Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 14
» Að hverfa frá stór- iðjustefnunni setur raforkuvinnslu Íslands á byrjunarreit með til- heyrandi efnahagslegri afturför og atvinnuleysi. Stóriðjan notar um 80% af framleiðslu ís- lenska raforkukerfisins. Þessi uppbygging hófst á sjöunda áratugnum, kalda stríðið var í full- um gangi og sannfærðir sósíalistar héldu uppi viðstöðulausum skæt- ingi í garð þessarar uppbyggingar áratug- um saman. Íslendingar báru til þess gæfu að setja í forystu þessa verks afburðamann, Jóhannes Nordal seðlabankastjóra, sem stjórn- aði aðgerðum úr stól formanns stjórn- ar Landsvirkjunar. Hann markaði stefnu uppbyggingarinnar að öðrum ólöstuðum, sem líka lögðu hönd á plóginn. Sú stefna markar reit númer eitt í nútímavæðingu raforkukerfis Ís- lands. Það sem öðru fremur skipti sköpum var sú ákvörðun að selja rafmagnið á rúmu kostnaðarverði gegn tryggum greiðslum í formi kaupskyldu. Þetta losaði Ísland nánast algerlega undan allri áhættu, en takmarkaði gróðann um leið. Í þessu skjóli hafa nánast engin vandamál komið upp, gagnrýnisraddir þagnað nema hjá einstaka furðufuglum og eignaupp- bygging í raforkukerfinu verið ótrú- lega hröð. Þessi stefna á sér rætur í New Deal stefnu F.D. Roosevelt, for- seta BNA. Svo hefur raforkuverðið hækkað með tímanum og endurnýjun samninga. Stóriðjan hefur reynst ágætur viðskiptavinur og allir for- dómar um stórfellda eitrun umhverfis og yfirvofandi fjárhagstap, jafnvel gjaldþrot, löngu dottnir fyrir borð. En þessir tímar eru búnir. Núna siglir stóriðja, og ekki bara álvinnsla, inn í stórkostlegt verðfall á mörk- uðum og fyrirsjáanlegra erfiðleika vegna áhrifa COVID- pestarinnar á allan iðnað, sem núna er nánast í framleiðslu stoppi. Nema hið kommúnistiska Kína sem heldur áfram með sínar fimm ára áætlanir hvað sem tautar og raul- ar og selur sitt ál á því verði sem fæst fyrir það, skítt með allt tap. Aðrir reyna að þrauka á lág- marksgangi. Þessi þró- un er sýnileg hjá Ísal, sem var í við- kvæmri stöðu fyrir. Þeir eru með nýjasta raforku samninginn og sam- kvæmt honum hefur orkuverð til þeirra hækkað talsvert, en verðmæti framleiðslunnar minnkað. Þeir íhuga stöðvun, en eiga ekki hægt um vik því stærsti hlutinn af raforkusamn- ingnum er háður kaupskyldu. Stjórn Landsvirkjunar hefur lýst því yfir að markmið þeirra sé að auka verðmæti auðlindarinnar. Þetta er ill- framkvæmanleg nema hækka raf- magnið, en sú stefna er þvert á til- ganginn með stofnun Landsvirkjunar, sem var að tryggja raforku á sem lægstu verði til almennings og iðn- aðar. Þetta hefur tekist, þó að ekki hafi verið eins langt gengið og hjá FDR á sínum tíma sem nánast gaf rafmagnið, en fékk í staðinn skattana af gríðarlegri iðnaðar uppbyggingu sem reif Ameríku upp úr kreppu þriðja áratugarins á undraverðum hraða. Nú stefnir í að Rio Tinto vilji loka Ísal. En það er bara byrjunin, hin ál- verin sitja í sömu súpunni, þó að minna heyrist frá þeim. Þau geta líka tekið ákvörðun um að loka, þó að þau hjari e.t.v. út kaupskyldutímann. Taki þau slíka ákvörðn verður öll viðhalds- vinna lágmörkuð og menn fara frá út- keyrðum verðlausum iðjuverum. Eft- ir sitja Íslendingar, með gríðarlega vermætar orkulindir en enga kaup- endur og engar tekjur. Við verðum aftur komin á reit nr. 1, árið 1969. Er þetta stefnan, að klára núverandi samninga og hætta svo? Hvernig er öðruvísi hægt að skilja skæting frá Landsvirkjun um arðgreiðslur og kjarasamninga hjá Ísal, mál sem henni kemur ekkert við? Er það stefnan að hækka rafmagnið fram í rauðann dauðann? Sitja út samnings- tímann meðan kaupskyldan varir og fara svo ánægðir á eftirlaun? Eftir situr þjóðin á reit nr. 1 með um 20.000 manns án fyrirvinnu. Auð- vitað er þetta helstefna. Það þarf að reyna að koma eitthvað til móts við þennan iðnað sem er búinn að þjóna landinu vel í 50 ár, gera einhverja marktæka tilraun til þess a.m.k.. Nú- verandi ríkisstjórn er búin að taka fyrir það að leggja sæstreng til Evr- ópu, enda er raforku markaðurinn í Evrópu algerlega glataður fyrir Ís- lendinga, strengurinn alltof langur og dýr og reglur uppboðsmarkaðar ESB, sem búið er að skylda okkur inn á (Nordpool), fjárhagslegt fen. Að sigla hingað með hráefni og vinna fyr- ir erlendan markað með umhverfis- vænni náttúruorku er það sem stefna ber að. Hér eftir sem hingað til. Ef á að henda þeirri stefnu fyrir borð verður að spyrja: Hvað veldur ? Raforkuvinnsla á Íslandi: Aftur á byrjunarreit? Eftir Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. Jónas Elíasson 14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020 Þekking er algjört lykilatriði fyrir framfarir í öllum þjóðfélögum. Það að skapa góða djúpa þekkingu er mikil- vægt. Þessi grein fjallar um mikil- vægi þess að við fáum rannsóknar- setur fyrir börn og unglinga með áherslu á grunnleggjandi færni, hreyfingu og hugarfar. Börnin okkar eru framtíðin. Öll viljum við þeim það besta. Að þau fái möguleika á góðri þróun á mikilvægum sviðum og öðlist gott líf. Því er mikilvægt að efla leik- skóla og grunnskóla landsins. Miklar áskoranir eru á báðum þessum skóla- stigum. Í leikskólum landsins er því miður erfitt að fylla stöður með menntuðum leikskólakennurum. (Að hluta til getur það verið skýrt með lágum launum á þessu skólastigi). Því þarf að breyta með öllum ráðum og dáð. Á Íslandi eins og víðast hvar er- lendis er vöntun á rannsóknum á þessu mikilvæga skólastigi. Það getur tengst svo mikilvægum þáttum eins og málþróun, orðaforða, þróun á hreyfifærni og félagsþróun. Einnig er vöntun á rannsóknum með áherslu á kynjamismun. Í grunnskólanum eru einnig margar áskoranir sem tengjast grunnleggjandi færni. Íslenskir nem- endur eru aftarlega á merinni hvað varðar læsi/lesskilning, stærðfræði og náttúrufræði. Margar ástæður geta verið fyrir því sem þyrfti að skoða betur með góðum íslenskum menntarannsóknum. Því má segja að oft var þörf en nú er nauðsyn á að lyfta grettistaki hvað viðkemur rann- sóknum sem tengjast grunnleggjandi færni og djúpri þekkingu hjá börnum og unglingum. Stofna þarf rannsóknarsetur fyrir nám og færniþróun þar sem höfuð- markmiðið væri að byggja upp rann- sóknir á sviði grunnleggjandi færni og þekkingar. Aðalrannsóknaráhersla verður á:  Læsi og lestur: Rannsóknir á bókstafs-hljóð- kunnáttu, læsi og lesskilning  Tölur og stærðfræði: Rannsóknir á kunnáttu um tölur, mengi og stærðfræði  Náttúrufræði og umhverfi: Rannsóknir á kunnáttu um hina ólíku þætti náttúrunnar og um- hverfi  Hreyfifærni/hreyfing/heilsa: Rannsóknir á samspili hreyfifærni og hreyfingu  Hugarfar: ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði: Rannsóknir á þáttum sem eru mikilvægir fyrir árangur Aðaláherslan er á þær greinar sem eru mældar í PISA (lestur, stærð- fræði, náttúrufræði) þar sem við stöndum höllum fæti miðað við þau lönd sem við viljum líkja okkur við. Einnig væri mikilvægt að hafa fókus á rannsóknir sem tengjast hreyfifærni/ hreyfingu, heilsu og hugarfari. Hvernig sköpum við gróskuhugarfar og ástríðu fyrir sviði, þema og færni. Það sem hefur verið gert undan- farin ár hefur sýnt fram á að það er ekki að skila sér í auknum árangri. Setjum í gang rannsóknarsetur fyrir nám og færniþróun með höfuðáherslu á grunnleggjandi færni, hugarfar og hreyfingu. Slíkt setur getur verið grundvöllur þess að við tökum næsta skref í menntun barna og unglinga á Íslandi. Rannsóknarsetur fyrir nám og færniþróun Eftir Hermund Sigmundsson, Stefán Guðnason og Svövu Þ. Hjaltalín » Setjum í gang rann- sóknarsetur fyrir nám og færniþróun með höfuðáherslu á grunn- leggjandi færni, hug- arfar og hreyfingu. Hermundur Sigmundsson Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði í Háskólanum í Reykjavík og Tækni- og vísindaháskólanum í Þránd- heimi, Stefán er verkefnastjóri Símennt- unar Háskólans á Akureyri og doktors- nemi og Svava er grunnskólakennari. Svava Þ. Hjaltalín Stefán Guðnason Ein af kenningum félagsfræðinnar nefn- ist átakakenning en hún leggur áherslu á ójöfnuð fólks en ekki samstöðu þess. Fé- lagsfræðingar sem að- hyllast átakakenn- ingar rannsaka t.d. hvernig félagsleg staða, kynþáttur, kyn og aldur er tengt ójafnri skiptingu lífsgæða eins og valda, menntunar eða félagslegrar upphefðar. Áherslan er lögð á að sýna þessi einkenni samfélags- gerðarinnar og benda á að uppbygg- ing og skipulag samfélagsins sé þannig að það þjóni hagsmunum ákveðinna hópa en svipti aðra rétt- indum. Í þessu ljósi er auðskiljanlegt að flestir öryrkjar finni sig í átaka- kenningum félagsfræðinnar enda sí- fellt að berjast fyrir réttindum sínum með heildarsamtökum fatlaðs fólks, og er ÖBÍ þar fremst í flokki. Spurningakönnun Öryrkjabandalagsins Það er ekki spurning hvort heldur hversu mikið öryrkjar bera skarðan hlut frá borði í íslensku samfélagi. Það þarf engin hástemmd lýsingar- orð um stöðu öryrkja. Hún er slæm. En við trúum því að að lokum mun- um við auka þekkingu og skilning á félagslegri stöðu okkar. Flest okkar upplifa ójafna skiptingu lífsgæða fyr- ir það eitt að fæðast fötluð, verða fötluð eða veikjast til langs tíma. Því ranglæti verður að snúa í réttlæti. Snemma í vor lagði Gallup fyrir spurningakönnun á meðal lands- manna fyrir atbeina ÖBÍ og var út- koman áhugaverð. Spurningunni hversu mikil eða lítil er þekking þín á kjörum öryrkja svöruðu 42,3% þátttakenda í úrtakinu að hún væri lítil eða engin en 23,4% mikil. Aðrir sögðu hvorki mik- il né lítil. Því miður virð- ast skilaboð okkar um bágan hag öryrkja ekki hafa náð í gegn eða hvað? Þrátt fyrir svörin við þessari spurningu virðist almenningur hafa staðgóða þekkingu á kjörum ör- yrkja eða kjaraleysi. Tæplega 75% telja að brýnt sé að bæta kjör ör- yrkja sem er mjög jákvætt og þeir sem svöruðu hvorki né fylltu 21,6 prósent. Hvorki meira né minna en 77,4% svöruðu slæm þegar spurt var hversu góð eða slæm kjör þeir teldu öryrkja búa við og aðeins 5% góð, aðrir svöruðu hvorki góð né slæm. 74,1% telur brýnt að bæta kjör ör- yrkja og aðeins 4,3% töldu að svo væri ekki. Barátta öryrkja fyrir betri kjörum og mannsæmandi lífeyri virðist því mæta skilningi almenn- ings en ekki stjórnvalda. Hlustið kæru stjórnvöld Það er athyglisvert að bera saman annars vegar þegar spurt var: Hvað telur þú að öryrkjar fái í tekjur á mánuði, eftir skatt? Og hins vegar spurninguna: Hvað telur þú æskilegt að öryrkjar fái í tekjur á mánuði eftir skatt? Rétt upphæð fyrir öryrkja án heimilisuppbótar er 221-236 þús. kr. á mánuði. Fyrri spurningunni svör- uðu 41,6% á réttu tekjubili, 26,3% undir því og 21,9% töldu að þeir væru á tekjubilinu fyrir ofan, 250-290 þús., og 6,2% töldu tekjur öryrkja vera á bilinu 300-349 þúsund. Það er því ljóst að meirihluti landsmanna hefur móttekið orðræðu okkar um kaup og kjör – en ekki stjórnvöld, hvers ráðherrar berja enn höfðinu við steininn þrátt fyrir almennings- álitið. Hvað varðar seinni spurninguna voru aðeins 10% á því að örorkulíf- eyrir ætti að vera sú upphæð sem hann raunverulega er og er getið hér að ofan, 16,2% í tekjubilinu fyrir of- an, 250-299 þús., og 300-349 þús. segja 31,1%. Hærra en það telja 17,4% svarenda í úrtakinu. Alls telja því tæplega 70% svarenda æskilegt að öryrkjar fái meira en 300 þús. kr. eftir skatt í óskertan örorkulífeyri og 40% að öryrkjar fái meira en 350 þús. kr. eftir skatt. Þetta er í fullu sam- ræmi við þær tekjur sem svarendur töldu sig þurfa að hafa ef þeir misstu starfsgetuna á morgun og þyrfti að duga þeim til framfærslu á mánuði. Þetta þýðir í raun að við höfum náð eyrum fólksins í landinu en ekki stjórnvalda. Kæru stjórnvöld, takið ykkur tak og hlustið á okkur öryrkja, við upplifum öryrkjastefnu ykkar daglega á eigin skinni og það er ekki góð tilfinning. Við erum ekki að leita að átökum. Hlustið og gerið betur. Við viljum samvinnu, þekkingu á kjörum okkar, skilning og úrbætur. Það eru mannréttindi. Átök og öryrkjar Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir » Þetta þýðir í raun að við höfum náð eyrum fólksins í landinu en ekki stjórnvalda. Við upplifum enn öryrkja- stefnu stjórnvalda daglega á eigin skinni. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. uhj@simnet.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.