldurshópa og alltaf
sýnt undir berum himni. Fyrsta sýn-
ing fer fram í dag, miðvikudag, kl. 18.
Reynir að finna eitthvað nýtt
Anna Bergljót Thorarensen er höf-
undur verksins en leikstjóri Þórunn
Lárusdóttir. Bakkabræður eru tí-
unda verkið sem Anna semur fyrir
leikhópinn og er hún spurð að því
hvort skrifin verði auðveldari með
hverju verkinu. „Já og nei. Mér finnst
ekki erfitt að skrifa þegar hugmyndin
er komin en miserfitt að fá hugmynd-
ina að næsta verki og að finna nýjan
farveg fyrir ævintýrin. Ég reyni alltaf
að finna eitthvað nýtt, annaðhvort
eitthvað falið í ævintýrunum sem þar
er fyrir eða finna þeim nýjan tilgang
og reyna að lesa einhvern boðskap út
úr þeim sem kannski er ekki augljós
við fyrstu sýn,“ segir Anna.
Bakkabræður eru ekki fyrstu ís-
lensku persónurnar sem gengið er út
frá í verkum Lottu því Gilitrutt,
Búkolla og Hlyni kóngsson hafa öll
komið við sögu. „En þetta er kannski
í fyrsta sinn sem við erum að taka
sögur sem eru ekki beinlínis ævin-
týri, það er ekki hægt að kalla sög-
urnar um Bakkabræður ævintýri,“
bætir Anna við. Þær séu í raun Hafn-
firðingabrandarar síns tíma.
Amma bætist við
–Hvernig gerið þið þetta, blandið
þið öllum sögunum saman?
„Við höfum mjög oft verið að taka
mörg mismunandi ævintýri og blanda
þeim saman í einhverja súpu en hjá
Bakkabræðrum lentu þeir í svo ótrú-
lega mörgu að það var ekki pláss til
að bæta öðru við. Ég held að sjö af
sögunum þeirra séu notaðar í leikrit-
inu, allar þessar þekktustu og meira
að segja eitthvað sem fáir þekkja.“
Sömu þrír leikarar leika bræðurna
í sýningunni og einnig koma við sögu
fleiri persónur, m.a. faðir þeirra (sem
dó eftirminnilega úti á sjó þegar
hann var að biðja um kútinn) og
amma þeirra, Freyja, sem kemur
hvergi við sögu í þjóðsögunum sem
eru heldur karllægar og nokkrum
konum hefur því verið bætt við.
Skrásettar slúðursögur
Á vef leikhópsins segir að boðskap-
ur verksins sé fallegur en hver er
hann? „Ekki dreifa sögum sem þú
kannski veist ekki hvar eiga uppruna
sinn, slúðursögur geta oft á tíðum
ýkst og orðið svolítið öðruvísi en
sannleikurinn er og þetta minnir
mann á að ekki er hægt að trúa öllu
sem maður heyrir,“ svarar Anna.
–Urðu þessar sögur til með þeim
hætti?
„Mér skilst það, já, að þetta séu í
raun ekkert annað en skrásettar
slúðursögur,“ svarar Anna kímin.
Bakkabræður eiga að hafa búið í
Svarfaðardal á afskekktum bæ og
mikið hægt að gera grín að þeim.
Þegar sögurnar urðu til fóru þær
að berast víðar um landið og Bakka-
bræður skutu upp kollinum um allt
land. „Sömu sögurnar eru til víðs
vegar að af landinu sem gefur enn
frekar til kynna að þetta sé sannar-
lega alls ekki satt,“ útskýrir Anna.
Fólk hafi mögulega verið að búa til
sögur sér til skemmtunar og látið
þær bitna á þessum vesalings bræðr-
um sem áttu hið illa umtal ekki skilið.
Anna segir að í leikriti Lottu fái
Bakkabræður uppreista sína æru.
„Við komumst að því að þeir eru ekki
jafnmiklir bjánar og fólk vildi vera
láta,“ segir hún.
Dansa sólardansinn
–Þið þurftuð að breyta fyrirkomu-
lagi sýninga í ár vegna COVID-19.
„Já, landslagið er allt annað, núna
beinum við öllum inn á tix.is og þurf-
um að láta alla panta miðana sína
fyrirfram. Við þurfum, eins og aðrir,
að standa við fjöldatakmarkanir og
fyrstu sýningarnar okkar verða bara
með 200 áhorfendum sem er mun
minna en við erum vön. Við kvíðum
því kannski mest að þurfa að vísa
fólki frá sem hefur ekki tryggt sér
miða,“ svarar Anna. Fólk sé ekki vant
því að þurfa að panta sér miða fyrir-
fram en vonandi séu allir með varann
á út af ástandinu.
Anna segir leikhópinn þó mjög
ánægðan með að fá að hitta svona
fallega inn á opnun samfélagsins, að
Lottu-sumarið hefjist á sama tíma og
COVID-þokunni létti.
–Leggist þið ekki á bæn áður en
þið haldið af stað í leikferðir og biðjið
veðurguðina um að vera ykkur hlið-
hollir?
„Jú, við dönsum sólardansinn en
ekki regndansinn,“ segir Anna og
hlær við. Fáir skoði veðurfréttir jafn-
vel og leikhópurinn Lotta. Þó skipti
ekki öllu máli hvernig veðrið er því ef
fólk klæði sig eftir veðri sé alltaf
hægt að vera úti.
Teppi og nesti
–Hvaða ráð áttu handa þeim sem
ætla á sýninguna ykkar, hvað eiga
þeir að hafa með sér?
„Þeir þurfa í fyrsta lagi að klæða
sig eftir veðri og koma með teppi til
að sitja á. Svo er ótrúlega gaman að
taka með sér nesti.“
–Er þetta alltaf jafnskemmtilegt?
„Já. Það er stutta svarið. Þetta er
svakalega erfitt, gríðarlega mikil
vinna og mikil samvera, við erum
saman nánast allan sólarhringinn í
þrjá mánuði en við værum ekki að
þessu ef þetta væri ekki svona sjúk-
lega gaman. Maður hlakkar til hvers
einasta sumars.“
Ljósmynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir/Myndvinnsla: Stefán Benedikt Vilhelmsson
Kostulegir Á myndinni má sjá bræðurna Gísla, Eirík og Helga (Stefán Benedikt Vilhelmsson, Andreu Ösp Karls-
dóttur og Júlí Heiðar Halldórsson) ásamt Þór föður þeirra sem Sigsteinn Sigurbergsson leikur.
Hafnfirðingabrandarar síns tíma
Lotta hefur leiksumarið með frumsýningu á Bakkabræðrum „Ekki jafnmiklir bjánar og fólk
vildi vera láta,“ segir leikskáldið Anna Bergljót Thorarensen um bræðurna Gísla, Eirík og Helga
Anna Bergljót
Thorarensen
Alþjóðlega heimildarmyndahátíðin
IceDocs verður haldin í annað sinn,
15.-19. júlí næstkomandi, á Akranesi
og verður fjöldi mynda á dagskrá og
boðið upp á fríar bíósýningar, tón-
leika, jóga, fjölskyldudagskrá, fjalla-
hlaup, miðnæturbíó og fleira.
IceDocs verður haldin í Bíóhöll-
inni, einu elsta kvikmyndahúsi
landsins en einnig verður viðburðum
dreift um bæinn og þeir meðal ann-
ars haldnir í fallegri fjörunni og í
Akranesvita.
Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í
fyrra og sóttu hana m.a. erlendir
blaðamenn og kvikmyndagagnrýn-
endur. Einn þeirra var Jessica
Klang, rýnir hjá Variety, The Play-
list og Sight & Sound og er haft eftir
henni í tilkynningu að af öllum þeim
dómnefndum sem hún hafi setið í í
fyrra, dómnefndum hátíða í Toronto,
Kaíró og Vínarborg svo nokkrar séu
nefndar, hafi verið erfiðast að vera í
dómnefnd IceDocs þar sem heim-
ildarmyndirnar hafi verið svo
einstaklega vel valdar.
Fyrirkomulag dagskrár og miða-
sölu verður kynnt á opnum viðburði
á Hlemmi Square-hótelinu við
Hlemm á morgun, fimmtudaginn 4.
júní, kl. 17 og er full dagskrá há-
tíðarinnar væntanleg á næstu dög-
um á vef hennar icedocs.is.
Morgunblaðið/RAX
Sumarblíða Auk þess að horfa á heimildarmyndir má njóta sumars og sólar
á ströndinni á Akranesi. Hér sjást ungir drengir sóla sig við Guðlaug.
IceDocs haldin öðru
sinni á Akranesi