Morgunblaðið - 03.06.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2020
✝ Guðni Þórðar-son fæddist á
Akranesi 6. septem-
ber 1939. Hann lést
á Landakoti 18. maí
2020.
Foreldrar hans
voru Þórður Níels
Egilsson, pípulagn-
ingameistari á
Akranesi, f. 14. sept-
ember 1916 á Skarði
á Snæfjallaströnd í
Ísafjarðardjúpi, d. 4. desember
1998, og Jóna Valdimarsdóttir
húsmóðir, f. 21. apríl 1919 á
Hvítanesi Ytri-Akraneshreppi,
d. 20. desember 2009.
Systir Guðna var Rannveig, f.
13. apríl 1941, d. 8. ágúst 1941.
Bróðir Guðna er Gylfi, við-
skiptafræðingur, f. 5. desember
1944, hann var giftur Mörtu
Kristínu Ásgeirsdóttur, f. 18.
ágúst 1956, d. 9. júlí 2015.
Árið 1972 hóf Guðni sambúð
með Sjöfn Guðmundsdóttur,
fyrrverandi fjármálastjóra, f.
17. maí 1935 í Reykjavík. Fyrir
átti Sjöfn Guðmund og Guðrúnu
Tómasbörn. Börn Guðna og
Sjafnar eru: 1) Hulda Rós, f.
1973, maki Dennis Helm. Börn
Esja Rós Gunnlaugsdóttir og
Zoé Sóllilja D. Huldudóttir
Helm. 2) Sunna Jóna, f. 1975.
Börn Líf Isabelle Hlavácková og
Bjartur Hlavácek. 3) Brynja
Þóra, f. 1976, maki Andri Páll
í Borgarnesi en það framleiddi í
fyrstu einangrunarplast. Frá
upphafi átti Guðni meirihluta í
fyrirtækinu. Árið 1983 opnaði
Borgarplast hverfisteypudeild í
Kópavogi þar sem framleidd
voru fiskikör og ýmsar aðrar
vörur fyrir fisk- og byggingar-
iðnað. Það var upphafið af frum-
kvöðlastarfi á heimsvísu í
hverfisteyptum lausnum fyrir
sjávarútveginn og útflutningur
hófst skömmu síðar. Árið 1987
flutti Borgarplast á Seltjarnar-
nes. Árið 2008 voru deildirnar
sameinaðar að Völuteig í Mos-
fellsbæ. Guðni hannaði allar
vörur fyrirtækisins sem voru
hans hugvit. Mikil áhersla var á
þróun umhverfisvænna lausna,
endurvinnanleg ker frá 1989 og
árið 2002 varð Borgarplast fyrst
fyrirtækja í heiminum til að
nota endurunnið hauggas í stað
olíu. Guðni var stjórn-
arformaður Borgarplast þangað
til hann varð framkvæmdastjóri
árið 1985. Unnu 50 starfsmenn
við fyrirtækið þegar mest var
og árið 2002 var Borgarplast
með yfir 80% markaðshlutdeild
fiskikera í heiminum. Fiskiker
Guðna eru mjög sýnileg í ís-
lensku landslagi og hafa jafnvel
verið útfærð sem listaverk
bandaríska konseptlista-
mannsins Lawrence Weiner.
Borgarplast var selt fyrir tveim
árum og lét Guðni af störfum í
kjölfarið.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 3. júní 2020, klukk-
an 13.
Pálsson. Börn
Dýrleif Sjöfn og
Úlfur Páll Andra-
börn.
Guðni var alinn
upp frá 9 ára aldri
á Jaðarsbraut 17
ofan við Langa-
sand á Akranesi.
Eftir gagnfræða-
próf árið 1956 hóf
hann nám í pípu-
lögnum hjá föður
sínum og lauk því árið 1960.
Upp úr tvítugu dvaldi Guðni
bæði í Bretlandi og Þýskalandi
áður en hann hóf nám í bygg-
ingatæknifræði við Danmarks
Tekniske Universitet í Kaup-
mannahöfn árið 1962 og lauk
því árið 1966. Þá sneri hann
heim og kynntist verðandi konu
sinni Sjöfn Guðmundsdóttur
stuttu síðar. Guðni og Sjöfn
bjuggu alla tíð á Sækambi vestri
á Seltjarnarnesi í parhúsi sem
þau byggðu við sjávarbakkann.
Þegar Guðni sneri heim úr námi
starfaði hann um tíma hjá Frið-
rik Jörgensen hf. áður en hann
stofnaði teiknistofuna Staðal
ásamt félögum frá námsárunum
í Kaupmannahöfn. Árið 1970
opnaði Guðni Teiknistofu Guðna
Þórðarsonar sem lengst af var
starfrækt við Skúlatún í Reykja-
vík. Árið 1971 stofnaði hann
ásamt vinum sínum úr Borg-
arnesi hlutafélagið Borgarplast
Hann pabbi minn var stór kar-
akter, eldklár og ákaflega metn-
aðarfullur í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Hann var vinnu-
þjarkur og vann myrkranna á
milli að byggja upp fyrirtækið
sitt, Borgarplast, í nær hálfa öld.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess
að það eru varla liðin tvö ár síðan
pabbi var ennþá að stýra fyrir-
tækinu af miklum móð, 78 ára
gamall, ásamt móður minni sem
starfaði með honum í fyrirtækinu
öll þessi ár. Fyrirtækið tók því,
eins og gefur að skilja, mikið
pláss í okkar fjölskyldulífi. Þar
vann ég mörg sumur og tók þann-
ig þátt í lífsstarfi foreldra minna
og kynntist öllu því góða fólki
sem þar starfaði í gegnum árin.
Ef pabbi hefði ekki neyðst til að
hætta út af veikindum sínum þá
væri hann örugglega ennþá á
skrifstofunni.
Þó svo að vinnan hafi verið
mikilvæg fyrir pabba þá tók hann
sér alltaf tíma fyrir ferðalög og
dýrmætar eru minningarnar frá
ferðum okkar upp á hálendið eða
hringinn í kringum landið.
Mamma og pabbi ferðuðust einn-
ig út um allan heim og stundum
fengum við systurnar að koma
með, en ef ekki þá kom eitthvað
skemmtilegt með þeim til baka
og þau sögðu okkur ferðasög-
urnar.
Alla tíð lagði pabbi mikið upp
úr því að við systurnar myndum
mennta okkur, ferðast og læra
tungumál. Að frumkvæði pabba
fékk ég að fara með æskuvinkon-
um mínum í enskuskóla í Bret-
landi þegar ég var 14 ára og þeg-
ar ég var 15 ára reddaði pabbi
mér vinnu á bóndabýli í Dan-
mörku. Sú reynsla lagði grunninn
að áhuga mínum á að dvelja er-
lendis, læra tungumál og hrein-
lega grunninn að því að þora og
gera. Pabbi vissi það þó svo ung-
lingurinn ég hafi ekki verið allt of
hrifin af dvölinni fjarri vinum og
fjölskyldu.
Hann reyndi aldrei að hafa
áhrif á val okkar varðandi fram-
haldsnám, þó hann hafi auðvitað
nefnt að sniðugast væri fyrir okk-
ur að velja eitthvað praktískt.
Umfram allt vildi hann þó að við
gerðum eitthvað sem við hefðum
áhuga á og ástríðu fyrir.
Pabbi kenndi mér margt gagn-
legt og gott sem ég hef nýtt mér í
gegnum lífið. Hann sætti sig
aldrei við að eitthvað væri gert
með hangandi hendi. Það má
segja að hann hafi verið mikill
fullkomnunarsinni, sem var hon-
um stundum til trafala en í lang-
flestum tilvikum til góðs. Hann
beitti gagnrýnni hugsun og var
einkar klár að útfæra og leysa
vandamál. Pabbi kenndi mér um-
fram allt þrautseigju, elju og
staðfestu.
Fyrir það verð ég alltaf þakk-
lát. Þrautseigjan kom pabba yfir
margar hindranirnar í lífinu og
hefur verið mér ómetanlegt vega-
nesti í lífinu. Að mörgu leyti, þó
svo að skapið okkar pabba hafi
ekki alltaf farið vel saman og ég
oft átt erfitt með að melta það
þegar pabba var heitt í hamsi, þá
vorum við mjög lík. Pabbi mýkt-
ist með árunum og maður fann
alltaf fyrir því að hann elskaði
mann þó hann ætti stundum erf-
itt með að sýna það. Hann var
stoltur og áhugasamur um það
sem maður tók sér fyrir hendur
og var ákaflega góður afi og sýndi
barnabörnum sínum mikla hlýju.
Góðu minningarnar standa upp
úr þegar ég horfi á eftir honum
pabba mínum hverfa inn í ljósið.
Hvíldu í friði, elsku pabbi
minn.
Sunna Guðnadóttir.
Kæri pabbi minn er nú látinn
áttræður að aldri. Þó svo að hann
hafi stjórnað fyrirtækinu sem
hann stofnaði nær allt fram á síð-
ustu stundu var það fyrir fimm
árum að hann veiktist. Því hefur
gefist einhver tími til að hugleiða
samband okkar og hvað það er
sem pabbi hefur fært mér og ég
tekið inn í lífið. Í gegnum ótal
samræður kenndi hann mér að
leggja áherslu á gæði, að gera
hlutina vel og rannsaka forsend-
ur þess sem ég er að gera.
Ástríða hans fyrir vinnunni og
fyrirtækinu sem hann stofnaði lá
fyrst og fremst í gleði hans að
skapa og byggja upp, búa til störf
og arfleifð fyrir framtíðina. Hann
þrýsti aldrei á mig eða aðra að
feta hans slóðir heldur hvatti
hann okkur börnin til að kanna
heiminn, ferðast og læra tungu-
mál og kynnast menningu ann-
arra þjóða. Hann vildi að við
menntuðum okkur og störfuðum
við það sem við hefðum sjálf
ástríðu fyrir.
Pabbi var fróðleiksfús. Hann
hafði gaman af því að lesa alls
konar bækur og tímarit um vís-
indi, menningu og samfélag og
einnig fylgdist hann grannt með
fréttum. Eftir að ég flutti til Berl-
ínar talaði hann oft um reynslu
sína af því að vinna í skipasmíða-
stöð í Hamborg. Ég heimsótti
síðar þessa sömu stöð. Önnur
minnisstæð ferðalög voru um
hafnir og strandlengju Íslands að
skoða fólk og hluti. Það hafði
mikil áhrif á mína fagurfræði. Við
ferðuðumst einnig mikið um
landið í tjaldi, sem skýrir ást
mína á fjölbreytileika íslensks
landslags. Hjartnæmasta ferðin
var farin þegar ég var 17 ára og
við fórum með föðurafa mínum á
bát að Snæfjallaströnd og tókum
land þar sem afi bjó í frum-
bernsku. Tilfinningin í þessari
ferð hafði djúp áhrif á mig. Það er
mikilvægt að muna hvaðan við
komum. Pabbi og mamma ferð-
uðust mikið. Síðasta utanlands-
ferð pabba var að heimsækja mig
í Berlín fyrir nokkrum árum. Það
er dýrmæt minning.
Þar sem ég bý erlendis hef ég
haft tækifæri til þess hin síðustu
ár að búa öðru hvoru aftur á
æskuheimilinu við sjóinn í
nokkra daga í senn. Hversdags-
stundirnar í rólegu spjalli og
matmálstímarnir án mikils stúss
hafa verið mikils virði og styrkt
sambandið síðustu ár. Það er
ofsalega leiðinlegt að missa af ró-
legum stundum eftirlaunaaldurs-
ins með pabba. Einkum er það
sárt fyrir börnin mín að missa afa
sinn þegar hann loksins hættir að
vinna. Mömmu minni, sem ann-
ast hefur pabba af einstakri um-
hyggju síðustu ár, vil ég þakka.
Hennar missir er mestur eftir
hálfrar aldar samveru. Þegar lífið
er skemmtilegt líður það allt of
fljótt. Ég kveð pabba með ljóðinu
Barn, eftir sveitunga afa, Stein
Steinar. Ljóðið minnir mig á
pabba og hvað ég er lík honum.
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tveir dökkklæddir menn
gengu fram hjá
og heilsuðu:
Góðan dag, litla barn,
góðan dag!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvær ljóshærðar stúlkur
gengu fram hjá
og hvísluðu:
Komdu með, ungi maður,
komdu með!
Ég var lítið barn
og ég lék mér við ströndina.
Tvö hlæjandi börn
gengu fram hjá
og kölluðu:
Gott kvöld, gamli maður,
gott kvöld!
Takk, pabbi.
Hulda Rós Guðnadóttir.
Það var gott fyrir okkur bræð-
ur að alast upp á Skaganum í
kringum miðja síðustu öld í
næsta nágrenni við Langasand-
inn, sem var allt í senn baðströnd,
leiksvæði barna og unglinga og
æfingasvæði fyrir knattspyrn-
una. Heimilishald þessarar 4ra
manna fjölskyldu var einfalt, hús-
freyjan stjórnaði öllu innanhúss
en húsbóndinn vann myrkranna á
milli enda eini pípulagninga-
meistarinn í bænum í 20 ár og
hafði lítinn tíma í barnauppeldið
en það breyttist aldeilis er við
bræður hófum framleiðslu á
börnum á færibandi enda hænd-
ust þau mjög að honum. Vegna
aldursmunar áttum við frekar
litla samleið utan heimilis en inn-
an þess var það einkum skákin
sem tengdi okkur saman en við
höfðum báðir lært þá list mjög
ungir af föður okkar sem var lið-
tækur skákmaður. Guðni lagði
síðan mikla rækt við skákina á ár-
unum fram að tvítugu, safnaði að
sér skákritum og var mjög vel að
sér í fræðunum. Hann varð skák-
meistari Akraness og var hárs-
breidd frá því að vinna sæti í
landsliðsflokki. Síðar, eftir að
námi lauk, tók hann upp þráðinn
að nýju og stundaði bréfskák,
einkum við erlenda aðila.
Guðni byrjaði ungur í fótbolt-
anum og var í liði ÍA í yngri flokk-
unum og upp í 2. flokk. Hann
fylgdist alla tíð mjög vel með sín-
um mönnum, var áhyggjufullur
þegar illa gekk en gladdist þegar
vel gekk.
Eftir að hann fór í nám í Kaup-
mannahöfn urðu samskiptin
minni því hann kom örsjaldan
heim meðan á náminu stóð.
Eftir að hann kom heim aftur
1966 var þráðurinn tekinn upp að
nýju og það sem mér er minn-
isstæðast frá þessu ári var að
hann bað mig þrívegis að lána sér
bílinn dagstund og í öll skiptin
þegar hann skilaði bílnum var
byrjunin sú sama: „Heyrðu, mér
varð það á að keyra utan í bíl og
rispaði aðeins bílinn þinn.“ Mér
fannst þetta vel af sér vikið og þó
hafði maðurinn tekið meiraprófið
nokkru áður en hann lagðist í
víking.
Eftir að við vorum báðir komn-
ir með konur urðu samskiptin
miklu meiri, t.d. áttum við Marta
margar ánægjulegar stundir með
þeim hjónum á páskum og versl-
unarmannahelgum í sumarbú-
stað þeirra í Húsafelli og nutum
þar góðra veitinga. Guðni stund-
aði göngur, bæði hérlendis og er-
lendis, um áratuga skeið, með
konu sinni og vinum. Við urðum
þeirrar ánægju aðnjótandi að
fara tvívegis með þeim ásamt
börnum á æskuslóðir pabba okk-
ar á Snæfjallaströnd auk nokk-
urra gönguferða í Austurríki og
Tyrklandi.
Síðast en ekki síst þá var
Guðni gegnheill Skagamaður alla
ævi, byrjaði ávallt að spyrja um
allt það helsta sem var að gerast í
bænum og hringdi mjög oft þeg-
ar hann las um andlát einhvers á
Skaganum sem hann kannaðist
ekki við.
Blessuð sé minning hans.
Gylfi.
Kæri Guðni, við ræddum ekki
mjög oft saman en þessi samtöl
voru dýrmæt eins og flestallt sem
er sjaldgæft, og þau bundu okkur
vinsamlegum fjölskylduböndum.
Við gerðum víðreist í þessum
samtölum, ferðuðumst um er-
lenda markaði fyrir Borgarplast
og ræddum um þessi lönd, stjórn-
málin, menningarmuninn, efna-
haginn og jafnvel mannkynssög-
una. Suður-Ameríka, Evrópa og
auðvitað Frakkland, sem þér
fannst bæði vera auðsóttur mark-
aður, en samt svo fjarlægt land.
Við ræddum einnig um utan-
landsferðir þínar með fjölskyld-
unni. Madagaskar var í uppáhaldi
hjá þér! Að öðru leyti var ég svo-
lítið utangarðs, þar sem ég tala
ekki tungumálið þitt. Ég heyrði
þig tala í boðum og tók eftir því
að fólk skellti upp úr af og til þeg-
ar það hlustaði á þig, þótt ekkert í
látbragði þínu né röddu virtist
gefa tilefni til þess. Ég gat mér til
að þú værir með þína sérstöku
kímnigáfu. Þú varst alltaf örlátur
gagnvart mér og fjölskyldu
minni. Án lánsins á Nissan Terr-
ano 2 og Ford Pickup sem eyddi
hvorki meira né minna en 16 lítr-
um á hundraði hefði ég ekki get-
að kynnst Íslandi svona vel. Ég
hefði svo gjarnan viljað kynnast
þér betur, skilja hvað þú varst að
hugsa og hvernig þér leið. Hvíl í
friði, kæri Guðni. Þessi orð eiga
svo vel við nú þar sem þú helgaðir
líf þitt starfinu þínu. Kæri Guðni,
par ton exemple, que ton ultime
voyage vers l’Orient Eternel,
nous rappelle, ici-bas, à nos devo-
irs (útleggst stuttlega þannig að
hans síðasta ferð minni okkur
sem eftir erum á skyldur okkar).
Patrick Ramette.
Í dag er við kveðjum Guðna
hinstu kveðju, koma upp margar
minningar sem við eigum með
þeim hjónum. Á hálfri öld er
margs að minnast.
Fyrstu kynnin voru hægfara
og stríddum við Sjöfn á því að
kalla hann huldumanninn en er
við kynntumst honum betur urðu
þau kynni að góðri og tryggri vin-
áttu.
Við áttum margar og skemmti-
legar stundir á heimili þeirra
Sjafnar. Þar var ekkert sparað til
að hafa samverustundirnar
skemmtilegar. Jól, áramót og alls
kyns viðburðir barna og þeirra
sjálfra.
Allar ferðir okkar hérlendis
voru stórkostlegar. Sjöfn vana-
lega búin að kortleggja, þegar
þau eignuðust jeppa og síðan
fellihýsi var ekkert að vanbúnaði
að skella sér með stuttum fyrir-
vara út í sumarið. Við heimsótt-
um helstu staði landsins. Alltaf
var gönguferð í hverri ferð.
Guðna viðaði að sér bæklingum
og bókum svo við hin vissum
örugglega hvar við værum stödd.
Auðvitað fylgdumst við vel
með því þegar hjónin voru að
byggja upp fyrirtækið saman. Sú
ómælda vinna var varla mannleg.
En harkan var mikil og engan
tíma mátti missa. Stækka
Borgarplast, fara í miklar reisur,
eignast börn, 3 stelpur á 3 árum.
Síðasta útilega okkar var fyrir
örfáum árum. Þá var búið að losa
sig við fellihýsið svo tjaldvagn
var leigður. Nú skyldi kanna vel
Suðurlandið en vegna leiðinda-
veðurs enduðum við 1. daginn á
Höfn, þangað elti rigningin okk-
ur, næsta dag haldið áfram til
Egilsstaða og tjaldvagninn stað-
settur á góðu tjaldstæði sem var
skemmtilegt. Eldað úti með
prímus og spjallað við góða
tjaldnágranna. Þaðan heimsóttir
allir firðir þar til rigningin sagði
okkur að halda áfram. Dimmu-
borgir rannsakaðar vel og vand-
lega áður en haldið var af stað í
Hörgárdalinn sem var síðasti
áfangastaðurinn áður en haldið
var til Reykjavíkur og endað á
Menningarnótt í Reykjavík.
Mörg undanfarin ár höfum við
farið saman um borgina og notið
lífsins þann dag.
Þegar við lögðum í þessa ferð
var Guðni orðinn það lasinn að við
héldum að hann gæti ekki lagt
þetta ferðalag á sig, en ekkert
stoppaði hann. Þessi ferð gleym-
ist seint.
Síðustu dagar hans voru hon-
um afar erfiðir, enginn mátti
heimsækja hann vegna sam-
göngubannsins og átti hann erfitt
með að skilja það. Hann var þá
orðinn svo veikur, ekkert annað
hægt að gera til að lina kvalir en
að gefa honum sterk lyf. Hann
saknaði að sjá ekki konu sína og
dætur, það var heimsóknarbann,
sjúkdómslegan var löng. Skildi
maður og fann hversu erfitt er
fyrir ástvini sjúklinga að ganga í
gegnum slíka tíma. Honum leið
illa en þegar kom að því að
mæðgurnar og barnabörn máttu
koma þá hvarf ókyrrðin og leið-
inn og hann fékk ró.
Við viljum þakka Guðna fyrir
allan velvilja í okkar garð, hann
vildi allt fyrir okkur gera þegar
við þurftum á því að halda.
Hvíl í friði, kæri Guðni.
Heba og Snorri.
Guðni Þórðarson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Borgarplasts,
lést 18. maí síðastliðinn í Reykja-
vík. Hann stofnaði Borgarplast í
Borgarnesi árið 1971 ásamt sex
öðrum Borgfirðingum og var í
forsvari fyrir félagið sleitulaust
frá 1971 til 2018.
Í byrjun einbeitti Borgarplast
sér að framleiðslu á húsaeinangr-
un en árið 1983 hóf það fram-
leiðslu á hverfisteyptum fiskikör-
um á höfuðborgarsvæðinu sem
flestir tengja félagið við í dag.
Þannig var Guðni sannur frum-
kvöðull að mikilvægum nýjung-
um í sjávarútvegi sem lögðu
grunninn að aukinni tæknivæð-
ingu og bættri meðhöndlun sjáv-
arfangs með einangruðum fiski-
körum.
Guðni, sem var fæddur á Akra-
nesi árið 1939, lærði byggingar-
tæknifræði í Danmörku og lagði
metnað sinn í að vanda til hönn-
unar og að tryggja að framleiðsla
félagsins væri með því besta sem
gerðist á markaði. Samhliða
framleiðslu á fiskikörum var
byggð upp framleiðsla á fráveitu-
lausnum af ýmsu tagi auk þess
sem framleiðsla á húsaeinangrun
var útvíkkuð yfir í frauðkassa
fyrir fiskútflutning.
Þannig lagði Guðni grunn að
öflugum rekstri Borgarplasts, en
félagið mun fagna hálfrar aldar
afmæli á næsta ári. Eiginkona
Guðna var Sjöfn Guðmunds-
dóttir, sem lifir mann sinn, en
hún starfaði náið með honum um
árabil hjá Borgarplasti.
Starfsfólk Borgarplasts sendir
Sjöfn og dætrum þeirra þremur
og fjölskyldum þeirra hugheilar
samúðarkveðjur vegna andláts
Guðna.
F.h. Borgarplasts hf.,
Guðbrandur Sigurðsson
frkv.stj.
Guðni Þórðarson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI RAGNAR LÁRENTSÍNUSSON
húsasmíðameistari,
Skólastíg 14,
Stykkishólmi,
lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 30. maí.
Útför fer fram laugardaginn 13. júní frá Stykkishólmskirkju.
Anna María Bjartmars
Sólborg Olga Bjarnadóttir
Bjartmar Bjarnason Guðrún Helga Gylfadóttir
Unnar Freyr Bjarnason Anna Margrét Guðmundsd.
Sigurður Ragnar Bjarnason Anna Sigríður Melsteð
barnabörn og barnabarnabörn