Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 147. tölublað 108. árgangur
HÖNNUNIN
GETUR SKIPT
LYKILMÁLI
HÁTÍÐIN
INNBLÁSIN
AF KÓFINU
SPENNANDI
FERÐAKOSTIR
FYRIR NORÐAN
HÖNNUNARMARS 25 FERÐALÖG 16 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýbygging Hlutdeildarlánin eiga að
auðvelda einstaklingum kaup á íbúð.
Forysta verkalýðshreyfing-
arinnar gagnrýnir frumvarp fé-
lagsmálaráðherra um hlutdeild-
arlán og vill m.a. að tekjuviðmiðum
verði breytt svo fleiri geti nýtt sér
þetta úrræði. Seðlabankinn varar
hins vegar við því að þættir í frum-
varpinu verði útvíkkaðir eða rýmk-
aðir frá því sem frumvarpið gerir
ráð fyrir og segir í umsögn að það
gæti haft þau áhrif að bankinn sæi
sig knúinn til að grípa til mótvæg-
isaðgerða með auknu aðhaldi á
sviði peningamála, ,,t.d. með hærri
vöxtum [...].“ »10
Rýmkun hlutdeild-
arlána gæti kallað
á vaxtahækkun
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Viðskiptabankarnir lánuðu íslensk-
um heimilum 22,3 milljarða í maí-
mánuði til húsnæðiskaupa eða
endurfjármögnunar húsnæðis-
skulda. Bankarnir hafa ekki áður
lánað jafn háar fjárhæðir í þessu
formi í einum mánuði. Þetta kemur
fram í nýbirtum tölum Seðlabanka
Íslands. Til samanburðar lánuðu
bankarnir í sama skyni 12,8 millj-
arða í aprílmánuði og nemur aukn-
ingin milli mánaða því 74%.
Í tölum Seðlabankans, sem ná aft-
ur til upphafs árs 2013, má sjá að
húsnæðislán bankanna, að teknu til-
liti til umfram- og uppgreiðslna hafa
ekki áður farið yfir 20 milljarða í
einum mánuði. Í júlí 2015 stappaði
nærri en þá lánuðu bankarnir 19,2
milljarða króna.
Langmest virðist aðsóknin í
óverðtryggð húsnæðislán með
breytilegum vöxtum og stóðu nýjar
lánveitingar á þeim grunni í 27,4
milljörðum umfram upp- og um-
framgreiðslur í maímánuði. Á sama
tíma greiddu heimilin upp óverð-
tryggð lán með föstum vöxtum fyrir
3,3 milljarða. Enn er nokkuð tekið
af verðtryggðum lánum með breyti-
legum vöxtum og námu þau útlán
427 milljónum í mánuðinum. Verð-
tryggð fastvaxtalán voru hins vegar
greidd upp, umfram nýjar lántökur,
fyrir 2,2 milljarða króna.
Bankar auka við en sjóðir ekki
Enn hafa ekki verið birtar tölur
yfir ný útlán lífeyrissjóðanna í maí-
mánuði. Hins vegar var eftir því
tekið að í tölum yfir aprílmánuð
virtist mikill samdráttur hafa orðið í
útgáfu nýrra húsnæðislána sjóðanna
þann mánuð. Hafa sjóðirnir enda
ekki lækkað vaxtakjör sín með jafn
afgerandi hætti og bankarnir á um-
liðnum mánuðum samhliða miklum
stýrivaxtalækkunum Seðlabanka Ís-
lands.
Útlánamet hjá bönkunum
Sífellt fleiri heimili kjósa að fjármagna húsnæði sitt með óverðtryggðum lánum
Breytilegir vextir allsráðandi Virðast hafa tekið forystu gagnvart lífeyrissjóðum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lán Húsnæðisvextir hafa lækkað
mjög mikið síðustu misserin. MViðskiptaMogginn
Fjöldi krakka var samankominn í Öskjuhlíðinni í
gær. Á myndinni má sjá Benas Acajevas, en hann
er hluti hóps sem var á námskeiði Skátafélagsins
Landnema. Meðal þess sem krökkunum er kennt
á námskeiðinu er að klífa kletta. Að sögn Júlíu
Jakobsdóttur, skólastjóra námskeiðsins, er
markmiðið að reyna að auka útivist ungmenna.
Þannig standi börnum á aldrinum 8-12 ára til
boða að taka þátt í skemmtilegu útilífsnámskeiði
á sumrin. Meðal viðfangsefna á námskeiðunum
eru náttúruskoðun, klifur, sig, rötun, útieldun,
sund, skátaleikir og margt fleira.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Klifrað í klettum í Öskjuhlíðinni
Dregið hefur
úr daglegum
reykingum og úr
rafrettunotkun
ungmenna. Aftur
á móti hefur
notkun tóbaks í
vör aukist, sér-
staklega á höf-
uðborgarsvæð-
inu og
Suðurnesjum og
er aukningin mest meðal ungra
kvenna. Kemur þetta fram í lýð-
heilsuvísum sem embætti land-
læknis kynnti í gær. Áhættu-
drykkja fullorðinna hefur minnkað
á landinu, nema á Suðurnesjum og
Vesturlandi. »2
Fleiri stúlkur farnar
að taka tóbak í vör
Nikótín Fleiri taka
nú tóbak í vör.
Þrjátíu veit-
ingastöðum í
miðborg Reykja-
víkur og ná-
grenni hefur ver-
ið lokað vegna
kórónuveiru-
faraldursins.
Þetta má sjá á
samantekt veit-
ingamannsins
Jakobs Einars
Jakobssonar á Jómfrúnni við
Lækjargötu. Ástæðan er ýmist
gjaldþrot eða óvissa vegna áhrifa
veirunnar. „Veitingarekstur er í
raun ósjálfbær sem sakir standa.
Sum tómu rýmanna eru þó að fyllast
á ný og nýir rekstraraðilar komnir
þar að. Bjartsýni er að aukast á ný,“
segir Jakob við ViðskiptaMoggann.
Áskoranir séu þó í rekstrinum,
einkum út af miklum verðhækk-
unum á aðföngum, sem og hækk-
unum á launum og launatengdum
gjöldum. »ViðskiptaMogginn
Veitingarekstur
er ósjálfbær
Jakob Einar
Jakobsson