Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 Páll V. skrifar: Veðurfar og lofts-lag eru flókin fyrirbæri.    Veðurspár gildaekki nema 5-7 daga fram í tímann.    Ef breytingar áloftslagi væru einfaldar og skiljan- legar væri hægt að gera veðurspár til vikna, mánaða og ára. En það er ekki hægt.    Heiðarlegir lofts-lagsvísindamenn, t.d. Judith Curry, benda á að veðurkerfi eru ósmættanleg, stærri en summa ein- inganna sem þau eru gerð úr.    Þegar kerfi einkennist af óreiðuer ekki vinnandi vegur að spá fyrir um hegðun þess. Annars væri engin óreiða.    Loftslagsglópar reyna að teljaokkur trú um að ein eining, koltvísýringur, stjórni ferðinni í loftslagi jarðkringlunnar.    Það er trú, en ekki vísindi.    Katrín forsætis segir „útreikn-ingar sérfræðinga“ sýna fram á árangur stjórnvalda í loftslags- málum.    Útreikningarnir gætu komið úrhvaða deild Háskóla Íslands sem er, t.d. deild kynjafræði, guð- fræði eða raunvísinda, en yrðu allt- af jafn marklausir um áhrif Íslend- inga á loftslagsbreytingar.“    Mikil er trú þín, segir Páll. Horft til veðurs STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Garðabær og Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) hafa gert með sér samkomulag um úrlausn ágreinings og gerðar- dómsmeðferð vegna fjölnota íþrótta- húss sem er í byggingu í Vetrarmýri í Garðabæ. Bæjarráð Garðabæjar samþykkti samkomulagið með fjórum atkvæð- um gegn einu á fundi sínum í gær. Undanfarna mánuði hafa verið við- ræður og sáttaferli milli aðila til að reyna að leysa úr ágreiningi sem hef- ur verið uppi um kostnað við grundun hússins, segir í tilkynningu. Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að aðilar leggi fram 60 milljónir kr. hvor, óháð því hvaða niðurstaða fæst í gerðardómi. Með samkomulaginu er gert ráð fyrir að undirbúningur að grundun hússins haldi áfram og að niðurrekstur staura verði hafinn eftir 6-10 vikur, eða eins fljótt og unnt er. Ágreiningur um viðbótarkostnað fer fyrir gerðardóm þar sem fjallað verð- ur um ábyrgð á viðbótarkröfu verk- taka sem nemur um 228 milljónum. Gert er ráð fyrir að þegar búið verði að skipa gerðardóm liggi niður- staða fyrir um úrlausn málsins síðar í haust. Í samkomulaginu er einnig kveðið á um að framlengja verktíma fram í desember 2021 án tafarbóta en upphaflega stóð til að ljúka verkinu í apríl 2021. Leysa ágreining um fjölnota íþróttahús  Garðabær og Íslenskir aðalverktak- ar gera samkomulag um Vetrarmýrina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Garðabær Frá upphafi fram- kvæmda við íþróttahúsið. Félagsdómur kvað í gær upp þann úr- skurð að kjarasamningur Félags ís- lenskra náttúrufræðinga og samn- inganefndar ríkisins sem undir- ritaður var 2. apríl síðastliðinn hefði verið samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal náttúrufræðinga. 51,2% sögðu nei og 48,8% já Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) túlkaði niðurstöður atkvæða- greiðslunnar svo að samningurinn við ríkið hefði verið felldur, en 51,2% sögðu nei, 48,8% sögðu já og 21 skilaði auðu. Samninganefnd ríkisins hélt því hins vegar fram að náttúrufræðingar hafi í reynd samþykkt samninginn. Þegar hlutfall þeirra er kusu gegn samþykkt kjarasamningsins væri vegið á móti heildarfjölda greiddra at- kvæða hefði það einungis verið 49,3% og því ekki náð því hlutfalli sem til- skilið er í 3. mgr. 5. gr. laga nr. 80/ 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkomulagið telst skuldbind- andi frá 2. apríl 2020 Ágreiningi ríkisins og FÍN um hvort samningurinn var samþykktur eða felldur var vísað til Félagsdóms. Félagsdómur hefur enn ekki birt niðurstöðu dómsins en í umfjöllun FÍN um hana á vefsíðu félagsins í gær er vitnað orðrétt í úrskurðarorð- ið þar sem segir: „Viðurkennt er að samkomulag fjármála- og efnahags- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og stefnda, Félags íslenskra náttúru- fræðinga, um breytingar og fram- lengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var 2. apríl 2020, var sam- þykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna stefnda, sem laun þann 17. apríl sama ár, telst því skuld- bindandi frá undirritunardegi, 2. apríl 2020.“ Úrskurða að FÍN felldi ekki samning  Leyst úr deilu um úrslit kosninga Ágreiningur » Þann 2. apríl greindi Félags íslenskra náttúrufræðinga frá því að nýgerður samningur við ríkið hefði verið felldur í at- kvæðagreiðslu. » Fjármálaráðuneytið tilkynnti FÍN að það teldi að samning- urinn hefði verið samþykktur skv. reglum vinnulöggjafar- innar. » Í maí stefndi ríkið félaginu fyrir Félagsdóm. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18 – 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum – Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími – Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.