Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fermingum hafði víða verið frestað
fram á haust í ljósi kórónuveiru-
faraldursins en nokkur dæmi eru um
að þessum athöfnum hafi verið flýtt
til sumars, m.a. fara nokkrar slíkar
fram 17. júní nk., einkum úti á landi.
Í Guðríðarkirkju í Grafarholti
munu um 60 börn fermast í sumar.
Fyrirhugaðar eru sjö athafnir fram í
september en þótt 50 manna sam-
komur séu nú heimilar telja kirkju-
yfirvöld ekki enn ráðlegt að fjöl-
mennir hópar fermist á sama tíma.
Áður en kórónuveirufaraldurinn
skall á var í Guðríðarkirkju fyrir-
hugað að halda síðustu fermingar-
athöfn vorsins á hvítasunnudag.
Vegna tilslakana á samkomubanni
varð fermingarathöfnin hins vegar sú
fyrsta á árinu og fermdust sex börn í
Guðríðarkirkju þann daginn.
Engin altarisganga
Fyrstu fermingarbörn sumarsins
voru að vonum ánægð með að geta
klárað áfangann á hvítasunnudag.
„Hin fyrstu verða síðust og hin síð-
ustu verða fyrst, eins og frelsarinn
sagði. Það var gleði og katína yfir
fólki, þar sem það var loksins hægt
að ferma þau á þessum degi. Sum
þessara barna höfðu ætlað að ferm-
ast í apríl,“ sagði sr. Leifur Ragnar
Jónsson, prestur í Guðríðarkirkju.
Hann sagði ánægju ríkja með að geta
klárað áfangann áður en haustið
gengi í garð.
Fór athöfnin fram eftir tilmælum
sóttvarnayfirvalda og var því ýmsum
hefðum vikið til hliðar, að sögn Leifs.
„Við heilsuðum ekki kirkjugestum
líkt og vant er og vorum ekki með alt-
arisgöngu. Við fylgjum öllum til-
mælum sóttvarnalæknis í þessum
efnum,“ sagði hann.
Flestar athafnir í Guðríðarkirkju
munu fara fram í ágúst, en nokkur
börn eiga þó enn eftir að ákveða
fermingardag.
Breytilegt er hvort fermingar-
veislur fari yfirleitt fram. „Í ein-
hverjum tilfellum eru veislurnar
geymdar þar til síðar. Í júlí verður
ein athöfn og 10 börn fermast þá. Það
er nýbreytni í því og við vonumst
bara eftir góðu veðri,“ sagði Leifur.
Fermingarfræðslan raskaðist ekki
vegna kórónuveirufaraldursins og
náðist að halda síðasta fræðslutím-
ann rétt fyrir samkomubann.
„Fermingarfræðslan gekk vonum
framar og var yndisleg. Við höfum
haldið þeim góða sið að hitta börnin
vikulega yfir veturinn og leggjum
auðvitað áherslu á að þau þekki
kristnu fræðin vel. Við viljum hafa
þetta jákvætt og skemmtilegt og að
börnin fari með góðar minningar úr
veru sinni í fermingarfræðslunni,“
sagði Leifur enn fremur.
Fleiri gifta sig fyrr og gefa
stórveisluna upp á bátinn
Þá hefur fjöldi tilvonandi brúð-
hjóna ákveðið að flýta brúðkaupum í
ljósi tilslakana. Brúðkaupum var
slegið á nokkurra mánaða frest
vegna samkomubannsins en Pétur G.
Markan, samskiptastjóri Biskups-
stofu, segir að nú sækist pör eftir að
ganga í það heilaga fyrr en ella, og
efni til minni veislu en áður var fyrir-
hugað.
„Þetta virðist draga fram kjarnann
í þeirri ákvörðun að vera saman, sem
er ekki sá að halda stóra veislu held-
ur að játa ást sína og tryggð. Það hef-
ur komið okkur svolítið fallega á
óvart. Brúðhjón ákveða að halda sig
við fyrri ákvörðun en veislan minni í
sniðum,“ sagði Pétur.
Fermingarveislurnar
færast yfir á sumarið
Hátt í 60 börn munu fermast í sumar í Guðríðarkirkju
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fermingar Vegna kórónuveirufaraldursins var fermingum víðast hvar
frestað til hausts. Hafa sumar sóknir endurskoðað það og flýtt athöfnum.
Pétur G.
Markan
Leifur Ragnar
Jónsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við sjáum viss tækifæri í þessu og
það verða þarna samlegðaráhrif.
Lítill markaður eins og þessi ber
kannski ekki mörg fyrirtæki í þess-
um geira,“ segir Jörgen Sverrisson,
verslunarmaður á Vopnafirði.
Jörgen og Sigurbjörg Halldórs-
dóttir eiginkona hans tóku um mán-
aðamótin við rekstri sjoppunnar á
Vopnafirði. Þau reka fyrir kaffihúsið
Kaupvangskaffi á staðnum.
Jörgen segir í samtali við
Morgunblaðið að hann vonist til að
opna sjoppuna á fimmtudaginn. Nú
sé verið að glöggva sig á rekstrinum
og skerpa á áherslum. „Þetta verður
sambærilegur rekstur og hér hefur
verið enda tökum við við góðu búi.
Reksturinn hefur verið góður og
orðsporið gott.“
Ljóst er þó að sjoppan fær nýtt
nafn. Hún hefur kallast Robbinn síð-
ustu misseri en hét á árum áður
Ollasjoppa. „Það er ekki orðið 100%
hvert nafnið verður. Þetta er í
nefnd.“
Eins og Morgunblaðið greindi frá
á dögunum hefur Árni Róbertsson
ákveðið að hætta verslunarrekstri á
Vopnafirði eftir 32 ára starf. Hann
hefur rekið verslunina Kauptún um
langt árabil og sjoppuna undanfarið.
Fram kom á vef Ríkisútvarpsins í
gær að ekkert tilboð hefði enn borist
í verslunina en Samkaupum hefði
verið boðin hún til kaups. Fyrir-
tækið biði gagna um reksturinn áður
en ákvörðun yrði tekin.
„Það er að mínu mati mjög erfitt
að vera einstaklingur í þessum
geira. Það er ekki alltaf rétt gefið,“
sagði Árni í viðtali við Morgunblaðið
í maí og jánkaði því að erfitt hefði
reynst að keppa við stórar verslana-
keðjur.
Sjoppan fær nýja
eigendur og nafn
Sviptingar í versl-
unarmálum á Vopna-
firði Búðin óseld
Vopnafjörður Nýir rekstraraðilar
taka við sjoppunni Robbanum.
Pétur Magnússon
petur@mbl.is
Tvö samhliða frumvörp til breytingar
á lögum um þingsköp og opinber fjár-
mál verða til umræðu á þingfundi á
næstu dögum, en frumvörpin varða
meðal annars frestun á samkomudegi
reglulegs Alþingis til 1. október.
Tilgangur frumvarpanna, sem lögð
voru fram af forsætis- og fjármálaráð-
herra í síðustu viku, er að veita svig-
rúm til þess að undirbúa breytingar á
fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og
ganga frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið
2021 og fjármálaáætlun fyrir árin
2021-2025.
Lagt er til að vikið verði frá tíma-
fresti laga um opinber fjármál vegna
endurskoðunar á fjármálastefnu ríkis-
tjórnarinnar og framlagningar fjár-
málaáætlunar á Alþingi.
Felur það í sér að haustþing hefjist
ekki annan þriðjudaginn í september,
eins og þingskapalög kveða á um, held-
ur verði samkomudegi frestað til 1.
október. Fjármálastefna ríkisstjórnar-
innar verði þá rædd á svokölluðum
þingstubbi í lok júnímánaðar.
Endurskoðað vegna veirunnar
Birgir Ármannsson, þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, staðfestir
að almennt fyrirkomulag þingstarf-
anna í sumar og haust á grundvelli
samkomulags stjórnmálaflokkanna
verði rætt í þingflokkum í dag og að
markmiðið sé að náð verði samkomu-
lagi í sátt við alla flokka.
Frumvörpin koma í kjölfar efna-
hagslegrar óvissu sem skapast hefur
vegna kórónuveirufaraldursins, en í
frumvarpi fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins segir að meginforsendur í
fjármálastefnunni hafi brostið og
nauðsynlegt sé að endurskoða hana.
„Ég tel að allir hafi sýnt því mikinn
skilning að þetta séu óvenjulegar að-
stæður og það kunni að vera þörf á
breytingum á tímasetningum,“ segir
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra,
en hún mun mæla fyrir frumvarpinu í
dag. Hún segir gildandi starfsáætlun
þingsins gilda til 25. júní, og stefnt sé
að því að það gangi eftir, en að þing
komi aftur saman í lok ágúst til að
ræða fjármálastefnu ríkisstjórnarinn-
ar.
Formenn flokkanna hittust á fundi í
gær til að ræða áform ríkisstjórnarinn-
ar. Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir nokkra samstöðu
hafa ríkt meðal formanna á fundinum,
en frekar verður rætt um breytingar á
frumvarpinu á næstu dögum.
Forsætisráðherra segir þörf á
breytingum á tímasetningum þingsins
Birgir
Ármannsson
Katrín
Jakobsdóttir
Þingstörfin
» Frumvörp forsætisráðherra
og fjármálaráðherra kveða á
um að fresta samkomudegi
haustþings frá 8. september til
1. október.
» Auk þess myndi Alþingi
koma saman í lok ágúst og
ræða fjármálastefnu ríkisins.
Upphafi
haustþings
verði frestað