Morgunblaðið - 03.06.2020, Síða 22
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
ÍBV tilkynnti á annan í hvítasunnu að
félagið hefði nælt í Selfyssinginn og
landsliðskonuna í handknattleik
Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur.
Hrafnhildur lék síðasta vetur með
Bourg-de-Péage í Frakklandi og
gekk vel. Hún þarf hins vegar að
hnýta lausa enda hér heima næsta
vetur ef þannig má að orði komast.
„Ég á ekki mikið eftir af masters-
námi mínu í sjúkraþjálfun í háskól-
anum og er það aðalástæða þess að
ég ákvað að koma heim til Íslands.
Ég á fyrst og fremst eftir verknám
sem ekki er einfalt að gera utan Ís-
lands. Ég verð því alla vega í eitt ár á
Íslandi,“ sagði Hrafnhildur þegar
Morgunblaðið hafði samband við
hana.
„Ég hef hugsað út í þetta nokkuð
lengi en ég stóð frammi fyrir því að
velja á milli þess að koma heim og
klára námið eða að halda áfram að
spila úti og láta námið bíða.“
Hrafnhildur segir Vestmannaeyjar
hafa togað í sig í þetta skiptið en hún
á rætur að rekja þangað. Spurð hvort
mörg lið hérlendis hafi sett sig í sam-
band við hana getur hún ekki neitað
því.
Deildin verður hörkugóð
„Já, þau voru nokkur. Ég get alveg
sagt það, en Eyjar heilluðu mig mest
af ýmsum ástæðum. Til dæmis er
uppgangur í liði ÍBV en svo er þetta
svo geggjaður staður. Ég er ættuð úr
Eyjum og ber taugar til staðarins.
Einnig hjálpaði til að ég get haldið
náminu áfram úr Eyjum,“ sagði
Hrafnhildur og hún er spennt fyrir
Íslandsmótinu næsta vetur. Auk
hennar er Birna Berg Haraldsdóttir
einnig komin heim úr atvinnu-
mennsku til að spila með ÍBV. Hel-
ena Rut Örvarsdóttir og Erna Björk
Davíðsdóttir eru komnar í Stjörnuna
og Rut Jónsdóttir gekk í raðir KA/
Þórs.
„Já, þetta er mjög spennandi. Við
erum að dreifast í ýmis lið og deildin
verður væntanlega hörkugóð sem er
mjög skemmtilegt. Ég hef fulla trú á
því að deildin verði sterkari en hún
hefur lengi verið. Einnig er gott að
við séum ekki allar að fara í sama liðið
og þá verður þetta fyrir vikið jafnara
og skemmtilegra. Fleiri lið verða
væntanlega í baráttunni í efri hlut-
anum en síðustu ár.“
Lærdómsrík Frakklandsdvöl
Hrafnhildur Hanna var mjög
marksækin með Selfyssingum áður
en hún fór í atvinnumennsku og var
markahæsti leikmaður Olís-deildar-
innar. Hún aðlagaðist fljótt efstu
deild í Frakklandi og skoraði meira
en 80 mörk á sínu fyrsta tímabili er-
lendis áður en mótinu var aflýst
vegna kórónuveirunnar.
„Ég var ánægð með spilamennsk-
una í Frakklandi enda gekk þetta í
rauninni vonum framar. Ég lærði
virkilega mikið þótt þetta hafi bara
verið tæpt ár eftir að klippt var á
tímabilið. Franska deildin er þvílíkt
sterk og maður kynntist nýju um-
hverfi hvað æfingar varðar. Þar er
maður á hörkuæfingum á hverjum
degi og ég mun alltaf búa að því,“
sagði Hrafnhildur og dregur ekki úr
því að leikmaður sem fer úr íslensku
deildinni í þá frönsku þarf í flestum
tilfellum að bæta sig í mörgum þátt-
um íþróttarinnar til að eiga mögu-
leika. „Ég bætti mig í ýmsum þáttum
enda þurfti ég að vera betri í flestum
atriðum til að mæta þessum bestu lið-
um og komast framhjá leikmönnum.
Ég þurfti að bæta mig hér og þar, til
dæmis í sóknaraðgerðum. Í frönsku
deildinni eru heimsklassaleikmenn
og heiður að fá að spila í hverri viku á
þeim vettvangi.“
Gæti átt eftir að reyna aftur
fyrir sér í atvinnumennskunni
Þegar náminu lýkur og í ljós kem-
ur hvernig Evrópuþjóðum reiðir af í
glímunni við heimsfaraldurinn telur
Hrafnhildur ekki ósennilegt að hún
reyni aftur fyrir sér erlendis.
„Nú einbeiti ég mér að því að fara í
skólann en eftir það tekur maður
stöðuna. Ef spennandi tækifæri bjóð-
ast í handboltanum hoppa ég ábyggi-
lega á það í framtíðinni. Ástandið í
heiminum spilar einnig inn í. Maður
veit ekkert hvernig handboltaheim-
urinn verður og sem stendur geta at-
vinnumannalið ekki gert allt sem þau
vilja gera. Þá er gott að vera heima
og vera búin að taka þá ákvörðun þótt
það hafi ekki verið stærsta ástæða
þess að ég sný heim á þessum tíma-
punkti,“ sagði Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir ennfremur í samtali við
Morgunblaðið.
Ánægð í Frakklandi en
ætlar að ljúka verknámi
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir ber taugar til Vestmannaeyja
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gegnumbrot Hrafnhildur í landsleik gegn Frökkum. Hún segist hafa þurft að bæta sig í ýmsum þáttum handboltans til að standa sig í Frakklandi.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
3. júní 1960
Morgunblaðið greinir frá því að
ÍR-ingnum Valbirni Þorlákssyni
hafi tekist að upp-
fylla lágmarks-
kröfur ólympíu-
nefndarinnar
vegna Ólympíu-
leikanna í Róm.
Valbjörn stekkur
4,40 metra í
stangarstökki og er það besti
árangur hans í greininni á mót-
um hér heima til þessa. Í blaðinu
er þess getið að Íslandsmet Val-
björns sé 4,45 metrar en því
stökki náði hann á móti í Leip-
zig.
3. júní 1984
Íris Grönfeldt setur Íslandsmet í
spjótkasti og sigrar á banda-
ríska háskólameistaramótinu,
NCAA, í frjálsum íþróttum í
Oregon. Íris
kastar 56,14
metra og hefur
nú bætt metið
þrívegis á
skömmum tíma.
Einar Vilhjálms-
son sigrar annað
árið í röð í spjótkasti á mótinu
en hann kastar 89,62 metra,
rúmum þremur metrum lengra
en næsti maður. Þórdís Gísla-
dóttir hlýtur silfurverðlaun í há-
stökki en hún stekkur 1,84
metra.
3. júní 1987
Karlalandsliðið í knattspyrnu
fær hrikalegan 6:0-skell gegn
Austur-Þýskalandi í undan-
keppni EM á Laugardalsvell-
inum. Vonbrigðin eru mikil þar
sem Ísland hafði náð góðum úr-
slitum á heimavelli fyrr í keppn-
inni. „Þetta er óafsakanlegt,“
segir fyrirliðinn Atli Eðvaldsson
við Morgunblaðið.
3. júní 1992
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu vinnur óvæntan sigur á
Ungverjum í Búdapest, 2:1, í
undankeppni heimsmeistara-
mótsins. Ungverjar komust yfir
en Þorvaldur Örlygsson og
Hörður Magnússon tryggja ís-
lenska liðinu sigur.
3. júní 2001
Ísland vinnur öruggan útisigur
á Hvít-Rússum, 30:23, í fyrri
umspilsleik þjóð-
anna um sæti á
EM 2002 í hand-
knattleik, í fyrsta
mótsleiknum und-
ir stjórn Guð-
mundar Þ. Guð-
mundssonar.
Sigfús Sigurðsson skorar níu
mörk í leiknum.
3. júní 2015
Íslensku fimleikakonurnar næla
í öll gullverðlaun sem í boði eru
fyrir þær í keppni í áhaldafim-
leikum þegar Smáþjóðaleik-
arnir eru haldnir hérlendis.
Dominiqua Alma Belányi sigrar
í fjölþrautinni og á tvíslá.
Norma Dögg Róbertsdóttir á
jafnvægisslá og í stökki og
Thelma Rut Hermannsdóttir í
gólfæfingum. Saman unnu þær
til gullverðlauna í liðakeppni.
Á ÞESSUM DEGI
Íslenska karlalandsliðið í hand-
knattleik verður í fyrsta styrk-
leikaflokki þegar dregið verður til
undankeppni Evrópumeistaramóts-
ins 2022 þann 16. júní.
Ísland getur því ekki mætt Alfreð
Gíslasyni og hans mönnum í Þýska-
landi, ekki frekar en Dönum, Norð-
mönnum, Svíum, Frökkum, Slóven-
um eða Tékkum sem einnig eru í
efsta flokki. Holland, undir stjórn
Erlings Richardssonar, er í öðrum
styrkleikaflokki.
Nánar um styrkleikjaflokkana
má lesa á mbl.is/sport.
Ísland í fyrsta
styrkleikaflokki
Morgunblaðið/Hari
Reyndur Aron Pálmarsson er marg-
reyndur og á mörg stórmót að baki.
Sandra María Jessen og stöllur í
Leverkusen eru komnar í undan-
úrslit í þýska bikarnum í knatt-
spyrnu eftir 3:2 sigur gegn Hoffen-
heim í framlengdum leik í gær-
kvöldi. Sandra spilaði allar 120
mínúturnar fyrir heimakonur en
hún sjálf kom liðinu í fjórðungs-
úrslitin með sigurmarki sínu gegn
Frankfurt í 16-liða úrslitunum í
vetur. Leverkusen gæti mætti
bikarmeisturunum Wolfsburg, sem
Sara Björk Gunnarsdóttir leikur
með, í úrslitum en liðið mætir
Gütersloh í 8-liða úrslitum í kvöld.
Sandra áfram
í undanúrslit
Ljósmynd/Leverkusen
Undanúrslit Sandra María Jessen
er komin langt í þýska bikarnum.
Þýskaland
Bikarkeppni, 8-liða úrslit:
Leverkusen – Hoffenheim...................... 3:2
Eftir framlengingu.
Sandra María Jessen lék allan tímann
með Leverkusen.
Danmörk
Bröndby – SönderjyskE.......................... 1:0
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
Eggert Gunnþór Jónsson var í leikbanni
hjá SönderjyskE og Ísak Óli Ólafsson var
ekki í leikmannahópnum.