Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA. Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 RAFLAGNAEFNI Í MIKLUÚRVALI Á dögunum var kommissar ESBsem fer með mál tengd kórónufaraldri spurð um opnun landamæra ríkja innan ESB. Kommissarinn sagði að frítt flæði fólks væri grundvallarregla. Ein- stökum löndum ESB væri óheimilt að opna landamæri að einu ESB ríki og halda öðrum lokuðum. Opna yrði fyrir umferð um öll landamæri í senn.    Spyrjandinnítrekaði að ákvarðanir um hið gagnstæða hefðu þegar verið teknar. Kommissarinn fór eins og grautur í kringum heitan kött svo enginn skildi neitt.    Páll Vilhjálmsson skrifaði: „Lítiðfer fyrir samræmdum reglum í Evrópu um ferðalög milli landa. Nágrannaríki, t.d. Eystrasaltsríkin þrjú, leyfa ferðalög sín á milli. Norðurlönd útiloka Svía frá ferða- bandalagi, enda reka Svíar sér- sænska stefnu í farsóttarvörnum. Guardian tekur saman yfirlit yfir ólíka nálgun Evrópuríkja í far- sóttarvörnum við landamærin. Ríkisvaldið í hverju landi er á milli steins og sleggju. Í einn stað er al- mennur vilji til að opna landamæri en í annan stað ótti við innflutning á kórónuveirunni.    Seinni bylgju farsóttarinnar erspáð síðsumars. Þegar smit- tölur hækka í einu landi er hætt við snöggum dómínó-áhrifum þeg- ar ríki loka landamærum fyrir- varalaust. Það eykur ekki ferða- löngun almennings að eiga á hættu að verða innlyksa í útlönd- um.    Enginn treystir ESB til að setjasamræmdar reglur. Reynslan sýnir að alþjóðasamtök eins og ESB og WHO eru lélegustu sótt- varnirnar.“ Páll Vilhjálmsson Ólystugur grautur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurjón Ágúst Fjeld- sted, fv. skólastjóri, lést á líknardeild Landspítal- ans laugardaginn 30. maí sl., 78 ára að aldri. Sigurjón fæddist í Reykjavík 12. mars árið 1942. Foreldrar hans voru Júlíus Lárusson Fjeldsted, verkamaður í Reykjavík, og Ágústa Sigríður Guðjónsdóttir húsmóðir. Sigurjón ólst upp á Grímsstaðaholtinu. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vonarstræti 1958, kenn- araprófi frá KÍ 1962, stundaði nám í sál- og uppeldisfræði við Kennarahá- skóla Danmerkur 1965-66 og í dönsku og sálfræði 1979-80. Sigurjón var kennari við Hlíðaskól- ann í Reykjavík 1962-67, skólastjóri Egilsstaðaskóla 1967-72, yfirkennari við Fellaskóla í Reykjavík 1972-74 og skólastjóri við Hólabrekkuskóla í Reykjavík 1974-2004. Hann var fréttaþulur Ríkissjónvarpsins 1974- 79, varaborgarfulltrúi 1978-82 og 1986-89 og borgarfulltrúi 1982-86. Hann sat í barnaverndar- og um- ferðarnefnd Reykjavíkur 1978-82, sat í fræðslu- og skólamálaráði Reykja- víkur frá 1982-90, var formaður stjórnar Veitustofnana 1982-86, var formaður og varaformaður stjórnar SVR 1982-90 og fulltrúi Reykjavíkur- borgar í skólanefnd Norræna félagsins um skeið. Sigurjón var farar- stjóri á vegum Sam- vinnuferða-Landsýnar í Danmörku á tíma- bilinu 1980-90. Hann var frá unga aldri mjög virkur í félags- starfi Oddfellow- reglunnar á Íslandi þar sem hann reis til hæstu metorða. Hann léði rödd sína við gerð sjónvarpsþátta og auglýsinga og var virkur í þjóðfélagsumræðunni. Seinni ár tók hann að sér stundakennslu í dönsku við grunnskóla borgarinnar, þ. á m. Hlíðaskóla, þar sem kenn- araferill hans byrjaði og mörg af hans barnabörnum voru við nám. Sigurjón kvæntist 20.8. 1965 Ragn- heiði Óskarsdóttur, f. 1.2. 1943, kenn- ara. Börn Sigurjóns og Ragnheiðar eru Ragnhildur Fjeldsted, f. 17.7. 1967, blómahönnuður og flugfreyja, Júlíus Fjeldsted, f. 3.7. 1974, cand.merc og fjármálastjóri Aware- GO, Ásta Sigríður Fjeldsted, f. 31.1. 1982, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hálfsystir Sigurjóns, sammæðra, var Ása Ester Skaftadóttir, f. 6.10. 1934, gift Davíð Bjarnasyni, sem bæði eru látin. Andlát Sigurjón Á. Fjeldsted Nær útilokað er að um rafmagnsbil- un hafi verið að ræða þegar frysti- húsið í Hrísey gjöreyðilagðist í bruna á fimmtudag. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum rannsóknar tæknideildar lögreglu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var eldur- inn líklega af mannavöldum. Þetta sagði Bergur Jónsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is. Rannsakendur frá tæknideild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru út í Hrísey á föstudag ásamt sérfræðingi frá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun og rannsökuðu brun- ann og vettvang hans. Þar var sér- staklega kannað hvort rafmagns- bilun hefði verið orsakavaldur. „Eftir athuganir þeirra á föstudag er rafmagn útilokað og þá standa eftir þessar tvær kenningar. Þá er eldur- inn væntanlega af mannavöldum hvort sem það er slys eða ásetn- ingur,“ sagði Bergur og bætti við að beðið væri lokaniðurstöðu rann- sóknarinnar. „Miðað við lýsingar manna bendir fleira til slyss en eins og er eru þetta einungis vinnutilgát- ur sem við erum að vinna með núna og bíðum auðvitað lokaniðurstöðu frá tæknideild,“ sagði Bergur. Vonir eru bundnar við að niður- staðan leiði í ljós líklegustu skýr- inguna á orsök eldsvoðans. Bruninn líklega íkveikja eða slys  Eldsvoðinn í Hrísey líklega af mannavöldum  Hægt að útiloka rafmagnsbilun Ljósmynd/Birgir Hrísey Frystihúsið gjöreyðilagðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.