Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 „ÉG VEIT AÐ ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ SNARA ÞÉR Í VERKIÐ EN ÞETTA ER FULL LANGT GENGIÐ.” „HVENIG ÆTLI STANDI Á ÞVÍ AÐ ÞEIR GERI FINGRAPLÁSTRANA SVONA LANGA?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fara í útilegu saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HALLAÐU STJÖRNUNNI AÐEINS TIL HÆGRI! GRÆNU KÚLURNAR ERU OF KLESSTAR! EKKI FLÆKJA SKRAUTBORÐANN! OOOJ! HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA? ÞETTA ER LEYNI- UPPSKRIFT ÚR FJÖL- SKYLDUNNI! FRÁ HVERJUM? ÚTFARARSTJÓRANUM? Fjölskylda Samferðakona og vinkona Vil- hjálms er Kristín Auður Sophusdóttir, f. 22.3. 1952, hjúkrunarfræðingur, bú- sett í Reykjavík. Synir Vilhjálms og fyrrverandi eig- inkonu, Fríðu S. Kristinsdóttir text- ílkennara eru 1) Vilhjálmur Hans Vil- hjálmsson, f. 20.10. 1971, hæsta- réttarlögmaður, búsettur í Garðabæ. Sonur hans er Vilhjálmur Hans, f. 2010; 2) Finnur Þór Vilhjálmsson, f. 12.5. 1979, saksóknari hjá héraðs- saksóknara, búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans er Jóhanna Magnús- dóttir, lögfræðingur hjá Valitor. Börn þeirra eru Alda, f. 2012, Ægir, f. 2014, og Freyja, f. 2020; 3) Ingi Freyr Vil- hjálmsson, f. 27.9. 1980, blaðamaður á Stundinni, búsettur í Stokkhólmi. Eiginkona hans er Sigrún Hallgríms- dóttir, læknir á Karolinska sjúkrahús- inu í Stokkhólmi. Börn þeirra eru Hallgrímur, f. 2011, Fríða Bryndís, f. 2012, Áslaug Helga, f. 2016, og Stein- unn Ragna, f. 2017. Alsystkini Vilhjálms eru Geir Vil- hjálmsson, f. 12.1. 1942, sálfræðingur, búsettur á Raufarhöfn; Ingi Hermann Vilhjálmsson, f. 17.2. 1952, verslunar- maður, búsettur í Reykjavík; Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, f. 1.9. 1958, verslunarmaður, búsett á Seltjarnar- nesi. Hálfsystkini samfeðra eru Ásgeir Vilhjálmsson, f. 17.7. 1938, d. 19.7. 1999, kaupsýslumaður og bjó í Svíþjóð og Bandaríkjunum; Þorsteinn Joð Vil- hjálmsson, f. 2.3. 1964, kvikmynda- gerðarmaður, búsettur í Reykjavík; Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 2.3. 1964, garðyrkjufræðingur, búsett í Mosfellsbæ; Thomas Kristmar Vil- hjálmsson, f. 5.11. 1965, stjórnmála- fræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn. Foreldrar Vilhjálms voru hjónin Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, f. 12.7. 1914, d. 30.4. 1999, heildsali og Mar- grét Aðalheiður Sigurgeirsdóttir, f. 5.11. 1921, d. 30.1. 1974, húsfreyja. Þau voru búsett á Seltjarnarnesi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja á Hamri Guðjón Nikulásson bóndi á Hamri í Flóa Halldóra Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurgeir Halldórsson sjómaður og vaktmaður í Rvík Aðalheiður Sigurgeirsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Gegnishólaparti og í Reykjavík Halldór Oddur Sigurðsson bóndi á Gegnishólaparti í Flóa og verkstjóri í Reykjavík Guðrún Finnbjarnardóttir húsfreyja á Læk í Aðalvík Hermann Sigurðsson bóndi á Læk Ingibjörg Katrín Hermannsdóttir húsfreyja á Sæbóli Vilhjálmur Hans Magnússon útvegsbóndi á Sæbóli í Aðalvík Oddída Jónsdóttir húsfreyja á Sæbóli Magnús Finnbjarnarson útvegsbóndi á Sæbóli Úr frændgarði Vilhjálms H. Vilhjálmssonar Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson heildsali á Seltjarnarnesi Sigurlín Hermannsdóttir yrkir„svona í tilefni af því að sum- arsólstöður eru nýliðnar“: Bjartar nætur Ég þrái bjartar vorsins vökunætur er víkur kuldinn eflist líf og kraftur. Í vetrardrunga er dregst ég varla á fætur mig dreymir að þær hafi snúið aftur. Ég elska langar ljósar sumarnætur er lífið varpar af sér byrðum þungum, vil vaka meðan sólin fer á fætur og fuglar rumska að sinna smáum ungum. Og húm sem fyllir haustsins ljúfu nætur er hlýlegt þótt þá læðist að mér kvíði; því litlar hef á vetrarmyrkri mætur og mest mig langar þá að vera í híði. En fyrir dimmar drungalegar nætur mun dásemd vorsins greiða fullar bætur. Hörður Þorleifsson skrifaði mér og sagði, að jarðskjálftatörnin við Siglufjörð minnti sig á vísuna sem hann gerði í heimsókn í Genis þar fyrir þremur árum. Fórum inn í Genis gátt, gengum um með ró. Hátt og lágt með bundið blátt um búk, hár, nef og skó. Á Boðnarmiði yrkir Gunnar J. Straumland „Dróttkveðinn skjálfta“: Norðan djúpin Njarðar næra öfl sem færa björg og svörð á bergi, bifa grund sem lifir. Hristur, ekki hrærður, hrammur skjálfta rammur lemur jörð og lamar líf og sálu hrífur. Björn Ingólfsson yrkir og kallar „Eldsneytisskort í neðra“: Eyja-, Siglu- og Ólafsfjörð átök skekja, stríð og hörð, undir niðri, oní jörð en andskotinn að taka svörð. Kristján H. Theodórsson skrifar og yrkir: „Hávar var stundum not- að fyrir hávær til forna. Gjögrar eða Gjögur … þar er vafinn? Virð- ist hvorttveggja til“: Skelfur fyrir Skögum, skríða niður, hlíðar. Drynur í giljadrögum, duna grundir víðar. Und botni svellur sjávar, svarrar á mótum fleka. Atgangur harður og hávar, hornin er saman reka. Við Gríðartök Gjögur nötra, grjóti og klungrum bylta. Slit þeirra firnsterku fjötra, fer nú um okkur pilta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sumarsólstöður og af jarðskjálftum FALLEG GLÖS FYRIR SUMARVEISLURNAR Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.